Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2020 13:20 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir í þættinum í gær. vísir/S2s Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. Margrét Lára Viðarsdóttir segir einnig að Selfoss-liðið þurfi að spila enn betur svo hægt sé að tala um þær í toppbaráttunni en segir þó að þessir leikir gegn liðum í neðri deildunum geti stundum verið erfiðir. „Það getur oft verið tregt á því. Hlutirnir falla ekki alltaf fyrir mann og ganga sem skyldi þannig að góður sigur fyrir Selfyssinga. Ég kalla samt eftir betri heildarframmistöðu frá þeim,“ sagði Margrét Lára áður en Bára Kristbjörg tók við boltanum. „Ég gæti ekki verið meira sammála. Ég held að Selfoss, eftir þessar þrjár umferðir, eigi ekkert að vera setja þessa pressu á sig sjálfar og gefa það út að þær ætla að vera Íslandsmeistarar. Þær eru töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum, að því sem ég er búin að sjá, fyrir utan meistari meistaranna. Ég veit ekki hvort að sá leikur hafi stígið þeim eitthvað til höfuðs.“ Bára segir að ef Breiðablik eða Valur hafi verið að spila þennan leik hafi þeir gert út um hann fyrr og unnið með stærri mun. Hún sá ekki rosalegan mun á liði FH og Selfoss. „Þær voru til dæmis sterkar í þessum leik gegn FH en samt ekki það áberandi eins og ég geri ráð fyrir ef þetta hefði verið Breiðablik og Valur að mæta FH. Mér fannst gæðamunurinn á milli þessara liða ekkert stórkostlega áberandi, nema hjá einstaka leikmönnum.“ Bára segir enn fremur að hún horfi ekki jákvæðum augum á leik FH og KR sem eru bæði án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Eins og fyrir mitt leyti þá er FH og KR sem líta verst út eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Mér finnst það mikil rótering á liðunum að mér líður eins og hvorugir þjálfarinn sé búinn að finna sitt lið. Ég hef áhyggjur að þessi tvö lið verði í basli og miðað við að Selfoss ætli að vera í toppbaráttu og þetta eru neðri hluta lið, þá þyrfti að vera meiri gæðamunur þarna á til þess að þær geti gert atlögu að Breiðabliki og Val.“ Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Selfoss og FH UMF Selfoss Breiðablik Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. Margrét Lára Viðarsdóttir segir einnig að Selfoss-liðið þurfi að spila enn betur svo hægt sé að tala um þær í toppbaráttunni en segir þó að þessir leikir gegn liðum í neðri deildunum geti stundum verið erfiðir. „Það getur oft verið tregt á því. Hlutirnir falla ekki alltaf fyrir mann og ganga sem skyldi þannig að góður sigur fyrir Selfyssinga. Ég kalla samt eftir betri heildarframmistöðu frá þeim,“ sagði Margrét Lára áður en Bára Kristbjörg tók við boltanum. „Ég gæti ekki verið meira sammála. Ég held að Selfoss, eftir þessar þrjár umferðir, eigi ekkert að vera setja þessa pressu á sig sjálfar og gefa það út að þær ætla að vera Íslandsmeistarar. Þær eru töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum, að því sem ég er búin að sjá, fyrir utan meistari meistaranna. Ég veit ekki hvort að sá leikur hafi stígið þeim eitthvað til höfuðs.“ Bára segir að ef Breiðablik eða Valur hafi verið að spila þennan leik hafi þeir gert út um hann fyrr og unnið með stærri mun. Hún sá ekki rosalegan mun á liði FH og Selfoss. „Þær voru til dæmis sterkar í þessum leik gegn FH en samt ekki það áberandi eins og ég geri ráð fyrir ef þetta hefði verið Breiðablik og Valur að mæta FH. Mér fannst gæðamunurinn á milli þessara liða ekkert stórkostlega áberandi, nema hjá einstaka leikmönnum.“ Bára segir enn fremur að hún horfi ekki jákvæðum augum á leik FH og KR sem eru bæði án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Eins og fyrir mitt leyti þá er FH og KR sem líta verst út eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Mér finnst það mikil rótering á liðunum að mér líður eins og hvorugir þjálfarinn sé búinn að finna sitt lið. Ég hef áhyggjur að þessi tvö lið verði í basli og miðað við að Selfoss ætli að vera í toppbaráttu og þetta eru neðri hluta lið, þá þyrfti að vera meiri gæðamunur þarna á til þess að þær geti gert atlögu að Breiðabliki og Val.“ Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Selfoss og FH
UMF Selfoss Breiðablik Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira