24 ára nýliði vann yfirburðasigur gegn frambjóðanda Trump Samúel Karl Ólason skrifar 24. júní 2020 12:47 Madison Cawthorn þykir líklegur til að sigra í kosningunum í nóvember. Framboð Cawthorne Hinn 24 ára gamli Madison Cawthorn tryggði sér í gær framboðsrétt til Bandaríkjaþings í forvali Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu. Bar hann sigur úr bítum gegn fasteignasalanum Lindu Bennett en hún hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins og hafði tryggt sér stuðning Donald Trump, forseta, og nokkurra þingmanna. Þau voru að keppa um sæti fyrrverandi þingmannsins Mark Meadow, sem hætti í fyrra til að verða starfsmannastjóri Hvíta hússins. Cawthorne mun etja kappi við fyrrverandi saksóknarann Moe Davis í kosningunum í nóvember. Kjördæmið hallar verulega til hægri og þykir sigur Cawthorne líklegur. Cawthorne verður orðinn 25 ára þegar hann tekur sér sæti á þingi á næsta ári, en það er lágmarksaldur þingmanna samkvæmt stjórnarskrá. Hann er í hjólastól vegna bílslyss sem hann lenti í árið 2014 og vinnur sem framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðs. Hann er stuðningsmaður Trump en forsetinn hafði lýst yfir stuðningi við Bennett og hafði tekið upp auglýsingu henni til stuðnings. Cawthorne fékk þó um tvo þriðju atkvæða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kjósendur Repúblikanaflokksins hafa nú þrívegis á skömmum tíma farið gegn vilja forsetans í forvölum. „Andstæðingur minn virtist hafa mikinn áhuga á landspólitík en ég vildi vera talsmaður fólksins í Norður-Karólínu,“ sagði Cawthorn í samtali við blaðamann AP. Bandaríkin Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Madison Cawthorn tryggði sér í gær framboðsrétt til Bandaríkjaþings í forvali Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu. Bar hann sigur úr bítum gegn fasteignasalanum Lindu Bennett en hún hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins og hafði tryggt sér stuðning Donald Trump, forseta, og nokkurra þingmanna. Þau voru að keppa um sæti fyrrverandi þingmannsins Mark Meadow, sem hætti í fyrra til að verða starfsmannastjóri Hvíta hússins. Cawthorne mun etja kappi við fyrrverandi saksóknarann Moe Davis í kosningunum í nóvember. Kjördæmið hallar verulega til hægri og þykir sigur Cawthorne líklegur. Cawthorne verður orðinn 25 ára þegar hann tekur sér sæti á þingi á næsta ári, en það er lágmarksaldur þingmanna samkvæmt stjórnarskrá. Hann er í hjólastól vegna bílslyss sem hann lenti í árið 2014 og vinnur sem framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðs. Hann er stuðningsmaður Trump en forsetinn hafði lýst yfir stuðningi við Bennett og hafði tekið upp auglýsingu henni til stuðnings. Cawthorne fékk þó um tvo þriðju atkvæða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kjósendur Repúblikanaflokksins hafa nú þrívegis á skömmum tíma farið gegn vilja forsetans í forvölum. „Andstæðingur minn virtist hafa mikinn áhuga á landspólitík en ég vildi vera talsmaður fólksins í Norður-Karólínu,“ sagði Cawthorn í samtali við blaðamann AP.
Bandaríkin Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira