Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2020 10:51 Páll Baldvin er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Hann er ómyrkur í máli, segir hraksmánarlega hafa verið staðið að þessari eldgildru og kallar eftir opinberri rannsókn. visir/vilhelm Fréttir af Brunanum við Bræðraborgarstíg kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Þetta sjónarmið kemur fram í pistli Páls Baldvins Baldvinssonar rithöfundar en hann er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Páll Baldvins segir að hraksmánarlega hafi verið staðið að öllu viðhaldi hússins. Hann segir að enn hafi ekki komið fram hver sé skráður eigandi hússins en ábyrgð opinberra aðila sé ótvíræð. Hann telur opinbera rannsókn óhjákvæmilega og að spurt verði um ábyrgð. „Hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar.“ Páll Baldvin gerir því skóna að nú muni „eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg.“ Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Fréttir af Brunanum við Bræðraborgarstíg kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Þetta sjónarmið kemur fram í pistli Páls Baldvins Baldvinssonar rithöfundar en hann er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Páll Baldvins segir að hraksmánarlega hafi verið staðið að öllu viðhaldi hússins. Hann segir að enn hafi ekki komið fram hver sé skráður eigandi hússins en ábyrgð opinberra aðila sé ótvíræð. Hann telur opinbera rannsókn óhjákvæmilega og að spurt verði um ábyrgð. „Hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar.“ Páll Baldvin gerir því skóna að nú muni „eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg.“
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16