Barnaníðingar nýttu sér faraldurinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júní 2020 18:30 Gríðarleg aukning varð í dreifingu stafræns kynferðisofbeldis gegn börnum á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Evrópu. Vísbendingar eru um að sama þróun hafi átt sér stað hér á landi. Europol eða Evrópulögreglan hefur sent frá sér skýrslu um niðurstöður rannsóknar sinnar á stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum í Evrópu þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst og víða gilti útgöngu- eða samkomubann. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi, en Catherine De Bolle forstjóri stofnunarinnar segir í upphafi skýrslunnar að stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafi flætt um netið á tímabilinu mars til maíog hafi þó verið mikið fyrir faraldurinn. Þá kallar hún eftir samfélagslegu átaki gegn kynferðislegri misnotkun barna. Fram kemur að mikil aukning varð á ofbeldinu bæði á netinu og huldunetinu á tímabilinu mars til maí á þessu ári eða þegar útgöngu-eða samkomubann gilti í mörgum löndum Evrópu. Ferðatakmarkanir hafi gert það að verkum að barnaníðingar hafi í meira mæli en áður skipst á efni á netinu sem inniheldur kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá sýni mikil umferð barnaníðinga á huldunetinu meðan faraldurinn stóð sem hæst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða sem börnum stafi mikil ógn af. Varað er við að þessi aukning geti haft þau áhrif að eftirspurn eftir stafrænu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum aukist eftir að útgöngu-eða samkomubanni lýkur. Samfélög og löggæslan hvött til að einbeita sér að því að koma í veg fyrir framleiðslu á slíku efni. Þá þurfi að finna út hver fórnarlömb glæpamannanna eru. Fram kemur að gríðarleg aukning varð orðið á tilkynningum um týnd börn eða misnotuð í Evrópu á tímabilinu. Tölur frá 23 Evrópulöndum sýna að næstum allstaðar varð orðið mikil aukning á málum sem þessum Í skýrslunni er einnig vitnað í athugasemdir barnaníðina á huldunetinu þar sem þeir þakka kórónuveirufaldrinum fyrir hversu auðvelt það sé að nálgast börn sem séu einangruð heima hjá sér. Hér á landi virðist svipuð þróun hafa verið í gangi en samkvæmt tölum frá Barnahúsi var allt árið 2019 tilkynnt um 20 tilfelli þar sem stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafði átt sér stað en tilfellin eru nú þegar orðin 19 á þessu ári. Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. 24. apríl 2020 23:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Gríðarleg aukning varð í dreifingu stafræns kynferðisofbeldis gegn börnum á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Evrópu. Vísbendingar eru um að sama þróun hafi átt sér stað hér á landi. Europol eða Evrópulögreglan hefur sent frá sér skýrslu um niðurstöður rannsóknar sinnar á stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum í Evrópu þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst og víða gilti útgöngu- eða samkomubann. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi, en Catherine De Bolle forstjóri stofnunarinnar segir í upphafi skýrslunnar að stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafi flætt um netið á tímabilinu mars til maíog hafi þó verið mikið fyrir faraldurinn. Þá kallar hún eftir samfélagslegu átaki gegn kynferðislegri misnotkun barna. Fram kemur að mikil aukning varð á ofbeldinu bæði á netinu og huldunetinu á tímabilinu mars til maí á þessu ári eða þegar útgöngu-eða samkomubann gilti í mörgum löndum Evrópu. Ferðatakmarkanir hafi gert það að verkum að barnaníðingar hafi í meira mæli en áður skipst á efni á netinu sem inniheldur kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá sýni mikil umferð barnaníðinga á huldunetinu meðan faraldurinn stóð sem hæst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða sem börnum stafi mikil ógn af. Varað er við að þessi aukning geti haft þau áhrif að eftirspurn eftir stafrænu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum aukist eftir að útgöngu-eða samkomubanni lýkur. Samfélög og löggæslan hvött til að einbeita sér að því að koma í veg fyrir framleiðslu á slíku efni. Þá þurfi að finna út hver fórnarlömb glæpamannanna eru. Fram kemur að gríðarleg aukning varð orðið á tilkynningum um týnd börn eða misnotuð í Evrópu á tímabilinu. Tölur frá 23 Evrópulöndum sýna að næstum allstaðar varð orðið mikil aukning á málum sem þessum Í skýrslunni er einnig vitnað í athugasemdir barnaníðina á huldunetinu þar sem þeir þakka kórónuveirufaldrinum fyrir hversu auðvelt það sé að nálgast börn sem séu einangruð heima hjá sér. Hér á landi virðist svipuð þróun hafa verið í gangi en samkvæmt tölum frá Barnahúsi var allt árið 2019 tilkynnt um 20 tilfelli þar sem stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafði átt sér stað en tilfellin eru nú þegar orðin 19 á þessu ári.
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. 24. apríl 2020 23:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. 24. apríl 2020 23:00