Hundruð starfa vegna milljarða króna framkvæmda á varnarsvæðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júní 2020 19:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir brýnt að viðhalda mannvirkjum, sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. Vísir/EPA Framkvæmdir fyrir rúmlega tuttugu og einn milljarð króna standa nú yfir eða eru í undirbúningi á varnarsvæðinu í Keflavík. Framkvæmdirnar eru að mestu fjármagnaðar af Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum en áætlað er að þeim ljúki árið 2023. Framlag Íslands er tæpur einn og hálfur milljarður. Utanríkisráðherra segir lítið viðhald hafa verið á þeim 140 varnartengdu mannvirkjum landsins undanfarna áratugi. Um sé að ræða uppsafnaða viðhaldsþörf. „Ávinningur Íslendinga er fyrst og fremst sá að við erum að tryggja öryggi og varnir landsins. Það er vandséð að við gætum gert það án þess að vera í samvinnu við aðra aðila,“ segir Guðlaugur Þór. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum og endurbótum á flugskýli 831, viðhaldi og endurbótum á flugbrautum, -hlöðum, akstursbrautum og ljósakerfi. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi vegna kórónuveirufaraldursins og segir ráðherra heppilegt að farið sé í framkvæmdirnar núna, enda skapi þær hundruð starfa. Aðalmálið sé þó að viðhalda þessum mannvirkjum sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. „Við kannski áttum okkur ekki á því að margt af því sem við nýtum hér á Íslandi, ljósleiðarinn til dæmis, hafnir, flugbrautir og margt fleira, er nokkuð sem hefur verið byggt upp í tengslum við og fjármagnað af Atlantshafsbandalaginu og út af tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin,“ bætir ráðherra við. Framkvæmdirnar voru ræddar á þingi í gær, þar sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fjölmörg verkefni brýnni en að auka útgjöld til vígbúnaðar. „Reynsla Suðurnesja og fleiri byggðarlaga á Íslandi af því að treysta á erlendan her sem vinnuveitanda er vægast sagt blendin. Herinn fór þegar honum sýndist og skildi eftir byggðarlög í sárum. Þar á meðal mína gömlu heimabyggð þegar herinn hvarf fyrirvaralaust af Heiðarfjalli og lagði niður stóran vinnustað.“ NATO Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Framkvæmdir fyrir rúmlega tuttugu og einn milljarð króna standa nú yfir eða eru í undirbúningi á varnarsvæðinu í Keflavík. Framkvæmdirnar eru að mestu fjármagnaðar af Atlantshafsbandalaginu og Bandaríkjunum en áætlað er að þeim ljúki árið 2023. Framlag Íslands er tæpur einn og hálfur milljarður. Utanríkisráðherra segir lítið viðhald hafa verið á þeim 140 varnartengdu mannvirkjum landsins undanfarna áratugi. Um sé að ræða uppsafnaða viðhaldsþörf. „Ávinningur Íslendinga er fyrst og fremst sá að við erum að tryggja öryggi og varnir landsins. Það er vandséð að við gætum gert það án þess að vera í samvinnu við aðra aðila,“ segir Guðlaugur Þór. Framkvæmdirnar felast meðal annars í breytingum og endurbótum á flugskýli 831, viðhaldi og endurbótum á flugbrautum, -hlöðum, akstursbrautum og ljósakerfi. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi vegna kórónuveirufaraldursins og segir ráðherra heppilegt að farið sé í framkvæmdirnar núna, enda skapi þær hundruð starfa. Aðalmálið sé þó að viðhalda þessum mannvirkjum sem þjóna líka borgaralegum tilgangi. „Við kannski áttum okkur ekki á því að margt af því sem við nýtum hér á Íslandi, ljósleiðarinn til dæmis, hafnir, flugbrautir og margt fleira, er nokkuð sem hefur verið byggt upp í tengslum við og fjármagnað af Atlantshafsbandalaginu og út af tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin,“ bætir ráðherra við. Framkvæmdirnar voru ræddar á þingi í gær, þar sem Steingrímur J. Sigfússon sagði fjölmörg verkefni brýnni en að auka útgjöld til vígbúnaðar. „Reynsla Suðurnesja og fleiri byggðarlaga á Íslandi af því að treysta á erlendan her sem vinnuveitanda er vægast sagt blendin. Herinn fór þegar honum sýndist og skildi eftir byggðarlög í sárum. Þar á meðal mína gömlu heimabyggð þegar herinn hvarf fyrirvaralaust af Heiðarfjalli og lagði niður stóran vinnustað.“
NATO Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira