Slagsmálahundar í brúðkaupi systur Hafþórs hlupu í burtu þegar Fjallið mætti á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig aðeins niður en þessi mynd er af Instagram siðu hans. Mynd/Instagram Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson sagði sögu úr brúðkaupi systur sinnar í nýjasta Youtube myndbandi sínu og Hafþór sagði þar líka frá því að hann væri farinn að huga að lyftingum á ný eftir fimm vikur af þolæfingum og hnefaleikaæfingum. Myndbandið byrjaði þó á smá sögu úr daglega lífinu en það var stór dagur hjá systur Fjallsins á dögunum og þá er oft gott að eiga að stóran og sterkan bróður. Hafþór Júlíus Björnsson og félagi hans voru nálægt því að lenda í slagsmálum þegar menn voru með ólæti fyrir utan brúðkaupsveislu systur hans. Sem betur fer leyst slagsmálahundunum ekkert á blikuna þegar Fjallið kom út úr veislusalnum. „Það voru einhverjir strákar að slást fyrir utan húsið þar sem brúðkaup systur minnar fór fram. Ég fór út og bað þá um að haga sér eins og menn og þeir fóru bara,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem fór síðan yfir æfingar síðustu vikna og hvað er fram undan. View this post on Instagram Stay focused, determined and consistent and you will see progress. A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 12, 2020 at 7:46am PDT „Ég hef ekki verið mikið í kraftlyftingum undanfarnar fimm vikur en ég vildi sjá stöðuna á mér í dag. Ég hef verið mikið í þolþjálfun að undanförnu og að boxa. Ég er því áhugasamur um hvernig þessi lyftingaæfing gengur og hversu mikinn kraft ég er búinn að missa á þessum fimm vikum. Það er samt ótrúlegt hvað þú getur misst mikinn kraft á svo stuttum tíma,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem er farinn að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasta mann Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson ræddi líka stöðuna á skrokknum sínum í myndbandinu. Hann er orðinn miklu grennri og það er greinilegt að hann hefur misst mörg kíló á síðustu vikum. „Ég missti kílóin frekar fljótt í byrjun en þó að ég sé að borða miklu færri kaloríur þá er ég ekki að léttast mikið núna. Núna hefst aðal áskorunin,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að mæta tilbúinn í hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. „Ég er ekkert að flýta mér því ég veit að ég hef nægan tíma. Bardaginn er ekki fyrr en í september á næsta ári og það eru því margir dagar eftir ennþá til að æfa og bæta sig. Það eru góðu fréttirnar,“ sagði Hafþór Júlíus sem sýndi frá æfingu sinni í myndbandinu. Hann lyfti meðal annars 370 kílóum tvisvar í röð í réttstöðulyftu. Það má sjá myndbandið hans hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Kraftlyftingar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson sagði sögu úr brúðkaupi systur sinnar í nýjasta Youtube myndbandi sínu og Hafþór sagði þar líka frá því að hann væri farinn að huga að lyftingum á ný eftir fimm vikur af þolæfingum og hnefaleikaæfingum. Myndbandið byrjaði þó á smá sögu úr daglega lífinu en það var stór dagur hjá systur Fjallsins á dögunum og þá er oft gott að eiga að stóran og sterkan bróður. Hafþór Júlíus Björnsson og félagi hans voru nálægt því að lenda í slagsmálum þegar menn voru með ólæti fyrir utan brúðkaupsveislu systur hans. Sem betur fer leyst slagsmálahundunum ekkert á blikuna þegar Fjallið kom út úr veislusalnum. „Það voru einhverjir strákar að slást fyrir utan húsið þar sem brúðkaup systur minnar fór fram. Ég fór út og bað þá um að haga sér eins og menn og þeir fóru bara,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem fór síðan yfir æfingar síðustu vikna og hvað er fram undan. View this post on Instagram Stay focused, determined and consistent and you will see progress. A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Jun 12, 2020 at 7:46am PDT „Ég hef ekki verið mikið í kraftlyftingum undanfarnar fimm vikur en ég vildi sjá stöðuna á mér í dag. Ég hef verið mikið í þolþjálfun að undanförnu og að boxa. Ég er því áhugasamur um hvernig þessi lyftingaæfing gengur og hversu mikinn kraft ég er búinn að missa á þessum fimm vikum. Það er samt ótrúlegt hvað þú getur misst mikinn kraft á svo stuttum tíma,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson sem er farinn að undirbúa sig fyrir keppnina um sterkasta mann Íslands. Hafþór Júlíus Björnsson ræddi líka stöðuna á skrokknum sínum í myndbandinu. Hann er orðinn miklu grennri og það er greinilegt að hann hefur misst mörg kíló á síðustu vikum. „Ég missti kílóin frekar fljótt í byrjun en þó að ég sé að borða miklu færri kaloríur þá er ég ekki að léttast mikið núna. Núna hefst aðal áskorunin,“ sagði Hafþór Júlíus sem ætlar að mæta tilbúinn í hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. „Ég er ekkert að flýta mér því ég veit að ég hef nægan tíma. Bardaginn er ekki fyrr en í september á næsta ári og það eru því margir dagar eftir ennþá til að æfa og bæta sig. Það eru góðu fréttirnar,“ sagði Hafþór Júlíus sem sýndi frá æfingu sinni í myndbandinu. Hann lyfti meðal annars 370 kílóum tvisvar í röð í réttstöðulyftu. Það má sjá myndbandið hans hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Kraftlyftingar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira