Langri og erfiðri bið Framara lýkur 2022 - Taka á móti ÍR í bikarnum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2020 14:00 Framarar slógu út Álftanes í 1. umferð bikarsins og fylgdu því eftir með sigri á Haukum. VÍSIR/HAG Ef allt gengur eins og í draumi hjá karlaliði Fram í fótbolta í sumar gæti liðið „þurft“ að leika á Laugardalsvelli á næstu leiktíð. Sumarið 2022 standa vonir hins vegar til að ný og glæsileg aðstaða í Úlfarsárdal verði tilbúin fyrir liðið. Framarar, sem leika í næstefstu deild, taka á móti 2. deildarliði ÍR í kvöld kl. 18 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hófu leiktíðina í Lengjudeildinni vel um liðna helgi með 3-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði, og hafa slegið út Álftanes og Hauka í bikarnum. Leikurinn í kvöld fer fram í Safamýri en þar léku Framarar heimaleiki sína í fyrra og aftur í ár. Komist þeir ekki upp úr Lengjudeildinni í haust spila þeir þriðja árið í Safamýri áður en flutt verður upp í Grafarholt fyrir fullt og allt árið 2022. „Þar verðum við með svipaða aðstöðu og er á Hlíðarenda; íþróttahús, og stúku utan á íþróttahúsinu sem snýr að heimavellinum. Stúkan tekur um 1.600-1.700 manns. Þetta ætti að vera heimavöllur Fram að minnsta kosti næstu hundrað árin,“ sagði Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnu hjá Fram og leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Erfitt að vera á tveimur stöðum og spila jafnvel í þriðja hverfinu Þó að gervigrasvöllurinn í Safamýri og aðstaðan við hann dugi sem heimavöllur í næstefstu deild stenst hann ekki kröfurnar í efstu deild. Það mun hinn nýi völlur hins vegar svo sannarlega gera. Fram lék um langt árabil á Laugardalsvelli, síðast sumarið 2018, en var þó með völlinn í Úlfarsárdal sem heimavöll árið 2015 eftir að hafa fallið úr efstu deild. Þá var aðstaðan við völlinn þó ekki klár frekar en nú: „Það er búið að bíða eftir þessu í meira en áratug. Það var samið við Reykjavíkurborg 2008 og allt átti að vera klárt 2012, þannig að þetta hefur verið mjög löng bið. Það hefur verið erfitt fyrir félagið að vera svona á tveimur stöðum; endalausar rútuferðir fyrir iðkendur með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Þegar við spiluðum á Laugardalsvelli vorum við svo að spila í þriðja hverfinu. Við gælum við að það myndist meiri stemning og fólk mæti frekar á völlinn þegar við spilum í hverfinu,“ sagði Daði. Víkingar taka smám saman við hverfinu Framarar endurvöktu meistaraflokk kvenna fyrir þetta sumar og leikur liðið í 2. deild, en æfir að hluta í Úlfarsárdal líkt og yngri flokkar. Víkingur, sem er með bækistöðvar í Fossvogi, mun taka við iðkendum í Safamýrarhverfinu og Fram einbeita sér að starfi sínu í Grafarholti. „Sú þróun er hafin, í góðu samstarfi félaganna og borgarinnar. Hugsunin er sú að Víkingarnir komi smám saman inn í hverfið, svo að það gerist ekki bara á einni nóttu að Fram yfirgefi svæðið. Vorið 2022 standa vonir til að hægt verði að spila fótbolta í Úlfarsárdalnum og að um haustið verðum við flutt með allt okkar starf upp eftir. En þetta veltur auðvitað á því að framkvæmdir gangi eftir áætlun,“ sagði Daði. Íslenski boltinn Fram Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Ef allt gengur eins og í draumi hjá karlaliði Fram í fótbolta í sumar gæti liðið „þurft“ að leika á Laugardalsvelli á næstu leiktíð. Sumarið 2022 standa vonir hins vegar til að ný og glæsileg aðstaða í Úlfarsárdal verði tilbúin fyrir liðið. Framarar, sem leika í næstefstu deild, taka á móti 2. deildarliði ÍR í kvöld kl. 18 í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hófu leiktíðina í Lengjudeildinni vel um liðna helgi með 3-0 sigri á Leikni Fáskrúðsfirði, og hafa slegið út Álftanes og Hauka í bikarnum. Leikurinn í kvöld fer fram í Safamýri en þar léku Framarar heimaleiki sína í fyrra og aftur í ár. Komist þeir ekki upp úr Lengjudeildinni í haust spila þeir þriðja árið í Safamýri áður en flutt verður upp í Grafarholt fyrir fullt og allt árið 2022. „Þar verðum við með svipaða aðstöðu og er á Hlíðarenda; íþróttahús, og stúku utan á íþróttahúsinu sem snýr að heimavellinum. Stúkan tekur um 1.600-1.700 manns. Þetta ætti að vera heimavöllur Fram að minnsta kosti næstu hundrað árin,“ sagði Daði Guðmundsson, rekstrarstjóri knattspyrnu hjá Fram og leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Erfitt að vera á tveimur stöðum og spila jafnvel í þriðja hverfinu Þó að gervigrasvöllurinn í Safamýri og aðstaðan við hann dugi sem heimavöllur í næstefstu deild stenst hann ekki kröfurnar í efstu deild. Það mun hinn nýi völlur hins vegar svo sannarlega gera. Fram lék um langt árabil á Laugardalsvelli, síðast sumarið 2018, en var þó með völlinn í Úlfarsárdal sem heimavöll árið 2015 eftir að hafa fallið úr efstu deild. Þá var aðstaðan við völlinn þó ekki klár frekar en nú: „Það er búið að bíða eftir þessu í meira en áratug. Það var samið við Reykjavíkurborg 2008 og allt átti að vera klárt 2012, þannig að þetta hefur verið mjög löng bið. Það hefur verið erfitt fyrir félagið að vera svona á tveimur stöðum; endalausar rútuferðir fyrir iðkendur með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Þegar við spiluðum á Laugardalsvelli vorum við svo að spila í þriðja hverfinu. Við gælum við að það myndist meiri stemning og fólk mæti frekar á völlinn þegar við spilum í hverfinu,“ sagði Daði. Víkingar taka smám saman við hverfinu Framarar endurvöktu meistaraflokk kvenna fyrir þetta sumar og leikur liðið í 2. deild, en æfir að hluta í Úlfarsárdal líkt og yngri flokkar. Víkingur, sem er með bækistöðvar í Fossvogi, mun taka við iðkendum í Safamýrarhverfinu og Fram einbeita sér að starfi sínu í Grafarholti. „Sú þróun er hafin, í góðu samstarfi félaganna og borgarinnar. Hugsunin er sú að Víkingarnir komi smám saman inn í hverfið, svo að það gerist ekki bara á einni nóttu að Fram yfirgefi svæðið. Vorið 2022 standa vonir til að hægt verði að spila fótbolta í Úlfarsárdalnum og að um haustið verðum við flutt með allt okkar starf upp eftir. En þetta veltur auðvitað á því að framkvæmdir gangi eftir áætlun,“ sagði Daði.
Íslenski boltinn Fram Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Þrír leikmannahópar fljúga saman í Mjólkurbikarleiki Lið HK, Leiknis Reykjavík og Reynis Sandgerði munu ferðast saman í leiki sína í Mjólkurbikarnum í fótbolta karla. 23. júní 2020 11:30