Hjólreiðakona fékk heilahristing eftir að bílhurð var opnuð fyrir framan hana Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 06:25 Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti. Vísir/Vilhelm Flytja þurfti konu á sjúkrahús í gær sem féll af hjóli þegar bílhurð var opnuð fyrir akstursstefnu hennar. Sjúkraflutningamenn töldu hana hafa fengið heilahristing og var ekki hægt að ræða við hana á vettvangi sökum þess hve illa áttuð hún var. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðadeild. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir einnig að tilkynning hafi borist umferðarslys við Fífuna á tíunda tímanum í gær. Þar höfðu tvær ungar stúlkur verið á vespu og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Þær fóru yfir hól og féllu tvo metra niður og lentu á ljósastaur. Hvorug stúlkan var með hjálm samkvæmt dagbók lögreglu og voru þær fluttar á bráðadeild með áverka á höfði, höndum og hnjám. Þá var málið tilkynnt til Barnaverndar. Skömmu eftir klukkan átta í gærkvöldi stöðvuð lögregluþjónar bíl á Bústaðavegi en ökumaður hans reyndist sviptur ökuréttindum og þar að auki var hann með þriggja ára son sinn lausan í aftursæti bílsins. Maðurinn sagðist ekki hafa vitað að hann væri ekki með bílpróf en viðurkenndi að barn hans ætti að vera í bílstól. Barnsmóðir hans var einnig í aftursæti bílsins. Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti. Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjavíkurvegi rétt fyrir átta í gærkvöldi en sá reyndist ölvaður og hafði áður verið sviptur bílprófi. Ökumaður og farþegi annars bíls sem stöðvaður var í gærkvöldi eru grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna og lyfja. Lögðu lögregluþjónar hald á ætluð fíkniefni og söluhagnað fyrir rannsókn málsins. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Flytja þurfti konu á sjúkrahús í gær sem féll af hjóli þegar bílhurð var opnuð fyrir akstursstefnu hennar. Sjúkraflutningamenn töldu hana hafa fengið heilahristing og var ekki hægt að ræða við hana á vettvangi sökum þess hve illa áttuð hún var. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðadeild. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir einnig að tilkynning hafi borist umferðarslys við Fífuna á tíunda tímanum í gær. Þar höfðu tvær ungar stúlkur verið á vespu og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Þær fóru yfir hól og féllu tvo metra niður og lentu á ljósastaur. Hvorug stúlkan var með hjálm samkvæmt dagbók lögreglu og voru þær fluttar á bráðadeild með áverka á höfði, höndum og hnjám. Þá var málið tilkynnt til Barnaverndar. Skömmu eftir klukkan átta í gærkvöldi stöðvuð lögregluþjónar bíl á Bústaðavegi en ökumaður hans reyndist sviptur ökuréttindum og þar að auki var hann með þriggja ára son sinn lausan í aftursæti bílsins. Maðurinn sagðist ekki hafa vitað að hann væri ekki með bílpróf en viðurkenndi að barn hans ætti að vera í bílstól. Barnsmóðir hans var einnig í aftursæti bílsins. Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti. Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjavíkurvegi rétt fyrir átta í gærkvöldi en sá reyndist ölvaður og hafði áður verið sviptur bílprófi. Ökumaður og farþegi annars bíls sem stöðvaður var í gærkvöldi eru grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna og lyfja. Lögðu lögregluþjónar hald á ætluð fíkniefni og söluhagnað fyrir rannsókn málsins.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira