Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:36 Íbúar hverfis í Peking bíða þess að komast í sýnatöku. Getty/Lintao Zhang Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. Í hluta kínversku höfuðborgarinnar var útgöngubann sett í gildi í gærkvöldi og hafa öryggishlið verið sett upp milli hverfa til að koma í veg fyrir óþarfa ferðalög milli þeirra. Þá hefur fólki sem talið er líklegt að sé smitað verið bannað að yfirgefa borgina. Yang Zhanqiu, forseti smitsjúkdómadeildar háskólans í Wuhan, sagði í samtali við innlenda fréttamiðla að hann teldi að það afbrigði veirunnar sem nú herjar á Peking borg sé skæðara en það sem reið yfir Wuhanborg í upphafi faraldursins. Meira en 20 hverfi í Peking hafa verið skilgreind sem miðlungs-áhættusvæði og heilbrigðisyfirvöld sögðu á þriðjudag að fólk sem ekki má yfirgefa heimili sín og þeir sem eru í einangrun muni fá mat og lyf send heim. Allar íþróttamiðstöðvar og -mannvirki voru lokaðar í gær og einhver íþróttalið sem hittust í gær hafa verið send í sýnatöku. Þá hafa 106 ný tilfelli verið staðfest á síðustu dögum, þar á meðal greindust 27 ný tilfelli í dag, þriðjudag. Upptök veirunnar hafa verið rakin til markaðar í suð-vesturhluta Peking sem er sá stærsti sinnar gerðar í Asíu. Meira en 200 þúsund manns hafa farið á markaðinn frá 30. maí. Fleiri héruð hafa hert reglur og er öllum þeim sem ferðast hafa til Peking skylt að fara í sóttkví. Yfirvöld í Sjanghæ hafa gefið út að allir sem ferðist þangað frá svæðum sem talin eru áhættusvæði af miðlungs eða alvarlegu stigi þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Þá hafa meira en átta þúsund starfsmenn markaðarins verið sendir í sýnatöku og halda nú til í farsóttahúsum. Aðrir markaðir í Peking og meira en þrjátíu þúsund veitingastaðir hafa verið hreinsaðir hátt og lágt. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. Í hluta kínversku höfuðborgarinnar var útgöngubann sett í gildi í gærkvöldi og hafa öryggishlið verið sett upp milli hverfa til að koma í veg fyrir óþarfa ferðalög milli þeirra. Þá hefur fólki sem talið er líklegt að sé smitað verið bannað að yfirgefa borgina. Yang Zhanqiu, forseti smitsjúkdómadeildar háskólans í Wuhan, sagði í samtali við innlenda fréttamiðla að hann teldi að það afbrigði veirunnar sem nú herjar á Peking borg sé skæðara en það sem reið yfir Wuhanborg í upphafi faraldursins. Meira en 20 hverfi í Peking hafa verið skilgreind sem miðlungs-áhættusvæði og heilbrigðisyfirvöld sögðu á þriðjudag að fólk sem ekki má yfirgefa heimili sín og þeir sem eru í einangrun muni fá mat og lyf send heim. Allar íþróttamiðstöðvar og -mannvirki voru lokaðar í gær og einhver íþróttalið sem hittust í gær hafa verið send í sýnatöku. Þá hafa 106 ný tilfelli verið staðfest á síðustu dögum, þar á meðal greindust 27 ný tilfelli í dag, þriðjudag. Upptök veirunnar hafa verið rakin til markaðar í suð-vesturhluta Peking sem er sá stærsti sinnar gerðar í Asíu. Meira en 200 þúsund manns hafa farið á markaðinn frá 30. maí. Fleiri héruð hafa hert reglur og er öllum þeim sem ferðast hafa til Peking skylt að fara í sóttkví. Yfirvöld í Sjanghæ hafa gefið út að allir sem ferðist þangað frá svæðum sem talin eru áhættusvæði af miðlungs eða alvarlegu stigi þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Þá hafa meira en átta þúsund starfsmenn markaðarins verið sendir í sýnatöku og halda nú til í farsóttahúsum. Aðrir markaðir í Peking og meira en þrjátíu þúsund veitingastaðir hafa verið hreinsaðir hátt og lágt.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35
Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54