Erlent

Sádi-Arabía ver rúmum 550 milljörðum króna í þróun ferðaþjónustu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Allir helstu innviðir ferðaþjónustu eru til staðar en það sem vantar eru ferðamennirnir sjálfir.
Allir helstu innviðir ferðaþjónustu eru til staðar en það sem vantar eru ferðamennirnir sjálfir. EPA/YAHYA ARHAB

Sádi-Arabía ætlar að stofna þróunarsjóð fyrir ferðaþjónustu í landinu. Grunnfjárfestingin verða fjórar milljarðar dollara, sem samsvara um 554 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt tilkynningu frá ferðamálaráðuneytinu sem gefin var út í dag, sunnudag.

Ferðamálaþróunarsjóðurinn er hluti af miklu átaki hjá yfirvöldum í Sádi-Arabíu til að auka og bæta ferðaþjónustu í landinu. Átakið fór af stað í fyrra og er markmiðið að landið verði vinsælasta ferðamannaland heims árið 2030.

Allir innviðir eru þegar til staðar, glæsileg hótel, ævintýragarðar, menningarverðmæti, gott veður og strendur. Stífa og afturhaldssamar reglur, ófriðsamleg landamæri og mannréttindabrot hafa þó fælt ferðamenn frá því að ferðast til landsins. Liðkað hefur verið fyrir ýmsar afturhaldssamar reglur í landinu.

Konur mega nú gista einar á hótelherbergjum og ógift erlend pör mega það einnig. Þá mega konur og börn ganga inn og út um sömu innganga og karlar og nú má ekki lengur dæma börn til dauða fyrir lögbrot. Konur mega einnig ferðast einar síns liðs án þess að þurfa skriflegt leyfi eiginmanns eða karlkyns ættingja og þær mega einnig keyra bíl sjálfar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×