Ólíklegt að Bandaríkjamönnum verði hleypt í gegn þegar ytri landamærin opna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 09:01 Ferðamenn í Króatíu. EPA/Antonio Bat Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt New York Times sem hefur komist yfir drög að tveimur listum yfir þau lönd sem munu fá aðgang að ytri landamærum Evrópusambandins þann 1. júlí. Bandaríkin eru á hvorugum lista og ástæðan er sögð vera sú hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Í frétt New York Times segir að aðildarríki ESB ræði nú sín á milli hvaða lista eigi að miða við. Báðir listar innihaldi til dæmis Kína svo dæmi séu tekin að því er fram kemur í New York Times. Það myndi þýða að Kínverjum yrði á nýjan leik hleypt inn fyrir ytri landamæri ESB. Ytri landamærin hafa verið lokið frá öllum sem hvorki eru EES né EFTA borgarar, nema viðkomandi geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda frá því í mars. Ísland hefur fylgt aðildarríkjum ESB í þessum lokunum og hafa sömu takmarkanir verið í gildi hér síðan í mars. Bandaríkin langt frá viðmiði ESB Greint hefur verið frá því að stefnt hafi verið að því að opna ytri landamærin 1. júlí og miðað við frétt New York Times virðast ríki ESB vera vinna að því hörðum höndum. Þar segir einnig að listarnir tveir séu byggðir á vísindalegum grunni, en ekki pólitískum. Þannig komist ríki ekki inn á umræddan lista nema sýkingar í viðkomandi ríki séu undir tveggja vikna meðaltali fjölda sýkinga í ESB á hverja 100 þúsund íbúa yfir fjórtán daga tímabil, um þessar mundir er sú tala sextán. Í frétt New York Times segir að sambærileg tala fyrir Bandaríkin sé 107, og því virðist vera langt í land fyrir Bandaríkjamenn. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddi við segja að listinn verði þó endurskoðaður á tveggja vikna fresti Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza.EPA/FABIO MUZZI Sem fyrr segir hefur Ísland fylgt ákvörðunum ESB í þessum efnum en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur velt þeim möguleika upp að Ísland geti opnað landamæri sín, til dæmis fyrir Bandaríkjamönnum, fyrr en önnur Evrópuríki ætli sér, með því að taka upp brottfarareftirlit á landamærunum hér þannig að ferðamenn sem þaðan komi geti ferðast til Íslands, en ekki áfram til Evrópu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. Frétt New York Times má lesa hér Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt New York Times sem hefur komist yfir drög að tveimur listum yfir þau lönd sem munu fá aðgang að ytri landamærum Evrópusambandins þann 1. júlí. Bandaríkin eru á hvorugum lista og ástæðan er sögð vera sú hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Í frétt New York Times segir að aðildarríki ESB ræði nú sín á milli hvaða lista eigi að miða við. Báðir listar innihaldi til dæmis Kína svo dæmi séu tekin að því er fram kemur í New York Times. Það myndi þýða að Kínverjum yrði á nýjan leik hleypt inn fyrir ytri landamæri ESB. Ytri landamærin hafa verið lokið frá öllum sem hvorki eru EES né EFTA borgarar, nema viðkomandi geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda frá því í mars. Ísland hefur fylgt aðildarríkjum ESB í þessum lokunum og hafa sömu takmarkanir verið í gildi hér síðan í mars. Bandaríkin langt frá viðmiði ESB Greint hefur verið frá því að stefnt hafi verið að því að opna ytri landamærin 1. júlí og miðað við frétt New York Times virðast ríki ESB vera vinna að því hörðum höndum. Þar segir einnig að listarnir tveir séu byggðir á vísindalegum grunni, en ekki pólitískum. Þannig komist ríki ekki inn á umræddan lista nema sýkingar í viðkomandi ríki séu undir tveggja vikna meðaltali fjölda sýkinga í ESB á hverja 100 þúsund íbúa yfir fjórtán daga tímabil, um þessar mundir er sú tala sextán. Í frétt New York Times segir að sambærileg tala fyrir Bandaríkin sé 107, og því virðist vera langt í land fyrir Bandaríkjamenn. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddi við segja að listinn verði þó endurskoðaður á tveggja vikna fresti Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza.EPA/FABIO MUZZI Sem fyrr segir hefur Ísland fylgt ákvörðunum ESB í þessum efnum en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur velt þeim möguleika upp að Ísland geti opnað landamæri sín, til dæmis fyrir Bandaríkjamönnum, fyrr en önnur Evrópuríki ætli sér, með því að taka upp brottfarareftirlit á landamærunum hér þannig að ferðamenn sem þaðan komi geti ferðast til Íslands, en ekki áfram til Evrópu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. Frétt New York Times má lesa hér
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira