Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2020 10:51 Páll Baldvin er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Hann er ómyrkur í máli, segir hraksmánarlega hafa verið staðið að þessari eldgildru og kallar eftir opinberri rannsókn. visir/vilhelm Fréttir af Brunanum við Bræðraborgarstíg kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Þetta sjónarmið kemur fram í pistli Páls Baldvins Baldvinssonar rithöfundar en hann er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Páll Baldvins segir að hraksmánarlega hafi verið staðið að öllu viðhaldi hússins. Hann segir að enn hafi ekki komið fram hver sé skráður eigandi hússins en ábyrgð opinberra aðila sé ótvíræð. Hann telur opinbera rannsókn óhjákvæmilega og að spurt verði um ábyrgð. „Hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar.“ Páll Baldvin gerir því skóna að nú muni „eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg.“ Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Fréttir af Brunanum við Bræðraborgarstíg kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Þetta sjónarmið kemur fram í pistli Páls Baldvins Baldvinssonar rithöfundar en hann er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Páll Baldvins segir að hraksmánarlega hafi verið staðið að öllu viðhaldi hússins. Hann segir að enn hafi ekki komið fram hver sé skráður eigandi hússins en ábyrgð opinberra aðila sé ótvíræð. Hann telur opinbera rannsókn óhjákvæmilega og að spurt verði um ábyrgð. „Hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar.“ Páll Baldvin gerir því skóna að nú muni „eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg.“
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent