Ungstirni verðandi Englandsmeistara Liverpool segir Beckham þann besta í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:30 Spyrnutækni Trent Alexander-Arnold hefur verið líkt við spyrnutækni hins magnaða David Beckham. EPA-EFE/PETER POWELL Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður verðandi Englandsmeistara Liverpool, skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 4-0 sigri á Crystal Palace í gær. Sigurinn þýðir að Liverpool er nú aðeins einum leik – fari það svo að Manchester City vinni ekki Chelsea á Brúnni í kvöld – frá fyrsta Englandsmeistaratitli liðsins í 30 ár eða frá 1990. Spyrnutækni hins unga Alexander-Arnold þykir minna á spyrnutækni David Beckham sem gerði garðinn frægan með Manchester United, Real Madrid og LA Galaxy á árum áður. Í dag er Beckham einn af eigendum Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Eftir leik gærdagsins ræddi Trent við Sky Sports í dag. Aðspurður hvort hann hefði getað hitt boltann betur í markinu var svarið frekar einfalt. „Ég held ekki,“ svaraði bakvörðurinn um hæl. Í kjölfarið var honum sagt að Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports, hefði líkt tækninni við þá hjá Beckham. Var leikmaðurinn svo spurður hversu mikið hrós það væri. „Það er augljóslega mikið hrós enda er hann líklega sá besti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það er þó enn mikil vinna til að komast á sama stall og Beckham,“ sagði auðmjúkur Trent einnig en viðtalið má sjá hér að neðan. "He's the best free-kick taker in Premier League history." Trent Alexander-Arnold reacts to comparisons to David Beckham from @Carra23 after his wonder strike against #CPFC. pic.twitter.com/kNmxcLef8Y— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 24, 2020 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjá meira
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður verðandi Englandsmeistara Liverpool, skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 4-0 sigri á Crystal Palace í gær. Sigurinn þýðir að Liverpool er nú aðeins einum leik – fari það svo að Manchester City vinni ekki Chelsea á Brúnni í kvöld – frá fyrsta Englandsmeistaratitli liðsins í 30 ár eða frá 1990. Spyrnutækni hins unga Alexander-Arnold þykir minna á spyrnutækni David Beckham sem gerði garðinn frægan með Manchester United, Real Madrid og LA Galaxy á árum áður. Í dag er Beckham einn af eigendum Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Eftir leik gærdagsins ræddi Trent við Sky Sports í dag. Aðspurður hvort hann hefði getað hitt boltann betur í markinu var svarið frekar einfalt. „Ég held ekki,“ svaraði bakvörðurinn um hæl. Í kjölfarið var honum sagt að Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports, hefði líkt tækninni við þá hjá Beckham. Var leikmaðurinn svo spurður hversu mikið hrós það væri. „Það er augljóslega mikið hrós enda er hann líklega sá besti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það er þó enn mikil vinna til að komast á sama stall og Beckham,“ sagði auðmjúkur Trent einnig en viðtalið má sjá hér að neðan. "He's the best free-kick taker in Premier League history." Trent Alexander-Arnold reacts to comparisons to David Beckham from @Carra23 after his wonder strike against #CPFC. pic.twitter.com/kNmxcLef8Y— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 24, 2020
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjá meira