Tvenna Suarez dugði skammt í Vigo Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. júní 2020 16:53 Iago Aspas er líklega vinsæll í herbúðum Real Madrid í dag. vísir/Getty Barcelona heimsótti Celta Vigo í fyrsta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni og þurftu Börsungar á öllum stigunum þremur að halda í baráttunni við Real Madrid á toppi deildarinnar. Luis Suarez kom Barcelona yfir á 20.mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Rússinn Fedor Smolov jafnaði fyrir Vigo í upphafi síðari hálfleiks en Suarez var aftur á ferðinni á 67.mínútu og kom Börsungum í forystu að nýju. Á 88.mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu á góðum stað sem Iago Aspas gerði sér lítið fyrir og skoraði úr. Celta Vigo fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma en Nolito kláraði færið sitt afar illa og skaut beint á Marc Andre ter Stegen. Lokatölur því 2-2 og Real Madrid í dauðafæri á að ná tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þeir heimsækja Espanyol á morgun. Fótbolti Spænski boltinn
Barcelona heimsótti Celta Vigo í fyrsta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni og þurftu Börsungar á öllum stigunum þremur að halda í baráttunni við Real Madrid á toppi deildarinnar. Luis Suarez kom Barcelona yfir á 20.mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Rússinn Fedor Smolov jafnaði fyrir Vigo í upphafi síðari hálfleiks en Suarez var aftur á ferðinni á 67.mínútu og kom Börsungum í forystu að nýju. Á 88.mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu á góðum stað sem Iago Aspas gerði sér lítið fyrir og skoraði úr. Celta Vigo fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma en Nolito kláraði færið sitt afar illa og skaut beint á Marc Andre ter Stegen. Lokatölur því 2-2 og Real Madrid í dauðafæri á að ná tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þeir heimsækja Espanyol á morgun.