Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitaeinvígi þýsku deildarinnar.
.@hermannsson15 kemur @albaberlin 22 stigum yfir með þessum þrist og lýsing frá okkar eigin @kjartansson4 undir.#körfubolti #dominosdeildin pic.twitter.com/BkK4l2f8cw
— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) June 26, 2020
Martin skoraði 14 stig í leiknum, gaf sex stoðsendingar, tók tvö fráköst og stal einum bolta. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlín ásamt Rokas Giedraitis og stoðsendingahæstur.
Lokatölur urðu 88-65 fyrir Alba, sem unnu alla leikhlutana nema þann síðasta. Þeir eru því í ansi góðum málum fyrir seinni leikinn sem fer fram á sunnudag, en til að tryggja sér titilinn þurfa þeir að tapa með minna en 23 stigum eða einfaldlega vinna leikinn.
Helstu tilþrif Martins má sjá í spilaranum efst í fréttinni.