Bolton fær að gefa út bókina um tíma sinn með Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 16:14 John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna hyggst gefa út bók um tíma sinn við hlið Trump í næstu viku. Getty/Melissa Sue Gerrits Alríkisdómari skar úr um það í dag að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fái leyfi til að gefa út bók sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku en Bolton hefur verið sakaður af Hvíta húsinu um að hún innihaldi leynilegar upplýsingar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Bolton fyrr í vikunni vegna bókarinnar. Ráðuneytið hélt því fram að Bolton hafi brotið þagnarsamkomulag við ríkisstjórnina með því að skrifa bókina. Ákvörðun Royce Lamberth, alríkisdómara, er stór sigur fyrir Bolton og var deilt um hvort skrif bókarinnar væri brot á fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og brot á öryggi ríkisins. Dómarinn gerði það þó ljóst að hann hefði áhyggjur af því að ákvörðun Bolton um að skrifa bókina hefði getað stefnt þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu með því að taka einhliða ákvörðun um útgáfu bókarinnar án þess að ræða það við Hvíta húsið. Hvíta húsið fór fram á að útgáfa bókarinnar yrði stöðvuð þar til veitt væri skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá var þess krafist að öll eintök sem þegar höfðu verið afhent utanaðkomandi aðilum yrðu sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar færi í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur hefur þvertekið fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. ....Bolton broke the law and has been called out and rebuked for so doing, with a really big price to pay. He likes dropping bombs on people, and killing them. Now he will have bombs dropped on him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 20, 2020 Stuttu eftir að úrskurður dómarans var birtur tísti Trump að Bolton hafi brotið lög með því að birta leynilegar upplýsingar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Alríkisdómari skar úr um það í dag að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fái leyfi til að gefa út bók sem hann hefur skrifað. Til stendur að gefa út bókina seinna í næstu viku en Bolton hefur verið sakaður af Hvíta húsinu um að hún innihaldi leynilegar upplýsingar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Bolton fyrr í vikunni vegna bókarinnar. Ráðuneytið hélt því fram að Bolton hafi brotið þagnarsamkomulag við ríkisstjórnina með því að skrifa bókina. Ákvörðun Royce Lamberth, alríkisdómara, er stór sigur fyrir Bolton og var deilt um hvort skrif bókarinnar væri brot á fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og brot á öryggi ríkisins. Dómarinn gerði það þó ljóst að hann hefði áhyggjur af því að ákvörðun Bolton um að skrifa bókina hefði getað stefnt þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu með því að taka einhliða ákvörðun um útgáfu bókarinnar án þess að ræða það við Hvíta húsið. Hvíta húsið fór fram á að útgáfa bókarinnar yrði stöðvuð þar til veitt væri skriflegt leyfi fyrir útgáfu hennar. Þá var þess krafist að öll eintök sem þegar höfðu verið afhent utanaðkomandi aðilum yrðu sótt og að allur hagnaður Bolton vegna bókarinnar færi í sérstakan sjóð um tíma. Bolton sjálfur hefur þvertekið fyrir að bókin innihaldi leynilegar upplýsingar. Þegar hefur komið fram að í bókinni haldi Bolton því fram að nánast allar ákvarðanir Trump hafi tekið mið af endurkjöri hans en ekki hag Bandaríkjanna. Hann neitaði þó að ræða við þingmenn þegar leitast var eftir því í tengslum við embættisákæruna gegn Trump. ....Bolton broke the law and has been called out and rebuked for so doing, with a really big price to pay. He likes dropping bombs on people, and killing them. Now he will have bombs dropped on him!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 20, 2020 Stuttu eftir að úrskurður dómarans var birtur tísti Trump að Bolton hafi brotið lög með því að birta leynilegar upplýsingar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21 Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Gera tilraun til að stöðva útgáfu bókar Bolton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins, vegna bókar sem hann hefur skrifað. 16. júní 2020 23:21
Bolton: Framferði Trump gegn Úkraínu dæmigert fyrir utanríkisstefnu hans Endurkjör sem var eini grundvöllur flestra ákvarðana Donalds Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þegar þær stefndu þjóðinni í hættu eða veiktu hana, að mati Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 12. júní 2020 19:43
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna