Eitt tap í viðbót og draumar um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 12:00 Hvorki Hólmfríður Magnúsdóttir né Dagný Brynjarsdóttir hafa komið knettinum í netið það sem af er Íslandsmóti. Vísir/Haraldur Guðjónsson Breiðablik heimsótti Selfoss í Pepsi deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Selfoss eru ríkjandi bikarmeistarar ásamt því að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum og stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Sjá einnig: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Breiðablik – sem hefur verið í efstu tveimur sætum deildarinnar frá 2014 – stefnir einnig á þann stóra og því var ljóst að það var mikið undir strax í stórleik 2. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Selfoss tapaði 0-1 fyrir Fylki í Árbænum í 1. umferð á meðan Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á FH á Kópavogsvelli og því máttu heimastúlkur ekki misstíga sig í leiknum í gær. Það tók gestina úr Kópavogi aðeins þrjár mínútur að koma boltanum í netið en það gerði Agla María Albertsdóttir eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Eftir það var leikurinn í járnum eða allt þangað til Blikar fengu aftur innkast ofarlega á vellinum þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Aftur grýtti Sveindís Jane boltanum inn á teig og að þessu sinni var það Alexandra Jóhannsdóttir sem kom honum yfir línuna. Lokatölur 2-0 og vonir Selfyssinga á því að verða Íslandsmeistarar hafa dvínað töluvert. Klippa: Selfoss 0-2 Breiðablik „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías eftir leik í gær. „Við verðum bara að skapa meira fyrir framan markið, það vantaði svolítið upp á það hjá okkur. Ég get ekkert sett út á vinnuframlag leikmanna, þær lögðu sig allar 100% fram en núll stig,“ bætti Alfreð við. Eftir að hafa skorað tvívegis gegn Val í Meistarakeppni KSÍ þá hefur liðið nú leikið 180 mínútur án þess að skora. Ekkert lið tapað þremur leikjum og unnið Íslandsmeistaratitilinn Á þessari öld hefur ekkert lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað meira en tveimur leikjum. Þá tapaði Breiðablik aðeins einum leik sumarið 2016 en lenti samt í öðru sæti deildarinnar. Aðeins fimm sinnum á síðustu tuttugu árum hefur lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað tveimur leikjum en aldrei eftir að hafa tapað þremur. Það er því ljóst að ef Selfyssingar ætla að standa við stóru orðin má liðið ekki tapa öðrum leik það sem eftir lifir sumars. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45 Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Breiðablik heimsótti Selfoss í Pepsi deild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Selfoss eru ríkjandi bikarmeistarar ásamt því að hafa unnið Meistarakeppni KSÍ á dögunum og stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Sjá einnig: „Ég veit að við verðum í toppbaráttunni“ Breiðablik – sem hefur verið í efstu tveimur sætum deildarinnar frá 2014 – stefnir einnig á þann stóra og því var ljóst að það var mikið undir strax í stórleik 2. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Selfoss tapaði 0-1 fyrir Fylki í Árbænum í 1. umferð á meðan Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á FH á Kópavogsvelli og því máttu heimastúlkur ekki misstíga sig í leiknum í gær. Það tók gestina úr Kópavogi aðeins þrjár mínútur að koma boltanum í netið en það gerði Agla María Albertsdóttir eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Eftir það var leikurinn í járnum eða allt þangað til Blikar fengu aftur innkast ofarlega á vellinum þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Aftur grýtti Sveindís Jane boltanum inn á teig og að þessu sinni var það Alexandra Jóhannsdóttir sem kom honum yfir línuna. Lokatölur 2-0 og vonir Selfyssinga á því að verða Íslandsmeistarar hafa dvínað töluvert. Klippa: Selfoss 0-2 Breiðablik „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías eftir leik í gær. „Við verðum bara að skapa meira fyrir framan markið, það vantaði svolítið upp á það hjá okkur. Ég get ekkert sett út á vinnuframlag leikmanna, þær lögðu sig allar 100% fram en núll stig,“ bætti Alfreð við. Eftir að hafa skorað tvívegis gegn Val í Meistarakeppni KSÍ þá hefur liðið nú leikið 180 mínútur án þess að skora. Ekkert lið tapað þremur leikjum og unnið Íslandsmeistaratitilinn Á þessari öld hefur ekkert lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað meira en tveimur leikjum. Þá tapaði Breiðablik aðeins einum leik sumarið 2016 en lenti samt í öðru sæti deildarinnar. Aðeins fimm sinnum á síðustu tuttugu árum hefur lið orðið Íslandsmeistari eftir að hafa tapað tveimur leikjum en aldrei eftir að hafa tapað þremur. Það er því ljóst að ef Selfyssingar ætla að standa við stóru orðin má liðið ekki tapa öðrum leik það sem eftir lifir sumars.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45 Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Alfreð: Við þurfum bara að vera aðeins graðari „Mér fannst við lélegar fyrstu þrjár mínúturnar í fyrri hálfleik, lendum 1-0 undir, en stjórnum svo fyrri hálfleiknum og nánast öllum leiknum, en við töpuðum,“ sagði Alfreð Elías, þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. 18. júní 2020 22:45
Sjáðu mörkin úr leik Selfoss og Breiðabliks Mörk úr leik Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. 18. júní 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikasigur í kaflaskiptum leik Breiðablik sigraði Selfoss með tveimur mörkum gegn engu í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 18. júní 2020 22:10