Viðskipti innlent

Magnús nýr hafnar­stjóri Faxa­flóa­hafna

Atli Ísleifsson skrifar
Magnús Þ. Ásmundsson.
Magnús Þ. Ásmundsson. Faxaflóahafnir

Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að ráða Magnús Þór Ásmundsson í starf hafnarstjóra. Hann hefur verið stöðunni þann 5. ágúst næstkomandi.

Í tilkynningu segir að Magnús Þór sé rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hafi lokið meistaragráðu frá DTU í Danmörku árið 1990.

Hann starfaði frá árinu 1990 til 2009 hjá Marel. Hann hóf störf hjá Fjarðaáli árið 2009 og varð forstjóri þess ári síðar.

Magnús Þór tekur við stöðunni af Gísla Gíslasyni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×