Sara Björk Gunnarsdóttir er þýskur meistari enn eitt árið en liðið tryggði sér titilinn í dag með 2-0 sigri á Freiburg í 20. umferðinni en alls eru leiknar 22 umferðir.
Joelle Wedemeyer skoraði fyrsta markið á 32. mínútu og hin danska Pernille Harder skoraði annað markið á annarri mínútu síðari hálfleiks. Lokatölur 2-0.
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfLWob_Frauen) June 17, 2020
Sara Björk spilaði allan leikinn en þetta er fjórði deildarmeistaratitilinn í röð í Þýskalandi sem Sara vinnur. Hún getur bætt við fjórða bikarmeistaratitlinum einnig er þýski bikarinn klárast síðar í þessum mánuði.
Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar en óvíst er hvar hún leikur á næstu leiktíð.
CHAMPIONS pic.twitter.com/1CmfRzufzC
— Pernille Harder (@PernilleMHarder) June 17, 2020
DEUTSCHER MEISTER 2019/2020! #WOBSCF 2:0 #VfLWolfsburg #DieLiga pic.twitter.com/G5GbBHZXB4
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfLWob_Frauen) June 17, 2020