Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 12:00 Gunnar Þór Gunnarsson mun ekki leika meiri fótbolta á þessu ári. Hann verður 35 ára á árinu og ferlinum gæti verið lokið. VÍSIR/BÁRA KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður KR, sleit krossband í hné þegar önnur löpp hans festist í vellinum og ferli hans gæti verið lokið. Í vetur sleit annar KR-ingur, Emil Ásmundsson, krossband í hné á sama velli. Vængir Júpiters, sem leika í 3. deild, spila reyndar vanalega heimaleiki sína á gervigrasvellinum fyrir utan Egilshöllina. Úr því að sjálfir Íslandsmeistararnir voru að koma í heimsókn, og því von á fleiri áhorfendum en vanalega, var ákveðið að hafa leikinn inni í Egilshöllinni. Leikurinn hefði líklega verið færður á Extravöllinn í Dalhúsum, heimavöll Fjölnis, ef ekki færi þar fram bikarleikur Fjölnis og Selfoss í kvöld. Fái ekki heimaleik í krafti aðstöðumunar Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir um bikarkeppnina: „Draga skal um hvaða lið mætast og skal það lið sem dregið er á undan leika á heimavelli[…]“ Þessi regla kom í veg fyrir að hægt væri að færa leikinn í Vesturbæinn, eins og bæði lið vildu. „Eðli bikarkeppninnar er þannig að það lið sem dregið er á undan skal leika á heimavelli. Svo er bara eitt undanþáguákvæði, sem er sökum fjarlægðar og á augljóslega ekki við í þessu tilviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Í því undanþáguákvæði segir að leikur geti í ákveðnum tilvikum farið fram á „hlutlausum velli“ berist ósk um það frá báðum aðilum, en ljóst er að heimavöllur KR er ekki hlutlaus völlur. „KR hringdi bara en það kom aldrei formleg ósk frá félögunum um þetta. En þetta er bara ekki heimilt samkvæmt reglugerð og þessu hefur margoft verið neitað. Til dæmis er það þannig í forkeppninni að þau lið sem eiga ekki heimavöll geta ekki fært sig á heimavöll andstæðingsins. Þau verða að finna annan völl til að leika á. Það hefur verið talað um að menn geti ekki í krafti aðstöðumunar fengið til sín heimaleiki. Drátturinn á að ráða því,“ segir Birkir. KR vann leikinn 8-1 og komst þar með áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður KR, sleit krossband í hné þegar önnur löpp hans festist í vellinum og ferli hans gæti verið lokið. Í vetur sleit annar KR-ingur, Emil Ásmundsson, krossband í hné á sama velli. Vængir Júpiters, sem leika í 3. deild, spila reyndar vanalega heimaleiki sína á gervigrasvellinum fyrir utan Egilshöllina. Úr því að sjálfir Íslandsmeistararnir voru að koma í heimsókn, og því von á fleiri áhorfendum en vanalega, var ákveðið að hafa leikinn inni í Egilshöllinni. Leikurinn hefði líklega verið færður á Extravöllinn í Dalhúsum, heimavöll Fjölnis, ef ekki færi þar fram bikarleikur Fjölnis og Selfoss í kvöld. Fái ekki heimaleik í krafti aðstöðumunar Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir um bikarkeppnina: „Draga skal um hvaða lið mætast og skal það lið sem dregið er á undan leika á heimavelli[…]“ Þessi regla kom í veg fyrir að hægt væri að færa leikinn í Vesturbæinn, eins og bæði lið vildu. „Eðli bikarkeppninnar er þannig að það lið sem dregið er á undan skal leika á heimavelli. Svo er bara eitt undanþáguákvæði, sem er sökum fjarlægðar og á augljóslega ekki við í þessu tilviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Í því undanþáguákvæði segir að leikur geti í ákveðnum tilvikum farið fram á „hlutlausum velli“ berist ósk um það frá báðum aðilum, en ljóst er að heimavöllur KR er ekki hlutlaus völlur. „KR hringdi bara en það kom aldrei formleg ósk frá félögunum um þetta. En þetta er bara ekki heimilt samkvæmt reglugerð og þessu hefur margoft verið neitað. Til dæmis er það þannig í forkeppninni að þau lið sem eiga ekki heimavöll geta ekki fært sig á heimavöll andstæðingsins. Þau verða að finna annan völl til að leika á. Það hefur verið talað um að menn geti ekki í krafti aðstöðumunar fengið til sín heimaleiki. Drátturinn á að ráða því,“ segir Birkir. KR vann leikinn 8-1 og komst þar með áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00