Þetta vitum við um nýja kónginn af CrossFit Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 10:00 Eric Roza í ræktinni. Að sjálfsögðu CrossFit. vísir/getty Greg Glassmann tilkynnti í gær að hann hafði selt CrossFit-samtökin til manns að nafni Eric Roza. En hver er þessi Eric Roza? Vísir kynnti sér þennan viðskiptamann enn frekar. Það hefur mikið gustað um CrossFit-samtökin að undanförnu eftir ummæli Glassmann eftir dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Íþróttafólk hefur hvert á fætur öðru lýst yfir áhyggjum af stjórnuninni og margir þeirra höfðu hætt við að keppa á heimsleikunum. Þá kom Eric Roza til sögunnar en hann var lítt þekktur áður en hann lét til skara skríða í gær. Hann er viðskiptamaður sem í gegnum tíðina hefur gengið ansi vel með þær viðskiptahugmyndir sem hann hefur fengið. Hefur hann hæfileikana til að stýra þessum risa samtökum? Mun hann hafa einhver áhrif á allt það sem hefur gengið á? Þessum spurningum er ósvarað en Vísir tók saman nokkrar staðreyndir um þennan nýja kóng af CrossFit. Staðreyndir um Eric Roza: 1. Roza var framkvæmdastjóri Datalogix, fyrirtæki sem var árið 2015 metið á 1,2 billjónir punda. Eric breytti Datalogix svo um munaði. Hann breytti því úr greiningarfyrirtæki í stærsta stafræna auglýsingafyrirtækið. 2. Hann er fyrrum CrossFit-ari og er eigandi og stofnaði CrossFit Sanitas sem er staðsett í Colorado í Bandaríkjunum. Ræktarsalurinn hefur oftar en einu sinni verið nefndur sem einn af fimm stærstu CrossFit í heiminum. 3. Hann er formaður TrueCoach sem er stafrænt form fyrir einkaþjálfun. 4. Hann er virkur viðskiptamaður og útskrifaðist frá University of Michigan. Hann náði sér einnig í gráðu frá Stanford háskólanum. 5. Hann var varaformaður og framkvæmdastjóri Oracle Data Cloud og var valinn af Ernst & Young frumkvöðull ársins 2014 í Klettafjallahéraði. 6. Honum er lýst sem manneskju sem hefur mikinn áhuga á gögnum, greiningu, hugbúnaði og viðskiptum. Hann einbeitir sér mikið að andlegri heilsu, gleði og árangri. Í frítíma sínum fer hann á skíði, ferðast eða hjálpar nýjum sem gömlum vinum í að líða betur. Hann hefur einnig komið fram í hljómsveitinni The House Cats þar sem hann syngur, semur lög og spilar á gítar. 7. Hann hefur hlaupið 5 kílómetra á 19:55, á best tæp 109 kíló í „clean og jerk“ og rúmlega 86 kíló í „snatchi.“ Greinin er unnin upp úr frétt Hugo Cross. CrossFit Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Greg Glassmann tilkynnti í gær að hann hafði selt CrossFit-samtökin til manns að nafni Eric Roza. En hver er þessi Eric Roza? Vísir kynnti sér þennan viðskiptamann enn frekar. Það hefur mikið gustað um CrossFit-samtökin að undanförnu eftir ummæli Glassmann eftir dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Íþróttafólk hefur hvert á fætur öðru lýst yfir áhyggjum af stjórnuninni og margir þeirra höfðu hætt við að keppa á heimsleikunum. Þá kom Eric Roza til sögunnar en hann var lítt þekktur áður en hann lét til skara skríða í gær. Hann er viðskiptamaður sem í gegnum tíðina hefur gengið ansi vel með þær viðskiptahugmyndir sem hann hefur fengið. Hefur hann hæfileikana til að stýra þessum risa samtökum? Mun hann hafa einhver áhrif á allt það sem hefur gengið á? Þessum spurningum er ósvarað en Vísir tók saman nokkrar staðreyndir um þennan nýja kóng af CrossFit. Staðreyndir um Eric Roza: 1. Roza var framkvæmdastjóri Datalogix, fyrirtæki sem var árið 2015 metið á 1,2 billjónir punda. Eric breytti Datalogix svo um munaði. Hann breytti því úr greiningarfyrirtæki í stærsta stafræna auglýsingafyrirtækið. 2. Hann er fyrrum CrossFit-ari og er eigandi og stofnaði CrossFit Sanitas sem er staðsett í Colorado í Bandaríkjunum. Ræktarsalurinn hefur oftar en einu sinni verið nefndur sem einn af fimm stærstu CrossFit í heiminum. 3. Hann er formaður TrueCoach sem er stafrænt form fyrir einkaþjálfun. 4. Hann er virkur viðskiptamaður og útskrifaðist frá University of Michigan. Hann náði sér einnig í gráðu frá Stanford háskólanum. 5. Hann var varaformaður og framkvæmdastjóri Oracle Data Cloud og var valinn af Ernst & Young frumkvöðull ársins 2014 í Klettafjallahéraði. 6. Honum er lýst sem manneskju sem hefur mikinn áhuga á gögnum, greiningu, hugbúnaði og viðskiptum. Hann einbeitir sér mikið að andlegri heilsu, gleði og árangri. Í frítíma sínum fer hann á skíði, ferðast eða hjálpar nýjum sem gömlum vinum í að líða betur. Hann hefur einnig komið fram í hljómsveitinni The House Cats þar sem hann syngur, semur lög og spilar á gítar. 7. Hann hefur hlaupið 5 kílómetra á 19:55, á best tæp 109 kíló í „clean og jerk“ og rúmlega 86 kíló í „snatchi.“ Greinin er unnin upp úr frétt Hugo Cross.
CrossFit Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira