Hæstiréttur sendir vinnuslys aftur í Landsrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 10:58 Hæstiréttur Íslands Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. Þann 18. janúar 2013 var maðurinn við störf við ofn í álvinnslunni. Við ofninn var skúffa, hluti búnaðar sem kom álgjalli inn í ofninn. Stóð starfsmaðurinn á stigapalli við enda skúffunnar er hann féll niður niður á steinsteypt gólf og úlnliðsbrotnaði. Varanleg örorka hans er metin fimmtán prósent vegna slyssins. Deilt var um hvort starfsmaðurinn ætti rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu álvinnslunnar hjá tryggingarfélaginu Verði. Vildi starfsmaðurinn meina að vanbúnaður á vélinni sem hann vann við er slysið varð hafi valdið slysinu. Vanbúnaðinn mætti rekja til sakar vinnuveitendanda. Héraðsdómur dæmdi starfsmanninum í vil en Landsréttur í óhag Héraðsdómur viðurkenndi skaðabótaskyldu tryggingarfélagsins og álvinnslunnar í málinu árið 2018. Málinu var hins vegar áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði tryggingarfélagið og álvinnsluna. Taldi Landsréttur að ósannað væri að vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Starfsmaðurinn óskaði þá eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sem var veitt, og kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í morgun. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þar sem ekki hafi farið fram rannsókn af hálfu Vinnueftirlitsins eða lögreglu á slysinu hafi Landsrétti borið að kalla til sérfróðan meðdómsmann svo fjalla mætti um málsástæður starfsmannsins um að vanbúnaður á vélinni hafi orsakað slysið. Það lét Landsréttur hins vegar ógert. Lögðu ekki mat á áhrif sérþekkingar meðdómsmannsins Í héraðsdómi var sérfræðingur í vinnuvernd kallaður til sem sérfróður meðdómsmaður en í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af starfsheiti hans að hann hafi haft þá sérkunnáttu sem þurft hafi til að leggja mat á hvort vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Hæstiréttur segir hins vegar að miðað við ferilskrá sérfræðingsins, sem lögð var fyrir Hæstarétt, hafi hann nægjanlega sérkunnáttu á því sviði sem á reyndi í málinu. Landsréttur hafi hins vegar ekki lagt mat á það hvaða áhrif þessi sérþekking meðdómsmannsins hafi haft á niðurstöðu málsins í héraðsdómi. Því hafi Landsréttur ekki dæmt málið á réttum grundvelli. Var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. Þann 18. janúar 2013 var maðurinn við störf við ofn í álvinnslunni. Við ofninn var skúffa, hluti búnaðar sem kom álgjalli inn í ofninn. Stóð starfsmaðurinn á stigapalli við enda skúffunnar er hann féll niður niður á steinsteypt gólf og úlnliðsbrotnaði. Varanleg örorka hans er metin fimmtán prósent vegna slyssins. Deilt var um hvort starfsmaðurinn ætti rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu álvinnslunnar hjá tryggingarfélaginu Verði. Vildi starfsmaðurinn meina að vanbúnaður á vélinni sem hann vann við er slysið varð hafi valdið slysinu. Vanbúnaðinn mætti rekja til sakar vinnuveitendanda. Héraðsdómur dæmdi starfsmanninum í vil en Landsréttur í óhag Héraðsdómur viðurkenndi skaðabótaskyldu tryggingarfélagsins og álvinnslunnar í málinu árið 2018. Málinu var hins vegar áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði tryggingarfélagið og álvinnsluna. Taldi Landsréttur að ósannað væri að vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Starfsmaðurinn óskaði þá eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sem var veitt, og kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í morgun. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þar sem ekki hafi farið fram rannsókn af hálfu Vinnueftirlitsins eða lögreglu á slysinu hafi Landsrétti borið að kalla til sérfróðan meðdómsmann svo fjalla mætti um málsástæður starfsmannsins um að vanbúnaður á vélinni hafi orsakað slysið. Það lét Landsréttur hins vegar ógert. Lögðu ekki mat á áhrif sérþekkingar meðdómsmannsins Í héraðsdómi var sérfræðingur í vinnuvernd kallaður til sem sérfróður meðdómsmaður en í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af starfsheiti hans að hann hafi haft þá sérkunnáttu sem þurft hafi til að leggja mat á hvort vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Hæstiréttur segir hins vegar að miðað við ferilskrá sérfræðingsins, sem lögð var fyrir Hæstarétt, hafi hann nægjanlega sérkunnáttu á því sviði sem á reyndi í málinu. Landsréttur hafi hins vegar ekki lagt mat á það hvaða áhrif þessi sérþekking meðdómsmannsins hafi haft á niðurstöðu málsins í héraðsdómi. Því hafi Landsréttur ekki dæmt málið á réttum grundvelli. Var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.
Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira