Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 10:54 Meðal þeirra sem fær að finna fyrir beittum penna Péturs er Víðir Sigrúnarson geðlæknir. Pétur Tyrfingsson hefur skrifað mikla grein sem hann birtir á Vísi þar sem hann fjallar vítt og breitt um formannsslag í SÁÁ; rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beinist gegn Þórarni Tyrfingssyni fyrrverandi yfirlækni SÁÁ. Píslarvætti sálfræðinganna Á morgun kemur stjórn 48 manna stjórn SÁÁ saman og kýs formann. Tveir eru í framboði: Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson. Pétur er bróðir Þórarins en segir það ekki hafa neitt með þau sjónarmið sem hann vilji dragi fram. Málið snúist um annað og meira. Pétur er meðal annars sálfræðingur á geðsviði Landspítalans en eitt af því sem hefur valdið verulegri ólgu eru uppsagnir sálfræðinga innan vébanda SÁÁ. Pétur var formaður Sálfræðingafélags Íslands 2007-2013. „Sálfræðingum er stillt hér upp eins og píslarvottum í þessari deilu og rennur það mér til rifja eins og gefur að skilja,“ segir Pétur í grein sinni. Pétur fer um víðan völl, hann gagnrýnir afstöðu Einars og segir hana mótsagnakennda. Þá beinir hann sjónum sínum að Víði Sigrúnarsyni geðlækni sem Pétur segir hafa haft í frammi gífuryrði um Þórarinn, gamla yfirlækninn Þórarinn Tyrfingsson, sem hann hafi aldrei unnið með og viti nákvæmlega ekkert um. Alvarlegar ásakanir „Tal hans um yfirgang og einelti eru því ekki annað en bergmál. Hitt er alvarlegra þegar hann segir frá þeim ótta sínum að meðferðin hverfi þrjá áratugi aftur í tímann verði gamli yfirlæknirinn dubbaður upp í formennsku. Með öðrum orðum til ársins 1990. Hann telur sér trú um að gamli yfirlæknirinn sé kominn á vettvang til að brjóta allt niður sem hann hafði sjálfur forystu um að byggja upp í heilan aldarfjórðung. Ekki ber þetta vott um djúpt innsæi í sálarlíf og hvatir mannfólksins,“ skrifar Pétur. Hann bætir því við að Víðir telji sér trú um að formaður SÁÁ geti hlutast til um fagleg málefni á sjúkrastofnunum SÁÁ. Það telur Pétur ekki vísbendingu um þekkingu á valdastiga og boðleiðum hjá SÁÁ. „Hitt er sínu alvarlegra þegar einn læknir sakar annan um það vísvitandi að vilja brjóta niður uppbyggingu til 25 ára. Þetta er ákæra um að annar læknir vilji endurreisa gömul og úrelt vinnubrögð ef ekki fúsk. Maður sem áttar sig ekki á því hve alvarleg ásökun þetta er hefur lítið lært um siðfræði heilbrigðisstétta almennt og lækna sérstaklega. Verður hann að teljast ómerkur orða sinna fyrir vikið,“ segir Pétur meðal annars í grein sinni. Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Átök og erjur í SÁÁ Pétur Tyrfingsson fer hér ítarlega yfir þau mál, þau ágreiningsefni og misskilning, sem undir eru í átökum innan SÁÁ að hans mati. 29. júní 2020 10:16 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Pétur Tyrfingsson hefur skrifað mikla grein sem hann birtir á Vísi þar sem hann fjallar vítt og breitt um formannsslag í SÁÁ; rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beinist gegn Þórarni Tyrfingssyni fyrrverandi yfirlækni SÁÁ. Píslarvætti sálfræðinganna Á morgun kemur stjórn 48 manna stjórn SÁÁ saman og kýs formann. Tveir eru í framboði: Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson. Pétur er bróðir Þórarins en segir það ekki hafa neitt með þau sjónarmið sem hann vilji dragi fram. Málið snúist um annað og meira. Pétur er meðal annars sálfræðingur á geðsviði Landspítalans en eitt af því sem hefur valdið verulegri ólgu eru uppsagnir sálfræðinga innan vébanda SÁÁ. Pétur var formaður Sálfræðingafélags Íslands 2007-2013. „Sálfræðingum er stillt hér upp eins og píslarvottum í þessari deilu og rennur það mér til rifja eins og gefur að skilja,“ segir Pétur í grein sinni. Pétur fer um víðan völl, hann gagnrýnir afstöðu Einars og segir hana mótsagnakennda. Þá beinir hann sjónum sínum að Víði Sigrúnarsyni geðlækni sem Pétur segir hafa haft í frammi gífuryrði um Þórarinn, gamla yfirlækninn Þórarinn Tyrfingsson, sem hann hafi aldrei unnið með og viti nákvæmlega ekkert um. Alvarlegar ásakanir „Tal hans um yfirgang og einelti eru því ekki annað en bergmál. Hitt er alvarlegra þegar hann segir frá þeim ótta sínum að meðferðin hverfi þrjá áratugi aftur í tímann verði gamli yfirlæknirinn dubbaður upp í formennsku. Með öðrum orðum til ársins 1990. Hann telur sér trú um að gamli yfirlæknirinn sé kominn á vettvang til að brjóta allt niður sem hann hafði sjálfur forystu um að byggja upp í heilan aldarfjórðung. Ekki ber þetta vott um djúpt innsæi í sálarlíf og hvatir mannfólksins,“ skrifar Pétur. Hann bætir því við að Víðir telji sér trú um að formaður SÁÁ geti hlutast til um fagleg málefni á sjúkrastofnunum SÁÁ. Það telur Pétur ekki vísbendingu um þekkingu á valdastiga og boðleiðum hjá SÁÁ. „Hitt er sínu alvarlegra þegar einn læknir sakar annan um það vísvitandi að vilja brjóta niður uppbyggingu til 25 ára. Þetta er ákæra um að annar læknir vilji endurreisa gömul og úrelt vinnubrögð ef ekki fúsk. Maður sem áttar sig ekki á því hve alvarleg ásökun þetta er hefur lítið lært um siðfræði heilbrigðisstétta almennt og lækna sérstaklega. Verður hann að teljast ómerkur orða sinna fyrir vikið,“ segir Pétur meðal annars í grein sinni.
Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Átök og erjur í SÁÁ Pétur Tyrfingsson fer hér ítarlega yfir þau mál, þau ágreiningsefni og misskilning, sem undir eru í átökum innan SÁÁ að hans mati. 29. júní 2020 10:16 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Átök og erjur í SÁÁ Pétur Tyrfingsson fer hér ítarlega yfir þau mál, þau ágreiningsefni og misskilning, sem undir eru í átökum innan SÁÁ að hans mati. 29. júní 2020 10:16
57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45