Fjörug lestarferð Martins og félaga til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 14:00 Martin og félagar á lestarstöðinni í Berlín. vísir/getty Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin urðu Þýskalandsmeistarar eftir sigur á Riesen Ludwigsburg í gær, 74-75. Tímabilið 2019-20 var frábært hjá Martin og Alba Berlin en liðið vann tvöfalt í Þýskalandi. Í fyrra var þessu öfugt farið; liðið komst í þrjá úrslitaleiki en tapaði þeim öllum. „Þetta var virkilega sætt, sérstaklega eftir tímabilið í fyrra þar sem maður fékk silfurpening um hálsinn og þurfti að horfa á hitt liðið lyfta bikarnum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í dag. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn.“ Langri bið Alba Berlin eftir því að verða Þýskalandsmeistari lauk í gær.getty/Christof Stache Alba Berlin var í afar góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleikinn á föstudaginn sem liðið vann með 23 stigum, 88-65. „Við vorum með gott forskot fyrir leikinn og kláruðum þetta nokkuð þægilega. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en eftir nokkur ár mun enginn skoða hvernig þessi leikur var. Titilinn kom í hús og það skipti öllu máli,“ sagði Martin sem skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Íslenski landsliðsmaðurinn segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Alba Berlin myndi missa forskotið úr fyrri leiknum niður í þeim seinni. „Við vissum að við værum með miklu betra lið og ef við myndum spila af eðlilegri getu ætti þetta að vera nokkuð þægilegt. En auðvitað var smá fiðringur fyrir leik. Við þurftum að vera á tánum og skiluðum flottu dagsverki,“ sagði Martin. Eftir leikinn í München í gær tók við fjögurra tíma lestrarferð til Berlínar. Hún var í fjörugari kantinum. „Ég vil bara biðja fólkið sem var í lestinni á sama tíma afsökunar. Það vildi kannski bara eiga rólegan sunnudagslestartúr. Það voru smá læti um borð,“ sagði Martin. Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk Alba Berlin hittast svo í kvöld til að fagna níunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það var fjör á lestarstöðinni í Berlín eftir að leikmenn Alba Berlin sneru heim með bikarinn.vísir/getty Eins og áður sagði lenti Alba Berlin í 2. sæti í öllum keppnum á síðasta tímabili; í þýsku úrvalsdeildinni, bikarkeppninni og EuroCup. Martin segir að það hafi munað miklu fyrir Alba Berlin að fá Svíann Marcus Eriksson fyrir tímabilið. „Hann er þriggja stiga skytta sem við þurftum á síðasta tímabili. En það fer ekkert á milli mála að við vorum með langbesta liðið í vetur,“ sagði Martin að lokum. Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin urðu Þýskalandsmeistarar eftir sigur á Riesen Ludwigsburg í gær, 74-75. Tímabilið 2019-20 var frábært hjá Martin og Alba Berlin en liðið vann tvöfalt í Þýskalandi. Í fyrra var þessu öfugt farið; liðið komst í þrjá úrslitaleiki en tapaði þeim öllum. „Þetta var virkilega sætt, sérstaklega eftir tímabilið í fyrra þar sem maður fékk silfurpening um hálsinn og þurfti að horfa á hitt liðið lyfta bikarnum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í dag. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn.“ Langri bið Alba Berlin eftir því að verða Þýskalandsmeistari lauk í gær.getty/Christof Stache Alba Berlin var í afar góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleikinn á föstudaginn sem liðið vann með 23 stigum, 88-65. „Við vorum með gott forskot fyrir leikinn og kláruðum þetta nokkuð þægilega. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en eftir nokkur ár mun enginn skoða hvernig þessi leikur var. Titilinn kom í hús og það skipti öllu máli,“ sagði Martin sem skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Íslenski landsliðsmaðurinn segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Alba Berlin myndi missa forskotið úr fyrri leiknum niður í þeim seinni. „Við vissum að við værum með miklu betra lið og ef við myndum spila af eðlilegri getu ætti þetta að vera nokkuð þægilegt. En auðvitað var smá fiðringur fyrir leik. Við þurftum að vera á tánum og skiluðum flottu dagsverki,“ sagði Martin. Eftir leikinn í München í gær tók við fjögurra tíma lestrarferð til Berlínar. Hún var í fjörugari kantinum. „Ég vil bara biðja fólkið sem var í lestinni á sama tíma afsökunar. Það vildi kannski bara eiga rólegan sunnudagslestartúr. Það voru smá læti um borð,“ sagði Martin. Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk Alba Berlin hittast svo í kvöld til að fagna níunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það var fjör á lestarstöðinni í Berlín eftir að leikmenn Alba Berlin sneru heim með bikarinn.vísir/getty Eins og áður sagði lenti Alba Berlin í 2. sæti í öllum keppnum á síðasta tímabili; í þýsku úrvalsdeildinni, bikarkeppninni og EuroCup. Martin segir að það hafi munað miklu fyrir Alba Berlin að fá Svíann Marcus Eriksson fyrir tímabilið. „Hann er þriggja stiga skytta sem við þurftum á síðasta tímabili. En það fer ekkert á milli mála að við vorum með langbesta liðið í vetur,“ sagði Martin að lokum.
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37
Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30