Gefur lítið fyrir ummæli Ólafs um malbikun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 22:46 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar gefur lítið fyrir ummæli Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings um malbik og hvernig staðið er að lagningu þess á Íslandi. G. Pétur segir að malbik sé lagt með nákvæmlega sama hætti hér á landi og annars staðar. Ólafur var harðorður í garð Vegagerðarinnar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi þar malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Fram hefur komið að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ sagði Ólafur í Bítinu í morgun. Þá sagði hann að það væri „eiginlega allt sem er að“ í málaflokknum. Notað væri íslenskt berg en ekki innflutt kvars og að bikið sem notað væri hentaði ekki hitastiginu á Íslandi. G. Pétur ræddi ástand malbiksins á slysstað í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ljóst að hálkustig malbiksins þegar slysið varð hefðu verið langt fyrir neðan leyfileg viðnámsmörk. „Við vitum sem er að malbik er alltaf hálla þegar er nýbúið að leggja það, og það jafnar sig smám saman, það er í eðli þess, þess vegna setjum við þær kröfur í útboðsgögnin um það hvert viðnámið má vera þegar það er nýútlagt. Það eru ákveðin mörk og þetta var langt fyrir neðan þau mörk, svolítið mikið fyrir neðan þau. Við þurfum að reyna að komast að því hvað gerðist og hvort við getum þá komist að því, því þetta er nokkuð flókið dæmi.“ Þá gaf hann lítið fyrir ummæli Ólafs í Bítinu í morgun. „Ég verð eiginlega að segja það að mér finnst stórmerkilegt hvað Ólafur Guðmundsson getur séð af því einu að horfa bara á malbikið. Við hjá Vegagerðinni höfum ekki þá hæfileika. Eins og ég var að lýsa þurfum við að senda þetta út til rannsóknar til þess að skoða þetta.“ Þá sagði G. Pétur að malbik hér á Íslandi væri lagt með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. „Já, já, já. Malbikið er með nákvæmlega sama hætti og annars staðar. Síðan erum við líka með klæðingu sem er svolítið öðruvísi, sem er meira þá á þjóðvegunum þar sem umferðin er minni. Það er líka klætt með þeim hætti erlendis. En það er náttúrulega á umferðarminni vegi, það er lengra úti á landi hjá þeim heldur en hér. […] En auðvitað eru stundum séríslenskar aðstæður, og þá sérstaklega veðrið.“ Viðtalið við G. Pétur má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00 Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar gefur lítið fyrir ummæli Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings um malbik og hvernig staðið er að lagningu þess á Íslandi. G. Pétur segir að malbik sé lagt með nákvæmlega sama hætti hér á landi og annars staðar. Ólafur var harðorður í garð Vegagerðarinnar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi þar malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Fram hefur komið að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ sagði Ólafur í Bítinu í morgun. Þá sagði hann að það væri „eiginlega allt sem er að“ í málaflokknum. Notað væri íslenskt berg en ekki innflutt kvars og að bikið sem notað væri hentaði ekki hitastiginu á Íslandi. G. Pétur ræddi ástand malbiksins á slysstað í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ljóst að hálkustig malbiksins þegar slysið varð hefðu verið langt fyrir neðan leyfileg viðnámsmörk. „Við vitum sem er að malbik er alltaf hálla þegar er nýbúið að leggja það, og það jafnar sig smám saman, það er í eðli þess, þess vegna setjum við þær kröfur í útboðsgögnin um það hvert viðnámið má vera þegar það er nýútlagt. Það eru ákveðin mörk og þetta var langt fyrir neðan þau mörk, svolítið mikið fyrir neðan þau. Við þurfum að reyna að komast að því hvað gerðist og hvort við getum þá komist að því, því þetta er nokkuð flókið dæmi.“ Þá gaf hann lítið fyrir ummæli Ólafs í Bítinu í morgun. „Ég verð eiginlega að segja það að mér finnst stórmerkilegt hvað Ólafur Guðmundsson getur séð af því einu að horfa bara á malbikið. Við hjá Vegagerðinni höfum ekki þá hæfileika. Eins og ég var að lýsa þurfum við að senda þetta út til rannsóknar til þess að skoða þetta.“ Þá sagði G. Pétur að malbik hér á Íslandi væri lagt með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. „Já, já, já. Malbikið er með nákvæmlega sama hætti og annars staðar. Síðan erum við líka með klæðingu sem er svolítið öðruvísi, sem er meira þá á þjóðvegunum þar sem umferðin er minni. Það er líka klætt með þeim hætti erlendis. En það er náttúrulega á umferðarminni vegi, það er lengra úti á landi hjá þeim heldur en hér. […] En auðvitað eru stundum séríslenskar aðstæður, og þá sérstaklega veðrið.“ Viðtalið við G. Pétur má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00 Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00
Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06
Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent