Leggur skóna tímabundið á hilluna til að berjast fyrir réttlæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 17:00 Montgomery mun ekki fara á vítalínuna á næstunni þar sem hún hefur lagt skóna tímabundið á hilluna. Rich von Biberstein/Getty Images Hin 33 ára gamla Renee Montgomery mun ekki taka þátt í WNBA-deildinni í körfubolta í ár. Mun hún beita sér fyrir réttlæti í Bandaríkjunum í staðinn. Óeirðir og mótmæli undanfarnar vikur í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd eru helsta ástæða þess að Montgomery hefur ákveðið að láta að sér kveðja utan vallar frekar en innan. BBC greinir frá. Montgomery, sem leikur nú með Atlanta Dreams, hefur tvívegis orðið WNBA-meistari með Minnesota Lynx, árin 2015 og 2017. Nú hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna – tímabundið allavega – og sinna málefnum sem hún telur mikilvægari en körfubolta. The work everyone s been talking about? This is the work. And I m ready for it. When the W comes back, @itsreneem_ won t be there.https://t.co/npeSrwjbc6— The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 18, 2020 „Þetta snýst um meira en körfubolta. Hjarta mitt er annarsstaðar en á vellinum,“ sagði Lynx í viðtalinu við BBC. Eitt af hennar helstu málefnum eru kosningar í Atalanta-ríki. Hefur borið á kvörtunum vegna kosningakerfisins, þá aðallega í hverfum sem eru skipuð svörtu fólki. Montgomery vill aðstoða fólk sem vill nýta kosningarétt sinn en hefur ekki fengið tækifæri til þess. Stofnaði hún góðgerðarsamtök undir lok síðasta árs. „Ég vill láta gott af mér leiða og vonandi næ ég að koma á jákvæðum breytingum,“ sagði Montgomery um stofnun samtakanna. „Að missa öryggið sem körfuboltinn veitir mér er mjög ógnvekjandi. Ég trúi því samt að hvað sem gerist þá sé þetta rétt ákvörðun,“ sagði Montgomery að lokum. I spoke with Renee Montgomery (@itsreneem_) this morning to talk about her decision to sit out the upcoming WNBA season. Everyone has been saying that you can t fix systemic racism overnight. But I can pour gasoline on this social justice reform."https://t.co/NziSPRLYpX— Chris Kirschner (@ChrisKirschner) June 18, 2020 Bæði þjálfari og framkvæmdastjóri Atlanta Dreams styðja við bakið á leikmanninum. „Ég er mjög stolt af Montgomery og ástríðu hennar fyrir stofnuninni sinni, hennar starfi í samfélaginu og möguleikum hennar til að styðja við Black Lives Matter hreyfinguna,“ sagði Nicki Collen, þjálfari liðsins. „Við styðjum við bakið á starfi Renee utan vallar og vitum að hún getur komið á breytingum í Atlanta sem og víðar í heiminum,“ sagði Chris Sienko, framkvæmdastjóri félagsins. Körfubolti NBA Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Hin 33 ára gamla Renee Montgomery mun ekki taka þátt í WNBA-deildinni í körfubolta í ár. Mun hún beita sér fyrir réttlæti í Bandaríkjunum í staðinn. Óeirðir og mótmæli undanfarnar vikur í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd eru helsta ástæða þess að Montgomery hefur ákveðið að láta að sér kveðja utan vallar frekar en innan. BBC greinir frá. Montgomery, sem leikur nú með Atlanta Dreams, hefur tvívegis orðið WNBA-meistari með Minnesota Lynx, árin 2015 og 2017. Nú hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna – tímabundið allavega – og sinna málefnum sem hún telur mikilvægari en körfubolta. The work everyone s been talking about? This is the work. And I m ready for it. When the W comes back, @itsreneem_ won t be there.https://t.co/npeSrwjbc6— The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 18, 2020 „Þetta snýst um meira en körfubolta. Hjarta mitt er annarsstaðar en á vellinum,“ sagði Lynx í viðtalinu við BBC. Eitt af hennar helstu málefnum eru kosningar í Atalanta-ríki. Hefur borið á kvörtunum vegna kosningakerfisins, þá aðallega í hverfum sem eru skipuð svörtu fólki. Montgomery vill aðstoða fólk sem vill nýta kosningarétt sinn en hefur ekki fengið tækifæri til þess. Stofnaði hún góðgerðarsamtök undir lok síðasta árs. „Ég vill láta gott af mér leiða og vonandi næ ég að koma á jákvæðum breytingum,“ sagði Montgomery um stofnun samtakanna. „Að missa öryggið sem körfuboltinn veitir mér er mjög ógnvekjandi. Ég trúi því samt að hvað sem gerist þá sé þetta rétt ákvörðun,“ sagði Montgomery að lokum. I spoke with Renee Montgomery (@itsreneem_) this morning to talk about her decision to sit out the upcoming WNBA season. Everyone has been saying that you can t fix systemic racism overnight. But I can pour gasoline on this social justice reform."https://t.co/NziSPRLYpX— Chris Kirschner (@ChrisKirschner) June 18, 2020 Bæði þjálfari og framkvæmdastjóri Atlanta Dreams styðja við bakið á leikmanninum. „Ég er mjög stolt af Montgomery og ástríðu hennar fyrir stofnuninni sinni, hennar starfi í samfélaginu og möguleikum hennar til að styðja við Black Lives Matter hreyfinguna,“ sagði Nicki Collen, þjálfari liðsins. „Við styðjum við bakið á starfi Renee utan vallar og vitum að hún getur komið á breytingum í Atlanta sem og víðar í heiminum,“ sagði Chris Sienko, framkvæmdastjóri félagsins.
Körfubolti NBA Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira