Gamli tíminn og nýi tíminn Olga Kristrún Ingólfsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir skrifa 21. júní 2020 17:31 Þann 30. júní næstkomandi verður haldinn aðalfundur SÁÁ þar sem verður kosinn nýr formaður samtakanna. Leiðinlegt er að sjá hvernig mótframbjóðandi Þórarins Tyrfingssonar hefur komið með ómálefnalega rök ásamt því að lýsa því yfir að hann standi með nýja tímanum en Þórarinn með þeim gamla og ekki sé hægt að lifa á forni frægð. Það hefur verið okkur hugleikið að átta okkur á þessari yfirlýsingu og hvernig er hægt að nota þessi orð til einföldunar á mjög mikilvægu málefni. Helst teljum við að mótframbjóðanda Þórarins skorti skilning og innsæi í mikilvægi reynslu og þekkingar á því hvaðan við erum að koma og hvert við stefnum. SÁÁ eru almannaheillasamtök sem standa vörð um sjúklinga og aðstandendur þeirra og voru stofnuð fyrir 42 árum síðan. Meðferðin hefur verið í stöðugri framþróun allan tímann. Samtökin hafa haft mikinn metnað varðandi faglega stjórnun meðferðarstarfsins með áherslu á að fíknisjúkdómur er meðhöndlanlegur sem þarf sérhæfða meðhöndlun. Áfengisráðgjafar eru starfsstéttin sem er uppistaðan í meðferðinni og eru sérmenntaðir í ráðgjöf sem ekki hefur verið kennd í almennum menntastofnunum. Þessa aðferð fluttu frumkvöðlar SÁÁ inn í landið og það hefur tekist að halda þessari leið allar götur síðan vegna þess að það virkar. Tengsl við sjálfshjálparsamtök eru gífurlega mikilvæg og má mæla umfang þeirra á Íslandi í þessu samhengi sem er rosalega mikið og margfaldaðist með tilkomu starfsemi SÁÁ strax í upphafi. SÁÁ félagar með hjartað á réttum stað skilja þetta. Kannski er aðeins farið að fenna yfir hvernig staðan var í meðferðarmálum alkóhólista/fíknisjúkra fyrir stofnun samtakanna. Að okkar mati þarf að staldra við núna og færa skilning eldri kynslóðar yfir til þeirrar yngri um hver sagan er að baki því mikla starfi sem SÁÁ hefur staðið að. Það er nefnilega hætta á að hratt fjari undan og hnignun verði á starfinu ef farið er inn á þá braut að aðrir aðilar en SÁÁ komi að stjórn meðferðarstarfsins eins og hávær hópur starfsfólks og stjórnarmanna hefur viljað. Þar er átt við að starfsemin færist undir fagstjórn af hálfu ríkisins vegna átaka innan samtakanna. Þá hefur mótframbjóðandi Þórarins og hans stuðningsfólk meðal annars verið með staðhæfingar á þann veg að starfsmannavelta hafi aldrei verið jafn lág og að mikil framþróun hafi átt sér stað í meðferðastarfinu sem og ráðgjafanáminu hjá SÁÁ. Engin gögn liggja þar að baki. Undirritaðar sitja í framkvæmdastjórn SÁÁ og hefur framkvæmdastjórn sóst eftir því að fá afhend gögn um fræðsluerindi sem haldin hafa verið í kennslu ráðgjafanema síðastliðið ár, yfirlit yfir kennsluáætlun ráðgjafanámsins ásamt heildarstöðugildi sálfræðinga og hve margir af þeim starfa við barnaþjónustuna og hversu mörg viðtöl hver sálfræðingur tekur á viku. Þetta eru mikilvægar upplýsingar til að geta þrýst á mikilvægi þess að fá þjónustusamning við sjúkratryggingar sem og að átta okkur á mikilvægi þjónustunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur okkur ekki verið færðar þessar beiðnir. Við viljum hvetja félagsmenn SÁÁ að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður á hótel Nordica 30 júní kl 17.00 og standa vörð um hagsmuni SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Þann 30. júní næstkomandi verður haldinn aðalfundur SÁÁ þar sem verður kosinn nýr formaður samtakanna. Leiðinlegt er að sjá hvernig mótframbjóðandi Þórarins Tyrfingssonar hefur komið með ómálefnalega rök ásamt því að lýsa því yfir að hann standi með nýja tímanum en Þórarinn með þeim gamla og ekki sé hægt að lifa á forni frægð. Það hefur verið okkur hugleikið að átta okkur á þessari yfirlýsingu og hvernig er hægt að nota þessi orð til einföldunar á mjög mikilvægu málefni. Helst teljum við að mótframbjóðanda Þórarins skorti skilning og innsæi í mikilvægi reynslu og þekkingar á því hvaðan við erum að koma og hvert við stefnum. SÁÁ eru almannaheillasamtök sem standa vörð um sjúklinga og aðstandendur þeirra og voru stofnuð fyrir 42 árum síðan. Meðferðin hefur verið í stöðugri framþróun allan tímann. Samtökin hafa haft mikinn metnað varðandi faglega stjórnun meðferðarstarfsins með áherslu á að fíknisjúkdómur er meðhöndlanlegur sem þarf sérhæfða meðhöndlun. Áfengisráðgjafar eru starfsstéttin sem er uppistaðan í meðferðinni og eru sérmenntaðir í ráðgjöf sem ekki hefur verið kennd í almennum menntastofnunum. Þessa aðferð fluttu frumkvöðlar SÁÁ inn í landið og það hefur tekist að halda þessari leið allar götur síðan vegna þess að það virkar. Tengsl við sjálfshjálparsamtök eru gífurlega mikilvæg og má mæla umfang þeirra á Íslandi í þessu samhengi sem er rosalega mikið og margfaldaðist með tilkomu starfsemi SÁÁ strax í upphafi. SÁÁ félagar með hjartað á réttum stað skilja þetta. Kannski er aðeins farið að fenna yfir hvernig staðan var í meðferðarmálum alkóhólista/fíknisjúkra fyrir stofnun samtakanna. Að okkar mati þarf að staldra við núna og færa skilning eldri kynslóðar yfir til þeirrar yngri um hver sagan er að baki því mikla starfi sem SÁÁ hefur staðið að. Það er nefnilega hætta á að hratt fjari undan og hnignun verði á starfinu ef farið er inn á þá braut að aðrir aðilar en SÁÁ komi að stjórn meðferðarstarfsins eins og hávær hópur starfsfólks og stjórnarmanna hefur viljað. Þar er átt við að starfsemin færist undir fagstjórn af hálfu ríkisins vegna átaka innan samtakanna. Þá hefur mótframbjóðandi Þórarins og hans stuðningsfólk meðal annars verið með staðhæfingar á þann veg að starfsmannavelta hafi aldrei verið jafn lág og að mikil framþróun hafi átt sér stað í meðferðastarfinu sem og ráðgjafanáminu hjá SÁÁ. Engin gögn liggja þar að baki. Undirritaðar sitja í framkvæmdastjórn SÁÁ og hefur framkvæmdastjórn sóst eftir því að fá afhend gögn um fræðsluerindi sem haldin hafa verið í kennslu ráðgjafanema síðastliðið ár, yfirlit yfir kennsluáætlun ráðgjafanámsins ásamt heildarstöðugildi sálfræðinga og hve margir af þeim starfa við barnaþjónustuna og hversu mörg viðtöl hver sálfræðingur tekur á viku. Þetta eru mikilvægar upplýsingar til að geta þrýst á mikilvægi þess að fá þjónustusamning við sjúkratryggingar sem og að átta okkur á mikilvægi þjónustunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur okkur ekki verið færðar þessar beiðnir. Við viljum hvetja félagsmenn SÁÁ að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður á hótel Nordica 30 júní kl 17.00 og standa vörð um hagsmuni SÁÁ.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun