Græningjar unnu sigra í frönsku sveitarstjórnarkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2020 08:49 Anne Hidalgo hefur gengt embætti borgarstjóra Parísar frá árinu 2014 og mun gera það áfram. EPA Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Frakklandi í gær þar sem kjörsókn reyndist lítil en stjórnarandstöðuflokkar unnu víða sigra. Græningjaflokkum gekk sérstaklega vel, en hægri popúlistaflokkurinn Þjóðfylkingin vann einnig sigur í stóru sveitarfélagi. Sósíalistinn Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, verður áfram borgarstjóri og sagði kjósendur hafa greitt atkvæði með voninni og þeirri vegferð að gera París að borg sem „andi“ og að borg þar sem gott sé að búa í og enginn sé skilinn útundan. Hidalgo hefur stýrt borginni frá árinu 2014 og vakið athygli fyrir stefnu sína, sér í lagi í umhverfismálum. Hún hefur unnið markvisst að því að takmarka bílaumferð miðsvæðis í borginni. BBC segir frá því að græningjaflokkar hafi unnið mikla og nokkuð óvænta sigra meðal annars í stórborgunum Marseille, Lyon, Besançon, Nancy, Bordeaux og Strasbourg. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fór síðari umferð kosninganna fram heilum þremur mánuðum eftir þá fyrri og reyndist kjörsóknin nú lág, eða 40 prósent og hefur aldrei verið minni. LREM, flokkur Emmanuel Macron forseta, tókst ekki að vinna sigur í nokkurri stórborg, en vitað var að flokkurinn nýtur ekki nærri því eins mikilla vinsælda á sveitarstjórnarstigi og hann gerir á landsvísu. Þá vakti athygli að fulltrúi Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, vann sigur í stóru sveitarfélagi – Perpignan í suðurhluta landsins, með sína 120 þúsund íbúa. Er þetta í fyrsta inn í tvo áratugi sem flokkurinn vinnur sigur í sveitarfélagi með yfir 100 þúsund íbúa. Frakkland Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Frakklandi í gær þar sem kjörsókn reyndist lítil en stjórnarandstöðuflokkar unnu víða sigra. Græningjaflokkum gekk sérstaklega vel, en hægri popúlistaflokkurinn Þjóðfylkingin vann einnig sigur í stóru sveitarfélagi. Sósíalistinn Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, verður áfram borgarstjóri og sagði kjósendur hafa greitt atkvæði með voninni og þeirri vegferð að gera París að borg sem „andi“ og að borg þar sem gott sé að búa í og enginn sé skilinn útundan. Hidalgo hefur stýrt borginni frá árinu 2014 og vakið athygli fyrir stefnu sína, sér í lagi í umhverfismálum. Hún hefur unnið markvisst að því að takmarka bílaumferð miðsvæðis í borginni. BBC segir frá því að græningjaflokkar hafi unnið mikla og nokkuð óvænta sigra meðal annars í stórborgunum Marseille, Lyon, Besançon, Nancy, Bordeaux og Strasbourg. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fór síðari umferð kosninganna fram heilum þremur mánuðum eftir þá fyrri og reyndist kjörsóknin nú lág, eða 40 prósent og hefur aldrei verið minni. LREM, flokkur Emmanuel Macron forseta, tókst ekki að vinna sigur í nokkurri stórborg, en vitað var að flokkurinn nýtur ekki nærri því eins mikilla vinsælda á sveitarstjórnarstigi og hann gerir á landsvísu. Þá vakti athygli að fulltrúi Þjóðfylkingarinnar, flokks Marine Le Pen, vann sigur í stóru sveitarfélagi – Perpignan í suðurhluta landsins, með sína 120 þúsund íbúa. Er þetta í fyrsta inn í tvo áratugi sem flokkurinn vinnur sigur í sveitarfélagi með yfir 100 þúsund íbúa.
Frakkland Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Sjá meira