Segir af og frá að lögmenn greiði fyrir að vera á lista Afstöðu Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2020 14:02 Guðmundur Ingi segir að stundum sé það svo að sakborningar, sem eigi allt sitt undir því að fá réttláta málsmeðferð, fái úthlutað af hálfu lögreglu verjanda sem sé kannski nýútskrifaður og hafi varla reynslu af öðru en sölu notaðra bíla. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu – Félag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, hafnar því alfarið að það sé svo að lögmenn greiði með óbeinum hætti fyrir að vera á lista lögmanna sem Afstaða mælir sérstaklega með. Guðmundur Ingi skrifaði grein sem hann birti á Vísi á fimmtudag í síðustu viku. Þar gagnrýnir hann harðlega það að það sé tiltölulega þröngur hópur lögmanna, misgóðum, sem lögreglan velji úr til handa sakborningum. Í niðurlagi greinar sinnar vísar svo formaðurinn á lista yfir lögmenn sem Afstaða mælir sérstaklega með. Á þeim lista eru nefnir hátt í þrjátíu lögmenn. Vísi barst ábending um að til þess að komast á þennan lista þyrftu viðkomandi að greiða Afstöðu í formi styrks 70 þúsund krónur. Vísir tók stykkprufu, heyrði í einum lögmanni sem þar er að finna og sá sagði þetta úr vegi. Og það gerir Guðmundur Ingi einnig. Vilja velviljaða lögfræðinga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það reyndar hafa verið svo árið 2017, þegar Afstaða var að byrja á að taka saman slíkan lista að þá hafi svo verið. „Þá báðum við lögmenn um að styrkja okkur. En það þótti ekki við hæfi og við hættum því. Það hefur ekki verið gert síðan. Buðum þeim, hvort þeir væru til í að styrkja okkur, en það tengdist ekki listanum sjálfum.“ Hvernig svo listinn er saman skrúfaður segir Guðmundur Ingi það vera svo að hann og nokkrir í Afstöðu komi saman og fari yfir þau mál. „Flestir fá að vera á listanum sem vilja það en við viljum að lögmennirnir komi til okkar. Að þeir séu hlynntir okkar málsstað og leggi sig fram við að vera á þessum lista líka. Við bættum inn 15 lögmönnum á síðustu dögum. Þetta eru allt lögmenn sem hafa haft samband og við svo sem verið í góðum samskiptum við. Og það eru fleiri lögmenn sem ættu heima á þessum lista. Við hefðum viljað sjá fleiri konur.“ Af hverju? „Bara... Það eru tvær konur á listanum núna. Þær hafa minna verið að sækja í þessi mál held ég. Við heyrum minna um þær. Skjólstæðingar eru flestir sakborninga eru karlkyns, þeir kannski leitað meira til karlkynslögmanna. Í forræðismálum eru kannski konur í meirihluta“ Verið að úthluta tilteknum gæðum Guðmundur lýsir því svo að oft sé það svo að sakborningur sé ekki með nafn á einhverjum lögmanni á reiðum höndum þegar til kastanna kemur og veit þá oft ekkert um hvað hann á að biðja. Sakborningur sem ekki vill sitja fyrir á mynd á leið í réttarsal.visir/vilhelm „Lögreglan hringir þá í þá lögmenn sem þeir þekkja. Það sem er athugavert við þetta er að þetta eru oftast sömu lögmennirnir. Við erum að heyra sömu nöfnin aftur og aftur. Svo eru aðrir lögmenn sem eru að fá mál, sem eru ekki hæfir til að sjá um slík mál.“ Og þarna er þá, eins og einn lögmaður orðaði það við Vísi, um útdeilingu tiltekinna gæða að ræða? „Já. Okkur finnst vanta að við erum með sérþekkingu á þessum málum. Að hún sé til staðar í þeim málum sem um ræðir. Það er ekki. Stundum erum við að sjá nýútskrifaða lögmenn sem hafa þá reynslu að selja notaða bíla. Við erum ekki sáttir við það. Þarna er mikið í húfi fyrir einstaklingar og mikilvægt að þetta sé unnið vel og menn hafi þekkingu og kunnáttu í þessum málum.“ Eitthvað verulega bogið við fyrirkomulagið Guðmundur Ingi segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð frá lögmönnum í kjölfar greinarinnar. Nánast undantekningarlaust góð. En þeir staðfesti allt það sem hann segi, að þarna sé verið af hálfu lögreglu að dæla málum til 2 til 5 lögmenn sem fá flest mál. „Einn lögfræðingur benti mér á, sem fór að kanna hóp þessara svokölluðu já-lögmanna að einn þeirra hafi fengið 12,5 milljónir frá áramótum. Þetta er fyrir utan öll óskráð mál.“ Guðmundur Ingi segir að það sé ekkert kappsmál fyrir Afstöðu að halda úti slíkum lista. „Það er ekki okkar að útvega fólki lögmenn. En við neyðumst til þess. Lögmannafélagið, sem er barn síns tíma en það er skylda að vera í því, er klíka sem mjög margir lögmenn eru ekki ánægðir með. Sakborningar eiga það til að vakna upp við vondan draum og telja að þeir hafi ekki fengið verjanda við hæfi. Og það var Lögmannafélagið sem var mest á móti þessum lista sem við útbjuggum og reyndu ýmislegt til að bregða fyrir okkur fæti með listann. En þetta eru þeir lögmenn sem við vissulega getum mælt með, eru að standa sig vel og svara símanum.“ Um mikla fjármuni að tefla Guðmundur segir að um mikla fjármuni sé að tefla og hann hefur rætt við lögreglumann sem lýsti því fyrir honum að það væri allur gangur á því hvort lögmenn á bakvaktalista væru tilbúnir þegar í þá væri hringt. Og sá listi sé takmarkaður. „Aðalmálið er að lögreglan á ekki að vera í þeirri stöðu að velja lögmann fyrir sakborning. Það er óeðlilegt. Við erum að sjá að fáir lögmenn eru að fá ofboðslega mörg mál og mikla peninga. Það segir það okkur að eitthvað sé að. Við erum ekki að saka lögregluna um eitthvað óeðlilegt heldur fyrirkomulagið býður uppá þetta. Lögmaður fær eitt mál frá lögreglunni. Svo áttar skjólstæðingur sig á því að hann er kannski ekki sá besti, skiptir um lögmann, en hann fær þrátt fyrir það kannski 1,5 milljón bara fyrir að mæta í skýrslutöku.“ Guðmundur Ingi segist vita til þess að sögur sem þessar séu í umferð, það að lögmenn séu með óbeinum hætti að kaupa sig inn á listann með því að styrkja Afstöðu. „En við rukkum ekki lögmenn fyrir að vera á listanum. og þú getur hringt í kvaða lögmann þar og það kemur nei.“ Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu – Félag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, hafnar því alfarið að það sé svo að lögmenn greiði með óbeinum hætti fyrir að vera á lista lögmanna sem Afstaða mælir sérstaklega með. Guðmundur Ingi skrifaði grein sem hann birti á Vísi á fimmtudag í síðustu viku. Þar gagnrýnir hann harðlega það að það sé tiltölulega þröngur hópur lögmanna, misgóðum, sem lögreglan velji úr til handa sakborningum. Í niðurlagi greinar sinnar vísar svo formaðurinn á lista yfir lögmenn sem Afstaða mælir sérstaklega með. Á þeim lista eru nefnir hátt í þrjátíu lögmenn. Vísi barst ábending um að til þess að komast á þennan lista þyrftu viðkomandi að greiða Afstöðu í formi styrks 70 þúsund krónur. Vísir tók stykkprufu, heyrði í einum lögmanni sem þar er að finna og sá sagði þetta úr vegi. Og það gerir Guðmundur Ingi einnig. Vilja velviljaða lögfræðinga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það reyndar hafa verið svo árið 2017, þegar Afstaða var að byrja á að taka saman slíkan lista að þá hafi svo verið. „Þá báðum við lögmenn um að styrkja okkur. En það þótti ekki við hæfi og við hættum því. Það hefur ekki verið gert síðan. Buðum þeim, hvort þeir væru til í að styrkja okkur, en það tengdist ekki listanum sjálfum.“ Hvernig svo listinn er saman skrúfaður segir Guðmundur Ingi það vera svo að hann og nokkrir í Afstöðu komi saman og fari yfir þau mál. „Flestir fá að vera á listanum sem vilja það en við viljum að lögmennirnir komi til okkar. Að þeir séu hlynntir okkar málsstað og leggi sig fram við að vera á þessum lista líka. Við bættum inn 15 lögmönnum á síðustu dögum. Þetta eru allt lögmenn sem hafa haft samband og við svo sem verið í góðum samskiptum við. Og það eru fleiri lögmenn sem ættu heima á þessum lista. Við hefðum viljað sjá fleiri konur.“ Af hverju? „Bara... Það eru tvær konur á listanum núna. Þær hafa minna verið að sækja í þessi mál held ég. Við heyrum minna um þær. Skjólstæðingar eru flestir sakborninga eru karlkyns, þeir kannski leitað meira til karlkynslögmanna. Í forræðismálum eru kannski konur í meirihluta“ Verið að úthluta tilteknum gæðum Guðmundur lýsir því svo að oft sé það svo að sakborningur sé ekki með nafn á einhverjum lögmanni á reiðum höndum þegar til kastanna kemur og veit þá oft ekkert um hvað hann á að biðja. Sakborningur sem ekki vill sitja fyrir á mynd á leið í réttarsal.visir/vilhelm „Lögreglan hringir þá í þá lögmenn sem þeir þekkja. Það sem er athugavert við þetta er að þetta eru oftast sömu lögmennirnir. Við erum að heyra sömu nöfnin aftur og aftur. Svo eru aðrir lögmenn sem eru að fá mál, sem eru ekki hæfir til að sjá um slík mál.“ Og þarna er þá, eins og einn lögmaður orðaði það við Vísi, um útdeilingu tiltekinna gæða að ræða? „Já. Okkur finnst vanta að við erum með sérþekkingu á þessum málum. Að hún sé til staðar í þeim málum sem um ræðir. Það er ekki. Stundum erum við að sjá nýútskrifaða lögmenn sem hafa þá reynslu að selja notaða bíla. Við erum ekki sáttir við það. Þarna er mikið í húfi fyrir einstaklingar og mikilvægt að þetta sé unnið vel og menn hafi þekkingu og kunnáttu í þessum málum.“ Eitthvað verulega bogið við fyrirkomulagið Guðmundur Ingi segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð frá lögmönnum í kjölfar greinarinnar. Nánast undantekningarlaust góð. En þeir staðfesti allt það sem hann segi, að þarna sé verið af hálfu lögreglu að dæla málum til 2 til 5 lögmenn sem fá flest mál. „Einn lögfræðingur benti mér á, sem fór að kanna hóp þessara svokölluðu já-lögmanna að einn þeirra hafi fengið 12,5 milljónir frá áramótum. Þetta er fyrir utan öll óskráð mál.“ Guðmundur Ingi segir að það sé ekkert kappsmál fyrir Afstöðu að halda úti slíkum lista. „Það er ekki okkar að útvega fólki lögmenn. En við neyðumst til þess. Lögmannafélagið, sem er barn síns tíma en það er skylda að vera í því, er klíka sem mjög margir lögmenn eru ekki ánægðir með. Sakborningar eiga það til að vakna upp við vondan draum og telja að þeir hafi ekki fengið verjanda við hæfi. Og það var Lögmannafélagið sem var mest á móti þessum lista sem við útbjuggum og reyndu ýmislegt til að bregða fyrir okkur fæti með listann. En þetta eru þeir lögmenn sem við vissulega getum mælt með, eru að standa sig vel og svara símanum.“ Um mikla fjármuni að tefla Guðmundur segir að um mikla fjármuni sé að tefla og hann hefur rætt við lögreglumann sem lýsti því fyrir honum að það væri allur gangur á því hvort lögmenn á bakvaktalista væru tilbúnir þegar í þá væri hringt. Og sá listi sé takmarkaður. „Aðalmálið er að lögreglan á ekki að vera í þeirri stöðu að velja lögmann fyrir sakborning. Það er óeðlilegt. Við erum að sjá að fáir lögmenn eru að fá ofboðslega mörg mál og mikla peninga. Það segir það okkur að eitthvað sé að. Við erum ekki að saka lögregluna um eitthvað óeðlilegt heldur fyrirkomulagið býður uppá þetta. Lögmaður fær eitt mál frá lögreglunni. Svo áttar skjólstæðingur sig á því að hann er kannski ekki sá besti, skiptir um lögmann, en hann fær þrátt fyrir það kannski 1,5 milljón bara fyrir að mæta í skýrslutöku.“ Guðmundur Ingi segist vita til þess að sögur sem þessar séu í umferð, það að lögmenn séu með óbeinum hætti að kaupa sig inn á listann með því að styrkja Afstöðu. „En við rukkum ekki lögmenn fyrir að vera á listanum. og þú getur hringt í kvaða lögmann þar og það kemur nei.“
Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira