Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2020 20:57 Rúnar var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld en hrósaði HK fyrir góðan leik. Vísir Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna sem töpuðu 0-3 á heimavelli fyrir HK í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Hann hrósaði þó gestunum fyrir frábæran leik og sagði sigur þeirra verðskuldaðan. „Mjög margt sem fer úrskeiðis. Við spilum ekki alveg nægilega hraðan leik í fyrri hálfleik og ég vonaðist til að við kæmust inn í hálfleikinn í 0-0. Þeir skora svo nánast á síðustu mínútunni sem er ekki góð staða því HK er vel skipulagt lið með mikinn hraða og góðar skyndisóknir. Þeir verjast vel, það er erfitt að brjóta þá á bak aftur og okkur tókst það ekki í dag,“ sagði Rúnar um hvað hefði farið úrskeiðir hjá KR í dag. Hann hélt svo áfram. „Þeir hentu sér fyrir allt, fórnuðu lífi sínu í þetta, vörðust vel og gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Nýttu sín tækifæri og unnu þennan leik sanngjarnt.“ „Nei nei ekkert sérstakt. Við þurfum að vera flinkari að leysa þessar stöður sem við fáum í fyrri hálfleik. Við finnum ekki réttu sendinguna, finnum ekki réttu fyrirgjafirnar og klárum ekki færin sem við fáum. Eins og ég sagði þá hentu þeir sér fyrir alla bolta, bjarga á línu og svo fáum við eitt í andlitið rétt fyrir hálfleik sem er ekki gott því þá geta þeir farið aðeins meira í skotgrafirnar og varið sitt mark. Tala nú ekki um þegar þeir komast í sínar skyndisóknir sem þeir eru mjög góðir í,“ sagði Rúnar aðspurður út í hvað veldur að HK hafi nú skorað níu mörk í þremur leikjum gegn KR. Þá verður undirritaður að viðurkenna að hann gleymdi alveg hver síðasta spurningin átti að vera og úr varð styttra viðtal en ella. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna sem töpuðu 0-3 á heimavelli fyrir HK í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Hann hrósaði þó gestunum fyrir frábæran leik og sagði sigur þeirra verðskuldaðan. „Mjög margt sem fer úrskeiðis. Við spilum ekki alveg nægilega hraðan leik í fyrri hálfleik og ég vonaðist til að við kæmust inn í hálfleikinn í 0-0. Þeir skora svo nánast á síðustu mínútunni sem er ekki góð staða því HK er vel skipulagt lið með mikinn hraða og góðar skyndisóknir. Þeir verjast vel, það er erfitt að brjóta þá á bak aftur og okkur tókst það ekki í dag,“ sagði Rúnar um hvað hefði farið úrskeiðir hjá KR í dag. Hann hélt svo áfram. „Þeir hentu sér fyrir allt, fórnuðu lífi sínu í þetta, vörðust vel og gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Nýttu sín tækifæri og unnu þennan leik sanngjarnt.“ „Nei nei ekkert sérstakt. Við þurfum að vera flinkari að leysa þessar stöður sem við fáum í fyrri hálfleik. Við finnum ekki réttu sendinguna, finnum ekki réttu fyrirgjafirnar og klárum ekki færin sem við fáum. Eins og ég sagði þá hentu þeir sér fyrir alla bolta, bjarga á línu og svo fáum við eitt í andlitið rétt fyrir hálfleik sem er ekki gott því þá geta þeir farið aðeins meira í skotgrafirnar og varið sitt mark. Tala nú ekki um þegar þeir komast í sínar skyndisóknir sem þeir eru mjög góðir í,“ sagði Rúnar aðspurður út í hvað veldur að HK hafi nú skorað níu mörk í þremur leikjum gegn KR. Þá verður undirritaður að viðurkenna að hann gleymdi alveg hver síðasta spurningin átti að vera og úr varð styttra viðtal en ella.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45