Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 23:41 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kom frá Bandaríkjunum fyrir rúmri viku en sýnataka við komuna til landsins var neikvæð. Annað sýni, sem tekið var síðar, reyndist jákvætt. VÍSIR/BÁRA „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með smit í dag og eru liðsfélagar hennar og þjálfarar í Breiðabliki sem og leikmenn og þjálfarar KR, auk dómara og fleiri aðila, þar af leiðandi í sóttkví. Breiðablik og KR mættust í fyrrakvöld og þar kom Andrea inn á sem varamaður. Hún hafði áður komið við sögu í leik gegn Selfossi fyrir viku síðan en Selfyssingar hafa ekki verið settir í sóttkví, að minnsta kosti enn sem komið er. „Þetta er auðvitað ekki neinum að kenna en þetta er leiðinlegt og það verður fróðlegt að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Margrét Lára. „Þetta er náttúrulega ógeðslega leiðinlegt og setur deildina í raun og veru í uppnám, þó að heilsa leikmanna sé auðvitað það sem skiptir fyrst og fremst máli,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í þættinum en innslagið má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst vil ég bara senda Andreu Rán batakveðjur og vonandi nær hún sér sem allra fyrst. Hún er frábær leikmaður og maður var orðinn spenntur fyrir því að fá hana inn í deildina og sá fyrir sér að hún væri að fá svolítið stærra hlutverk í Breiðabliksliðinu,“ sagði Margrét. Breiðablik og KR hefðu átt að leika tvo leiki hvort lið á næstu 14 dögum og samkvæmt KSÍ mun málið mögulega hafa áhrif á næstu umferðir í Pepsi Max-deildinni. Hyggst sambandið gefa út tilkynningu eins fljótt og mögulegt er. „Við erum að keppast við tímann út af veðri og aðstæðum á Íslandi þannig að við getum mögulega ekki lengt tímabilið neitt mikið frekar, get ég ímyndað mér. Þetta er alla vega verkefni fyrir KSÍ næstu dagana,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max mörkin - Leikmaður með kórónuveirusmit Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik KR Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með smit í dag og eru liðsfélagar hennar og þjálfarar í Breiðabliki sem og leikmenn og þjálfarar KR, auk dómara og fleiri aðila, þar af leiðandi í sóttkví. Breiðablik og KR mættust í fyrrakvöld og þar kom Andrea inn á sem varamaður. Hún hafði áður komið við sögu í leik gegn Selfossi fyrir viku síðan en Selfyssingar hafa ekki verið settir í sóttkví, að minnsta kosti enn sem komið er. „Þetta er auðvitað ekki neinum að kenna en þetta er leiðinlegt og það verður fróðlegt að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Margrét Lára. „Þetta er náttúrulega ógeðslega leiðinlegt og setur deildina í raun og veru í uppnám, þó að heilsa leikmanna sé auðvitað það sem skiptir fyrst og fremst máli,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í þættinum en innslagið má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst vil ég bara senda Andreu Rán batakveðjur og vonandi nær hún sér sem allra fyrst. Hún er frábær leikmaður og maður var orðinn spenntur fyrir því að fá hana inn í deildina og sá fyrir sér að hún væri að fá svolítið stærra hlutverk í Breiðabliksliðinu,“ sagði Margrét. Breiðablik og KR hefðu átt að leika tvo leiki hvort lið á næstu 14 dögum og samkvæmt KSÍ mun málið mögulega hafa áhrif á næstu umferðir í Pepsi Max-deildinni. Hyggst sambandið gefa út tilkynningu eins fljótt og mögulegt er. „Við erum að keppast við tímann út af veðri og aðstæðum á Íslandi þannig að við getum mögulega ekki lengt tímabilið neitt mikið frekar, get ég ímyndað mér. Þetta er alla vega verkefni fyrir KSÍ næstu dagana,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max mörkin - Leikmaður með kórónuveirusmit
Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik KR Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49
Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52