Aflýsa beinu flugi til Akureyrar frá Hollandi í sumar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. júní 2020 10:08 Hollenska ferðaskrifstofan Voigt bauð meðal annars upp á flug milli Akureyrar og Rotterdam með hollenska flugfélaginu Transavia síðastliðið sumar. Vísir/Tryggvi Páll Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þar með talið til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Gert var ráð fyrir vikulegum flugferðum fá milli Rotterdam og Akureyrar í sumar, líkt og sumarið 2019. Sumaráætlunin átti að hefjast í byrjun júní en var slegið á frest vegna óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Í dag tilkynnti hollenska ferðaskrifstofan hins vegar að hún hefði aflýst öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, og þar á meðal til Akureyrar. Ekkert verður því af beinu flugi á milli Hollands og Akureyrar í sumar. Í tilkynningu frá Markaðsstofunni segir að vegna óvissunnar um ferðalög í kjölfar Covid-19 hafi flestir farþegar Voigt Travel afbókað sínar ferðir í sumar. Um 2/3 hlutar Hollendinga hyggjast ekki ferðast til annarra landa á þessu ári og þeir sem ætla út fyrir landsteinana horfa helst til næstu nágrannalanda. Grundvöllur fyrir flugi í sumar var því brostinn. „Hins vegar eru áform Voigt Travel um flugferðir á næsta ári óbreytt. Stefnt er að 10 flugferðum frá Amsterdam til Akureyrar frá og með 10. febrúar og svo vikulegu flugi næsta sumar,“ segir í tilkynningunni. „Covid 19 faraldurinn varð til þess að við þurftum að taka þá erfiðu ákvörðun að aflýsa flugi okkar í sumar. En við horfum til bjartari tíma á næsta ári. Við höfum trú á áfangastaðnum Norðurlandi og viljum halda áfram að byggja á því góða samstarfi sem við höfum átt við ferðaþjónustuaðila þar“ er haft eftir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel í tilkynningunni. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þar með talið til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. Gert var ráð fyrir vikulegum flugferðum fá milli Rotterdam og Akureyrar í sumar, líkt og sumarið 2019. Sumaráætlunin átti að hefjast í byrjun júní en var slegið á frest vegna óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Í dag tilkynnti hollenska ferðaskrifstofan hins vegar að hún hefði aflýst öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, og þar á meðal til Akureyrar. Ekkert verður því af beinu flugi á milli Hollands og Akureyrar í sumar. Í tilkynningu frá Markaðsstofunni segir að vegna óvissunnar um ferðalög í kjölfar Covid-19 hafi flestir farþegar Voigt Travel afbókað sínar ferðir í sumar. Um 2/3 hlutar Hollendinga hyggjast ekki ferðast til annarra landa á þessu ári og þeir sem ætla út fyrir landsteinana horfa helst til næstu nágrannalanda. Grundvöllur fyrir flugi í sumar var því brostinn. „Hins vegar eru áform Voigt Travel um flugferðir á næsta ári óbreytt. Stefnt er að 10 flugferðum frá Amsterdam til Akureyrar frá og með 10. febrúar og svo vikulegu flugi næsta sumar,“ segir í tilkynningunni. „Covid 19 faraldurinn varð til þess að við þurftum að taka þá erfiðu ákvörðun að aflýsa flugi okkar í sumar. En við horfum til bjartari tíma á næsta ári. Við höfum trú á áfangastaðnum Norðurlandi og viljum halda áfram að byggja á því góða samstarfi sem við höfum átt við ferðaþjónustuaðila þar“ er haft eftir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel í tilkynningunni.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira