Segir garðyrkjumenn fá fyrir hjartað þegar aspir eru kollaðar Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 08:54 Gurrý Helgadóttir var gestur Bítismanna í morgun. Facebook/Vísir/Vilhelm Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. „En hins vegar þá erum við garðyrkumenn, við fáum sting í hjartað þegar aspir eru kollaðar. Þegar tekinn er helmingur ofan af stórri ösp. Tréð á mjög erfitt með að höndla það í framtíðinni.“ Gurrý var gestur í Bítinu í morgun þar sem aspir voru til umræðu. Hún segir bol trésins ekki vera hannaðan til að vera efsti parturinn af trénu. „Hann á bara að vera inni í miðjunni. Það sem gerist með tímanum, yfirleitt með aspir sem hafa verið kollaðar svona, það kemur fúa ofan í miðjan stofninni. Áður en það gerist verður aukinn greinavöxtur efst í trénu, rétt fyrir neðan staðinn þar sem hefur verið sagað, þannig að það verða ofboðslega stórar og grófar greinar sem koma þar út og þær í raun raska jafnvæginu í trénu. Það samhliða fúanum sem óhjákvæmilega kemur alltaf í trénu með tímanum, það eykur hættuna á því að tréð klofni þegar fram líða stundir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Gott að móta alveg frá upphafi Gurrý segir að það sem best er að gera ef maður er með ösp í garðinum og vill ekki að hún fari yfir ákveðna hæð, þá setji maður niður tré sem sé minna en maður ætlar að hafa. „Leyfir því að vaxa upp í hæðina og um leið og það nær þeirri hæð þá fer maður alltaf að taka toppinn af því, bara eins og maður er að rækja ávaxtatré eða bonsai eða eitthvað slíkt. Það er því gott ef maður nær að móta það alveg frá upphafi.“ Sitji oft upp með himinháar aspir Gurrý segir að fólk sitji hins vegar oft uppi með himinháar aspir í garðinum sem skyggi á allt nærumhverfið. „Þá er það eiginlega betra að taka allt tréð í burtu og setja annað tré sem hentar betur fyrir viðkomandi aðstæður. „Þessi tré sem hafa verið tekin svona niður, þau munu aldrei verða falleg. Þá er sniðugt að taka þau í burtu. Þá er einmitt tíminn núna, þegar aspirnar eru nýlaufgaðar, eru þær búnar að nota allan forðann sem þær söfnuðu í síðasta sumar til þess að koma laufblöðunum út, þannig að núna, á þessum tíma þegar trén eru tekin alveg í burtu þá er forðinn sem þær áttu mjög lítill. Það dregur því úr rótarskotum.“ Aspir verða jafnan himinháar.Vísir/Vilhelm Sumir kalla um aspir sem risaarfa. Er kannski ekki æskilegt að vera með aspir í húsagörðum? „Ef ég á að tala sem manneskja sem hefur stundum verið að selja plöntur… Það eru mörg ár síðan garðyrkjumenn ráðlögðu að setja aspir í litla húsagarða. Þær verða svo ofboðslega stórar og miklar og garðarnir fara minnkandi. Aftur á móti á opnum svæðum hjá sveitarfélögum þá eru þetta alveg frábær tré til að búa til háskjól í hverfum. Lyktin af þeim er náttúrulega æðisleg og þær eru mjög fallegar. En sem tré inni í litla garða þá eru þær eru þær eiginlega dottnar af vinsældalistanum. Maður ráðleggur frekar smærri tré sem verður þá blómstrandi og eitthvað slíkt,“ segir Gurrý. Garðyrkja Bítið Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur, betur þekkt sem Gurrý, segir það vera í góðu lagi að saga til aspir á þessum árstíma. Hún segir flest tré taka því vel að þau séu klippt til. „En hins vegar þá erum við garðyrkumenn, við fáum sting í hjartað þegar aspir eru kollaðar. Þegar tekinn er helmingur ofan af stórri ösp. Tréð á mjög erfitt með að höndla það í framtíðinni.“ Gurrý var gestur í Bítinu í morgun þar sem aspir voru til umræðu. Hún segir bol trésins ekki vera hannaðan til að vera efsti parturinn af trénu. „Hann á bara að vera inni í miðjunni. Það sem gerist með tímanum, yfirleitt með aspir sem hafa verið kollaðar svona, það kemur fúa ofan í miðjan stofninni. Áður en það gerist verður aukinn greinavöxtur efst í trénu, rétt fyrir neðan staðinn þar sem hefur verið sagað, þannig að það verða ofboðslega stórar og grófar greinar sem koma þar út og þær í raun raska jafnvæginu í trénu. Það samhliða fúanum sem óhjákvæmilega kemur alltaf í trénu með tímanum, það eykur hættuna á því að tréð klofni þegar fram líða stundir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Gott að móta alveg frá upphafi Gurrý segir að það sem best er að gera ef maður er með ösp í garðinum og vill ekki að hún fari yfir ákveðna hæð, þá setji maður niður tré sem sé minna en maður ætlar að hafa. „Leyfir því að vaxa upp í hæðina og um leið og það nær þeirri hæð þá fer maður alltaf að taka toppinn af því, bara eins og maður er að rækja ávaxtatré eða bonsai eða eitthvað slíkt. Það er því gott ef maður nær að móta það alveg frá upphafi.“ Sitji oft upp með himinháar aspir Gurrý segir að fólk sitji hins vegar oft uppi með himinháar aspir í garðinum sem skyggi á allt nærumhverfið. „Þá er það eiginlega betra að taka allt tréð í burtu og setja annað tré sem hentar betur fyrir viðkomandi aðstæður. „Þessi tré sem hafa verið tekin svona niður, þau munu aldrei verða falleg. Þá er sniðugt að taka þau í burtu. Þá er einmitt tíminn núna, þegar aspirnar eru nýlaufgaðar, eru þær búnar að nota allan forðann sem þær söfnuðu í síðasta sumar til þess að koma laufblöðunum út, þannig að núna, á þessum tíma þegar trén eru tekin alveg í burtu þá er forðinn sem þær áttu mjög lítill. Það dregur því úr rótarskotum.“ Aspir verða jafnan himinháar.Vísir/Vilhelm Sumir kalla um aspir sem risaarfa. Er kannski ekki æskilegt að vera með aspir í húsagörðum? „Ef ég á að tala sem manneskja sem hefur stundum verið að selja plöntur… Það eru mörg ár síðan garðyrkjumenn ráðlögðu að setja aspir í litla húsagarða. Þær verða svo ofboðslega stórar og miklar og garðarnir fara minnkandi. Aftur á móti á opnum svæðum hjá sveitarfélögum þá eru þetta alveg frábær tré til að búa til háskjól í hverfum. Lyktin af þeim er náttúrulega æðisleg og þær eru mjög fallegar. En sem tré inni í litla garða þá eru þær eru þær eiginlega dottnar af vinsældalistanum. Maður ráðleggur frekar smærri tré sem verður þá blómstrandi og eitthvað slíkt,“ segir Gurrý.
Garðyrkja Bítið Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning