Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 17:39 Indverskir menn brenna mynd af Xi Jinping, forseta Kína, í mótmælum í Indlandi í dag. AP/Ajit Solanki Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við kínverska hermenn á landamærum ríkjanna í gærkvöldi og í nótt. Svo virðist sem að ofursti og tveir hermenn indverska hersins hafi fallið fyrst. Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. Indverjar segjast hafa hlerað samskipti Kína um að minnst 43 hermenn þeirra hafi fallið eða særst alvarlega. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Þetta er í fyrsta sinn sem mannfall verður á landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum í það minnsta 45 ár. Indverjar segja hermönnum Kína hafa fjölgað verulega á svæðinu að undanförnu. Þeir saka Kína um að hafa hernumið land Indlands og viðræður sem hafa staðið yfir í þrjá áratugi hafa engum árangri skilað. AFP fréttaveitan hefur eftir Utanríkisráðuneyti Kína að Indverskir hermenn hafi fyrstir farið yfir landamærin og ráðist á kínverska hermenn. Kínverjar hafa þó ekki sagt neitt opinberlega um mögulegt mannfall. Í frétt BBC segir að báðar hliðar hafi um árabil haldið því fram að engum skotum hafi verið skotið á landamærunum og það sama sé á teningnum núna. Indverski herinn hélt því fram í dag. Nokkrum sinnum hefur komið til átaka á milli hermanna ríkjanna á undanförnum vikum og mun engu skoti hafa verið hleypt af. Síðast skiptust hermenn á skotum yfir landamærin árið 1975, svo vitað sé. Í mái kom til umfangsmikilla slagsmála á milli hermanna og munu tugir hafa slasast. Indland Kína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við kínverska hermenn á landamærum ríkjanna í gærkvöldi og í nótt. Svo virðist sem að ofursti og tveir hermenn indverska hersins hafi fallið fyrst. Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. Indverjar segjast hafa hlerað samskipti Kína um að minnst 43 hermenn þeirra hafi fallið eða særst alvarlega. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Þetta er í fyrsta sinn sem mannfall verður á landamærum ríkjanna í Himalæjafjöllum í það minnsta 45 ár. Indverjar segja hermönnum Kína hafa fjölgað verulega á svæðinu að undanförnu. Þeir saka Kína um að hafa hernumið land Indlands og viðræður sem hafa staðið yfir í þrjá áratugi hafa engum árangri skilað. AFP fréttaveitan hefur eftir Utanríkisráðuneyti Kína að Indverskir hermenn hafi fyrstir farið yfir landamærin og ráðist á kínverska hermenn. Kínverjar hafa þó ekki sagt neitt opinberlega um mögulegt mannfall. Í frétt BBC segir að báðar hliðar hafi um árabil haldið því fram að engum skotum hafi verið skotið á landamærunum og það sama sé á teningnum núna. Indverski herinn hélt því fram í dag. Nokkrum sinnum hefur komið til átaka á milli hermanna ríkjanna á undanförnum vikum og mun engu skoti hafa verið hleypt af. Síðast skiptust hermenn á skotum yfir landamærin árið 1975, svo vitað sé. Í mái kom til umfangsmikilla slagsmála á milli hermanna og munu tugir hafa slasast.
Indland Kína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira