Mælir með því að fólk láti lúsmýbit vera Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 15:00 Yrsa segir að með klóri geti bakteríur borist í sárin. Vísir/Vilhelm Sumarið er komið og Íslendingar flykkjast nú í hrönnum út á land til þess að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Líklega munu einhverjir ferðalangar lenda í þeim ógöngum að óvæntur gestur setji mark sitt á ferðalög sumarsins en lúsmý-tímabilið er hafið og verður næstu vikurnar að sögn Yrsu Bjartar Löve ofnæmislæknis sem ræddi lúsmýið við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý var mikið í umræðunni síðasta sumar og greip lúsmýsótti um sig hjá ferðalöngum sem keyptu viftur, smyrsl og flugnafælur eins og óðir menn. Myndir af hinum bituðu vöktu óhug enda fór ekki á milli mála þegar lúsmýið hafði látið til skarar skríða. Sterk ofnæmisviðbrögð einkenndu fórnarlömb plágunnar og fylgdu bitunum kláði, roði og bólgur. „Það sem gerist yfirleitt er að þessi bitvargur skilur eftir sig pínulítið eitur. Það eru þessi eiturefni sem eru mjög ertandi en reyndar er það einstaklingsbundið hversu mikið. Þetta eru viðbrögð við þessu eitri og verða yfirleitt kröftug bólguviðbrögð hjá þeim sem verða verst úti. Þessu fylgir roði, hiti og kláði og getur þetta tekið dálítinn tíma að jafna sig,“ sagði Yrsa í þættinum. Þá geta bitin skilið eftir sig varanleg ör en Yrsa segir að slíkt ætti ekki að vera vandamál ef fólk klóri bitin ekki. Stefna ætti að því að klóra bitin alls ekki. „Það er best. Með klórinu er líka hætta á að bakteríur berist í sárin, þá getur komið sýking og þá versnar þetta allt líka,“ sagði ofnæmislæknirinn. Hún sagði þá að það gerðist gjarnan að með tíð og tíma myndi fólk ónæmi gegn bitum sem þessu og benti á stöðuna erlendis það sem moskítóflugur og annar bitvargur er algengari. „Við sjáum það á því að þar sem fólk býr við bit alla tíð er ekki mikið um að fólk sé að fá mjög kröftug bólguviðbrögð. Það er mjög dæmigert að hægt og rólega mildist þetta hjá fólki,“ sagði Yrsa Björt Löve ofnæmislæknir í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý Reykjavík síðdegis Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Sumarið er komið og Íslendingar flykkjast nú í hrönnum út á land til þess að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Líklega munu einhverjir ferðalangar lenda í þeim ógöngum að óvæntur gestur setji mark sitt á ferðalög sumarsins en lúsmý-tímabilið er hafið og verður næstu vikurnar að sögn Yrsu Bjartar Löve ofnæmislæknis sem ræddi lúsmýið við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í gær. Lúsmý var mikið í umræðunni síðasta sumar og greip lúsmýsótti um sig hjá ferðalöngum sem keyptu viftur, smyrsl og flugnafælur eins og óðir menn. Myndir af hinum bituðu vöktu óhug enda fór ekki á milli mála þegar lúsmýið hafði látið til skarar skríða. Sterk ofnæmisviðbrögð einkenndu fórnarlömb plágunnar og fylgdu bitunum kláði, roði og bólgur. „Það sem gerist yfirleitt er að þessi bitvargur skilur eftir sig pínulítið eitur. Það eru þessi eiturefni sem eru mjög ertandi en reyndar er það einstaklingsbundið hversu mikið. Þetta eru viðbrögð við þessu eitri og verða yfirleitt kröftug bólguviðbrögð hjá þeim sem verða verst úti. Þessu fylgir roði, hiti og kláði og getur þetta tekið dálítinn tíma að jafna sig,“ sagði Yrsa í þættinum. Þá geta bitin skilið eftir sig varanleg ör en Yrsa segir að slíkt ætti ekki að vera vandamál ef fólk klóri bitin ekki. Stefna ætti að því að klóra bitin alls ekki. „Það er best. Með klórinu er líka hætta á að bakteríur berist í sárin, þá getur komið sýking og þá versnar þetta allt líka,“ sagði ofnæmislæknirinn. Hún sagði þá að það gerðist gjarnan að með tíð og tíma myndi fólk ónæmi gegn bitum sem þessu og benti á stöðuna erlendis það sem moskítóflugur og annar bitvargur er algengari. „Við sjáum það á því að þar sem fólk býr við bit alla tíð er ekki mikið um að fólk sé að fá mjög kröftug bólguviðbrögð. Það er mjög dæmigert að hægt og rólega mildist þetta hjá fólki,“ sagði Yrsa Björt Löve ofnæmislæknir í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.
Lúsmý Reykjavík síðdegis Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira