Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 18:20 Húsið, sem stendur á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, var gjörónýtt eftir brunann. Vísir/Vilhelm Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú létust af völdum eldsvoðans, tvö fundust látin í húsinu sem brann, en þriðja andlátið var skráð á sjúkrahúsi. Þá liggja tveir til viðbótar illa slasaðir á Landspítalanum vegna brunans. Um þrjú hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli í hádeginu í dag til þess að minnast þeirra sem létust í brunanum og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi. Gekk hópurinn að vettvangi brunans og fjöldi fólks lagði þar blóm við húsið sem brann. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll í dag til að sýna mótmælendum samstöðu. Þó ekki sé enn búið að bera kennsl á þau sem létust sagði Jakub Pilch, ræðismaður Póllands á Íslandi, að hinir látnu hafi líklegast verið pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri. Þeir hafi verið tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Þá hafa íbúar Vesturbæjarins efnt til kyrrðarfundar við húsið klukkan 18, annað kvöld, til þess að votta þeim sem létust virðingu sína og láta í ljós samúð með aðstandendum þeirra. Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Íbúasamtök Vesturbæjar. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú létust af völdum eldsvoðans, tvö fundust látin í húsinu sem brann, en þriðja andlátið var skráð á sjúkrahúsi. Þá liggja tveir til viðbótar illa slasaðir á Landspítalanum vegna brunans. Um þrjú hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli í hádeginu í dag til þess að minnast þeirra sem létust í brunanum og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi. Gekk hópurinn að vettvangi brunans og fjöldi fólks lagði þar blóm við húsið sem brann. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll í dag til að sýna mótmælendum samstöðu. Þó ekki sé enn búið að bera kennsl á þau sem létust sagði Jakub Pilch, ræðismaður Póllands á Íslandi, að hinir látnu hafi líklegast verið pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri. Þeir hafi verið tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Þá hafa íbúar Vesturbæjarins efnt til kyrrðarfundar við húsið klukkan 18, annað kvöld, til þess að votta þeim sem létust virðingu sína og láta í ljós samúð með aðstandendum þeirra. Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Íbúasamtök Vesturbæjar.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42
Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23