Wesley Sneijder greindi frá því í síðustu viku að hann hafi ekki sleppt því að skemmta sér þrátt fyrir að vera samningsbundinn mörgum af stórliðum Evrópuboltans.
Hann var duglegur að fara út á lífið er hann var í herbúðum Real Madrid en hann skemmti sér einnig vel á tíma sínum hjá Inter. Þar á meðal einu sinni nóttina fyrir Meistaradeildarleik.
„Einu sinni voru ég og konan mín í Armani partí með George Clooney, Megan Fox og einhverjum Bollywood stjörnum,“ sagði Sneijder í viðtali við hollenska dagblaðið De Telegraaf.
„Við komum heim klukkan sex um morguninn og daginn eftir skoraði ég og lagði upp mark gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni. Eftir að ég sá að þetta var hægt, var ég ekki hræddur við að endurtaka það!“
Sneijder spilaði með inter á árunum 2009 til 2013 áður en hann fór til Galtasaray. Þaðan lá leiðin í stutt stopp hjá Nice í Frakklandi og Al-Gharafa í Katar áður en skórnir fóru á hilluna.
Wesley Sneijder reveals he partied until 6am with George Clooney and Megan Fox at Armani show before scoring for Inter Milan in the Champions League the following day https://t.co/7tVlc00I6J
— MailOnline Sport (@MailSport) June 27, 2020