Sannleikurinn um SÁÁ Hörður J. Oddfríðarson skrifar 29. júní 2020 19:00 Ýmislegt hefur verið sagt og gert undanfarna daga og vikur um málefni SÁÁ. Jón Steinar Gunnlaugsson, Hendrik „Binni“ Berndsen og Birgir Dýrfjörð hafa farið frjálslega með sannleikann á síðum dagblaða, telja starfsfólkið vanstillt illa menntuð illfygli, sem vilja færa ríkinu SÁÁ til að það geti orðið hluti af Geðdeild Landspítalans. Ekkert er fjær sannleikanum en það er umhugsunarefni þegar fólk sem kom að uppbyggingu SÁÁ í upphafi fær ekki betri upplýsingar eða er einfaldlega svona fordómafullt. Það sem stendur þó upp úr er að fráfarandi formaður og framkvæmdastjórn samtakanna fór, að undirlagi fyrrverandi formanns Þórarins Tyrfingssonar, freklega yfir lögleg mörk sín þegar þau gripu fram fyrir hendur framkvæmdastjóra meðferðarsviðs og hófu að segja upp starfsfólki, án heimildar. Afleiðingin af þessu fljótræði er að það flettist ofan af undirróðri og ofbeldi sem núverandi og fyrrverandi formenn hafa sýnt af sér undanfarin þrjú ár. Svo freklega að starfsfólkið hefur sent frá sér tvær ályktanir í anda #metoo. Nú er komið í ljós að Þórarinn Tyrfingsson ætlar opinberlega að taka stjórnina í sínar hendur og býður fram krafta sína sem formaður samtakanna. Frábært segja einhverjir, en aðrir eru fullir efasemda. Nú kann einhver að segja „sjaldan launar kálfur ofeldið“. Það er rétt að fyrir þremur árum hefði ég gengið mjög langt í því að verja Þórarinn Tyrfingsson yfirmann minn og frumkvöðul í áfengis- og vímuefnameðferð á Íslandi. En höfum í huga að slík fylgni er ekki skilyrðislaus undirgefni við einstaklinginn Þórarinn Tyrfingsson. Það er ekki hægt að ganga út frá því að slík fylgni sé óendanleg út yfir gröf og dauða. Á sama hátt hef ég lagt mig fram um að verja Arnþór Jónsson núverandi formann, en allt hefur sín takmörk og það verður að segjast eins og er að síðustu ár hans í embætti eru afleit að teknu tilliti til samskipta og vanvirðingar í garð starfsfólks SÁÁ. Svo má líka spyrja hvernig stendur á því að ekki hefur verið samið við ríkið um þjónustuna, aðallega hafa verið framlengdir úreltir samningar við SÍ. Mér þykir vænt um starfsemina, fólkið og SÁÁ. Mér finnst einsýnt að svona uppbrot í samtökunum sem nú eiga sér stað mun eingöngu skaða starfsemina og þar er hægt að draga tvo einstaklinga sérstaklega til ábyrgðar sem gerendur, Arnþór Jónsson núverandi formann og Þórarinn Tyrfingsson fyrrverandi formann. Þeir hafa einfaldlega verið of uppteknir af sjálfum sér og ekki gætt að hagsmunum SÁÁ og heildarinnar. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Ég og allt annað starfsfólk SÁÁ stöndum með skjólstæðingum okkar, við stöndum með samstarfsfólki okkar, við stöndum með veluppbyggðri, faglegri meðferð sem er opin fólki með fíknsjúkdóma og aðstandendur þeirra og við stöndum með SÁÁ. Við starfsfólk SÁÁ fylgjum faglegum gildum og höldum siðareglur í heiðri. Þess vegna er erfitt að verjast árásum og undangreftri, sérstaklega því sem kemur innan frá, frá þeim aðilum sem hafa fyrst og fremst það hlutverk að vera bakhjarlar starfsins þ.e. formaður og framkvæmdastjórn SÁÁ. Að því sögðu hvet ég alla til að styðja Einar Hermannsson sem formann samtakanna. Hann er ekki gallalaus frekar en nokkurt okkar, hann er heiðarlegur, hreinn og beinn, styðjandi og fylginn sér. Einar er kurteis, samvinnufús, valdeflandi og hefur skilning á viðfanginu. Hann áttar sig á að meðferðin er ekki eyland frekar en samtökin – þessir tveir hlutar SÁÁ verða að vinna vel saman. Til þess að það geti orðið er nauðsynlegt að byggja upp traust og gera skýran greinarmun á heilbrigðisstarfseminni og fjáröflunum. Einar hefur þá sýn að fagleg starfsemi SÁÁ geti þróast eðlilega áfram undir hatti samtakanna og með dyggum stuðningi þeirra. Hann hefur þá sýn að samtökin geti beitt sér betur í því sem þau eru best í – að safna fé, viðhalda og byggja hús undir starfsemina. SÁÁ hefur um áratugaskeið greitt með meðferðinni um 200 milljónir á ári að núvirði. Engin breyting hefur orðið á því undanfarin tvö ár. Ég trúi því að Einar Hermannsson geti farið og náð nýjum samningum við SÍ þannig að SÁÁ þurfi ekki að búa við framlengda og að mörgu leiti úrelta þjónustusamninga. Horfum til framtíðar góðir félagar. Höfundur er í varastjórn SÁÁ og er dagskrárstjóri Göngudeildar SÁÁ á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið sagt og gert undanfarna daga og vikur um málefni SÁÁ. Jón Steinar Gunnlaugsson, Hendrik „Binni“ Berndsen og Birgir Dýrfjörð hafa farið frjálslega með sannleikann á síðum dagblaða, telja starfsfólkið vanstillt illa menntuð illfygli, sem vilja færa ríkinu SÁÁ til að það geti orðið hluti af Geðdeild Landspítalans. Ekkert er fjær sannleikanum en það er umhugsunarefni þegar fólk sem kom að uppbyggingu SÁÁ í upphafi fær ekki betri upplýsingar eða er einfaldlega svona fordómafullt. Það sem stendur þó upp úr er að fráfarandi formaður og framkvæmdastjórn samtakanna fór, að undirlagi fyrrverandi formanns Þórarins Tyrfingssonar, freklega yfir lögleg mörk sín þegar þau gripu fram fyrir hendur framkvæmdastjóra meðferðarsviðs og hófu að segja upp starfsfólki, án heimildar. Afleiðingin af þessu fljótræði er að það flettist ofan af undirróðri og ofbeldi sem núverandi og fyrrverandi formenn hafa sýnt af sér undanfarin þrjú ár. Svo freklega að starfsfólkið hefur sent frá sér tvær ályktanir í anda #metoo. Nú er komið í ljós að Þórarinn Tyrfingsson ætlar opinberlega að taka stjórnina í sínar hendur og býður fram krafta sína sem formaður samtakanna. Frábært segja einhverjir, en aðrir eru fullir efasemda. Nú kann einhver að segja „sjaldan launar kálfur ofeldið“. Það er rétt að fyrir þremur árum hefði ég gengið mjög langt í því að verja Þórarinn Tyrfingsson yfirmann minn og frumkvöðul í áfengis- og vímuefnameðferð á Íslandi. En höfum í huga að slík fylgni er ekki skilyrðislaus undirgefni við einstaklinginn Þórarinn Tyrfingsson. Það er ekki hægt að ganga út frá því að slík fylgni sé óendanleg út yfir gröf og dauða. Á sama hátt hef ég lagt mig fram um að verja Arnþór Jónsson núverandi formann, en allt hefur sín takmörk og það verður að segjast eins og er að síðustu ár hans í embætti eru afleit að teknu tilliti til samskipta og vanvirðingar í garð starfsfólks SÁÁ. Svo má líka spyrja hvernig stendur á því að ekki hefur verið samið við ríkið um þjónustuna, aðallega hafa verið framlengdir úreltir samningar við SÍ. Mér þykir vænt um starfsemina, fólkið og SÁÁ. Mér finnst einsýnt að svona uppbrot í samtökunum sem nú eiga sér stað mun eingöngu skaða starfsemina og þar er hægt að draga tvo einstaklinga sérstaklega til ábyrgðar sem gerendur, Arnþór Jónsson núverandi formann og Þórarinn Tyrfingsson fyrrverandi formann. Þeir hafa einfaldlega verið of uppteknir af sjálfum sér og ekki gætt að hagsmunum SÁÁ og heildarinnar. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Ég og allt annað starfsfólk SÁÁ stöndum með skjólstæðingum okkar, við stöndum með samstarfsfólki okkar, við stöndum með veluppbyggðri, faglegri meðferð sem er opin fólki með fíknsjúkdóma og aðstandendur þeirra og við stöndum með SÁÁ. Við starfsfólk SÁÁ fylgjum faglegum gildum og höldum siðareglur í heiðri. Þess vegna er erfitt að verjast árásum og undangreftri, sérstaklega því sem kemur innan frá, frá þeim aðilum sem hafa fyrst og fremst það hlutverk að vera bakhjarlar starfsins þ.e. formaður og framkvæmdastjórn SÁÁ. Að því sögðu hvet ég alla til að styðja Einar Hermannsson sem formann samtakanna. Hann er ekki gallalaus frekar en nokkurt okkar, hann er heiðarlegur, hreinn og beinn, styðjandi og fylginn sér. Einar er kurteis, samvinnufús, valdeflandi og hefur skilning á viðfanginu. Hann áttar sig á að meðferðin er ekki eyland frekar en samtökin – þessir tveir hlutar SÁÁ verða að vinna vel saman. Til þess að það geti orðið er nauðsynlegt að byggja upp traust og gera skýran greinarmun á heilbrigðisstarfseminni og fjáröflunum. Einar hefur þá sýn að fagleg starfsemi SÁÁ geti þróast eðlilega áfram undir hatti samtakanna og með dyggum stuðningi þeirra. Hann hefur þá sýn að samtökin geti beitt sér betur í því sem þau eru best í – að safna fé, viðhalda og byggja hús undir starfsemina. SÁÁ hefur um áratugaskeið greitt með meðferðinni um 200 milljónir á ári að núvirði. Engin breyting hefur orðið á því undanfarin tvö ár. Ég trúi því að Einar Hermannsson geti farið og náð nýjum samningum við SÍ þannig að SÁÁ þurfi ekki að búa við framlengda og að mörgu leiti úrelta þjónustusamninga. Horfum til framtíðar góðir félagar. Höfundur er í varastjórn SÁÁ og er dagskrárstjóri Göngudeildar SÁÁ á Akureyri
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun