Ásdís byrjar lokaárið af krafti: „Gjörsamlega búin á því“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2020 18:00 Ásdís Hjálmsdóttir glaðbeitt eftir mótið ásamt þjálfara sínum Kari Kiviniemi. Mynd/Annerud Media „Þetta var annar góður dagur á skrifstofunni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, sem átti fjórða besta kastið í heiminum í ár þegar hún kastaði 62,66 metra á móti í Svíþjóð í gær. Ásdís vann mótið sem fram fór í Bottnaryd og setti nýtt mótsmet, vallarmet og Norðurlandamet 35 ára og eldri. Íslandsmet hennar, frá árinu 2017, er 63,43 metrar og það met gæti hæglega verið í hættu í ár á lokatímabili Ásdísar en hún hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna í haust. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á tímabilið og orðið til þess að bæði Ólympíuleikunum og EM var frestað. Ásdís hóf tímabilið í ár á því að kasta 61,24 metra á móti í Södertälje en kastið hennar í gær var það fjórða besta sem hún hefur átt á ferlinum. Hún tjáði sig lítillega um árangurinn á Instagram: „Ég var að koma heim og ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði Ásdís létt í bragði. „Ég veit ekki hvað er í gangi hjá mér. Fólk spyr af hverju ég ætli ekki að taka eitt ár í viðbót en ég er dauðþreytt eftir þetta. Ég er að eldast,“ sagði Ásdís og hló. Hún má enda vera ánægð með byrjunina á tímabilinu: „Köstin eru ekki fullkomin og það er margt sem að ég get bætt, en ég kvarta ekki yfir því að hafa kastað 62,66 metra og geta enn bætt margt. Það gengur því frábærlega,“ sagði Ásdís. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34 Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00 Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
„Þetta var annar góður dagur á skrifstofunni,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, sem átti fjórða besta kastið í heiminum í ár þegar hún kastaði 62,66 metra á móti í Svíþjóð í gær. Ásdís vann mótið sem fram fór í Bottnaryd og setti nýtt mótsmet, vallarmet og Norðurlandamet 35 ára og eldri. Íslandsmet hennar, frá árinu 2017, er 63,43 metrar og það met gæti hæglega verið í hættu í ár á lokatímabili Ásdísar en hún hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna í haust. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á tímabilið og orðið til þess að bæði Ólympíuleikunum og EM var frestað. Ásdís hóf tímabilið í ár á því að kasta 61,24 metra á móti í Södertälje en kastið hennar í gær var það fjórða besta sem hún hefur átt á ferlinum. Hún tjáði sig lítillega um árangurinn á Instagram: „Ég var að koma heim og ég er gjörsamlega búin á því,“ sagði Ásdís létt í bragði. „Ég veit ekki hvað er í gangi hjá mér. Fólk spyr af hverju ég ætli ekki að taka eitt ár í viðbót en ég er dauðþreytt eftir þetta. Ég er að eldast,“ sagði Ásdís og hló. Hún má enda vera ánægð með byrjunina á tímabilinu: „Köstin eru ekki fullkomin og það er margt sem að ég get bætt, en ég kvarta ekki yfir því að hafa kastað 62,66 metra og geta enn bætt margt. Það gengur því frábærlega,“ sagði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir „Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34 Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00 Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
„Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær. 15. júní 2020 11:34
Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. 25. apríl 2020 19:00
Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00