Ótrúlegur Jón Dagur fékk 10 í einkunn | „Besti leikurinn á ferlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 07:30 Jón Dagur átti leik lífs síns í gær. Vísir/Århus Stiftstidende Ótrúleg frammistaða íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar skilaði honum 10 í einkunn hjá danska vefmiðlinum Århus Stiftstidende í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í ótrúlegum 4-3 útisigri AGF á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Dagur upp sigurmark AGF þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Godmorgen #aarhus. Så' der højdepunkter klar - og mangler du sukker til morgenkaffen, så får her du lige Grønbæks aflevering til Jon ved vores sejrsmål i #fcmagf to gange Alle mål på AGF TV #ksdh https://t.co/venv3QCxzl pic.twitter.com/0ZYVdPOCMp— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 Jón Dagur fékk eðlilega mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum enda ekki oft sem menn skora þrennu og hvað þá þegar þeir spila ekki sem framherjar. Lék Jón Dagur á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi AGF. Á meðan Jón Dagur fékk 10 í einkunn þá voru samherjar hans með á bilinu fjóra til sjö. Jón Dagur var því ekki aðeins besti leikmaður AGF á vellinum í gær, hann var langbesti maðurinn á vellinum. „Það er óhætt að segja að þetta sé minn besti leikur á ferlinum. Annars hefði ég átt að skora fjögur mörk í leiknum, hélt eitt augnablik að ég hefði skorað úr aukaspyrnu,“ sagði Jón Dagur við Århus Stiftstidende eftir leik. „Sigurinn skiptir okkur miklu máli og við sýndum hvað í okkur býr. Við erum með frábæran hóp og sýndum að við gætum unnið alla,“ sagði hann einnig. Mikael Anderson, samherji Jóns í íslenska U21 árs landsliðinu, var fjarri góðu gamni í leiknum en hann hefur spilað stórt hlutverk í liði Midtjylland á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Jón Dagur lék með enska liðinu Fulham áður en hann flutti sig um set til Danmörkur. Hann hefur verið fyrirliði U-21 árs lið Íslands undanfarin ár og á alls 39 leiki fyrir yngri landslið Íslands ásamt þremur A-landsleikjum. Þeir verða eflaust fleiri þegar fram líða stundir. AGF er í góðum málum er varðar möguleika á Evrópusæti en liðið er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig. Þó töluvert á eftir FC Kaupmannahöfn sem situr í öðru sæti með 61 stig en nokkuð á undan liðunum í fjórða og fimmta sæti. Það eru Nordsjælland og Bröndby, bæði með 45 stig. Midtjylland trónir svo á toppi deildarinnar með 69 stig. Það má til gamans geta að það eru Íslendingar á mála hjá fjórum efstu liðum dönsku úrvalsdeildarinnar en ásamt þeim Jón Degi og Mikael eru varnarmennirnir Ragnar Sigurðsson í FC Kaupmannahöfn og Hjörtur Hermannsson í Bröndby. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12 Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Ótrúleg frammistaða íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar skilaði honum 10 í einkunn hjá danska vefmiðlinum Århus Stiftstidende í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í ótrúlegum 4-3 útisigri AGF á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Dagur upp sigurmark AGF þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Godmorgen #aarhus. Så' der højdepunkter klar - og mangler du sukker til morgenkaffen, så får her du lige Grønbæks aflevering til Jon ved vores sejrsmål i #fcmagf to gange Alle mål på AGF TV #ksdh https://t.co/venv3QCxzl pic.twitter.com/0ZYVdPOCMp— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 Jón Dagur fékk eðlilega mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum enda ekki oft sem menn skora þrennu og hvað þá þegar þeir spila ekki sem framherjar. Lék Jón Dagur á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi AGF. Á meðan Jón Dagur fékk 10 í einkunn þá voru samherjar hans með á bilinu fjóra til sjö. Jón Dagur var því ekki aðeins besti leikmaður AGF á vellinum í gær, hann var langbesti maðurinn á vellinum. „Það er óhætt að segja að þetta sé minn besti leikur á ferlinum. Annars hefði ég átt að skora fjögur mörk í leiknum, hélt eitt augnablik að ég hefði skorað úr aukaspyrnu,“ sagði Jón Dagur við Århus Stiftstidende eftir leik. „Sigurinn skiptir okkur miklu máli og við sýndum hvað í okkur býr. Við erum með frábæran hóp og sýndum að við gætum unnið alla,“ sagði hann einnig. Mikael Anderson, samherji Jóns í íslenska U21 árs landsliðinu, var fjarri góðu gamni í leiknum en hann hefur spilað stórt hlutverk í liði Midtjylland á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Jón Dagur lék með enska liðinu Fulham áður en hann flutti sig um set til Danmörkur. Hann hefur verið fyrirliði U-21 árs lið Íslands undanfarin ár og á alls 39 leiki fyrir yngri landslið Íslands ásamt þremur A-landsleikjum. Þeir verða eflaust fleiri þegar fram líða stundir. AGF er í góðum málum er varðar möguleika á Evrópusæti en liðið er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig. Þó töluvert á eftir FC Kaupmannahöfn sem situr í öðru sæti með 61 stig en nokkuð á undan liðunum í fjórða og fimmta sæti. Það eru Nordsjælland og Bröndby, bæði með 45 stig. Midtjylland trónir svo á toppi deildarinnar með 69 stig. Það má til gamans geta að það eru Íslendingar á mála hjá fjórum efstu liðum dönsku úrvalsdeildarinnar en ásamt þeim Jón Degi og Mikael eru varnarmennirnir Ragnar Sigurðsson í FC Kaupmannahöfn og Hjörtur Hermannsson í Bröndby.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12 Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12
Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00