Martin Hermannsson og samherjar hans í Alba Berlín eru komnir í úrslitaeinvígið um þýska meistaratitilinn í körfubolta. Vann liðið Oldenburg örugglega í München í kvöld, lokatölur 81-59.
Alba Berlín vann fyrri leik liðanna 92-63 og í raun aldrei spurning hvort liðið færi í úrslit. Í úrslitum bíður Ludwigsburg en úrslitaleikirnir fara fram á föstudagskvöld og sunnudag, einnig í München.
Martin hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið og lék aðeins fjórtán mínútur í kvöld. Skoraði hann fimm stig, gaf sex stoðsendingar og tók tvö fráköst. Hann verður vonandi búinn að ná sér alveg þegar úrslitaeinvígið hefst.