Sextán stuðningsmenn frá hverju liði verða í beinni á öllum leikjum í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2020 11:30 Stuðningsmenn AGF sjást hér á risaskjá við leikvöllinn á meðan leikmenn liðsins spila við Randers. EPA-EFE/HENNING BAGGER Fyrstu leikirnir í ensku úrvalsdeildinni í meira en þrjá mánuði verða annað kvöld þegar mætast meðal annars Manchester City og Arsenal en fjörið byrjar á leik Aston Villa og Sheffield United. Það verða aftur á móti engir áhorfendur leyfðir á þessum leikjum ekki frekar á hinum 90 leikjunum sem á eftir að spila á keppnistímabilinu 2019-20. Danska félagið AGF frá Árósum fór öðruvísi leið til að lífga upp á heimaleikina sína þegar stuðningsmennirnir máttu ekki mæta á völlinn. Þeir stilltu upp sjónvörpum á nokkrum stöðum í kringum leikvöllinn og á þeim voru stuðningsmennirnir síðan í beinni í gegnum fjarfundabúnað. Stemningin á völlunum í Englandi hefur alltaf verið órjúfanlegur hluti að upplifuninni að horfa á leiki þaðan. Til að lífga upp á áhorfendalausa leiki ensku úrvalsdeildarinnar þá hafa forráðamenn hennar látið sér detta ýmsar nýjungar í hug. Fans on big screens Cameras to celebrate towards More on the "broadcast enhancements" that will be used when the Premier League restarts this week: https://t.co/mf3dVOP3Dp pic.twitter.com/cqgbFKkTVU— BBC Sport (@BBCSport) June 16, 2020 Enska úrvalsdeildin mun verða með stuðningsmenn í beinni á risaskjá og þá verða sjónvarpsstöðvarnar líka með myndavélar á nýjum stöðum. Sums staðar fá sjónvarpsáhorfendur að velja hvort þeir hlusti á leikina með eða án gerviáhorfendahljóðum. Leikmennirnir sjálfir munu að sjálfsögðu ekki heyra neitt nema bergmálið af öskrum félaganna eða stjóranna. Sætin næst vellinum verða líka útbúin sérstaklega og það fer alveg eftir hugmyndaflugi hvers félags hvernig það verður útfært. Ein af nýjungunum er síðan að verða með sextán stuðningsmenn í beinni á meðan leiknum stendur. Sjónvarpsstöðvarnar og sá sem stýrir vallarskjánum á hverjum velli hafa síðan möguleika á að skipta yfir á þessa stuðningsmenn til að sýna fagnaðarlæti eða eitthvað annað sniðugt. AGF Aarhus, the first team in the world to use Zoom to bring fans and players together during matches played behind closed doors, share their learnings after two games.Read full article here... https://t.co/BnaFtiCPQz— XpoNorth (@XpoNorth) June 8, 2020 Nokkrir leikvangar eins og til dæmis Anfield eru ekki með stóran sjónvarpsskjá og Liverpool ætlar ekki að breyta því þrátt fyrir þetta ástand. Það verður því ekki settur upp tímabundinn risaskjár á Anfield. Aðeins 300 manns mega verða viðstödd á hverjum leik og það verða því engir boltakrakkar til að sækja boltana. Leikmenn munu síðan fá eina mínútu í vatnspásu um miðjan hvorn hálfleik en leikirnir fara nú fram um mitt sumar og því gæti verið mun heitara en vanalega á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Varsjáin verður áfram í notkun en nú þarf að skipta VAR-dómurunum upp í fleiri herbergi til að tryggja smitvarnir. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Fyrstu leikirnir í ensku úrvalsdeildinni í meira en þrjá mánuði verða annað kvöld þegar mætast meðal annars Manchester City og Arsenal en fjörið byrjar á leik Aston Villa og Sheffield United. Það verða aftur á móti engir áhorfendur leyfðir á þessum leikjum ekki frekar á hinum 90 leikjunum sem á eftir að spila á keppnistímabilinu 2019-20. Danska félagið AGF frá Árósum fór öðruvísi leið til að lífga upp á heimaleikina sína þegar stuðningsmennirnir máttu ekki mæta á völlinn. Þeir stilltu upp sjónvörpum á nokkrum stöðum í kringum leikvöllinn og á þeim voru stuðningsmennirnir síðan í beinni í gegnum fjarfundabúnað. Stemningin á völlunum í Englandi hefur alltaf verið órjúfanlegur hluti að upplifuninni að horfa á leiki þaðan. Til að lífga upp á áhorfendalausa leiki ensku úrvalsdeildarinnar þá hafa forráðamenn hennar látið sér detta ýmsar nýjungar í hug. Fans on big screens Cameras to celebrate towards More on the "broadcast enhancements" that will be used when the Premier League restarts this week: https://t.co/mf3dVOP3Dp pic.twitter.com/cqgbFKkTVU— BBC Sport (@BBCSport) June 16, 2020 Enska úrvalsdeildin mun verða með stuðningsmenn í beinni á risaskjá og þá verða sjónvarpsstöðvarnar líka með myndavélar á nýjum stöðum. Sums staðar fá sjónvarpsáhorfendur að velja hvort þeir hlusti á leikina með eða án gerviáhorfendahljóðum. Leikmennirnir sjálfir munu að sjálfsögðu ekki heyra neitt nema bergmálið af öskrum félaganna eða stjóranna. Sætin næst vellinum verða líka útbúin sérstaklega og það fer alveg eftir hugmyndaflugi hvers félags hvernig það verður útfært. Ein af nýjungunum er síðan að verða með sextán stuðningsmenn í beinni á meðan leiknum stendur. Sjónvarpsstöðvarnar og sá sem stýrir vallarskjánum á hverjum velli hafa síðan möguleika á að skipta yfir á þessa stuðningsmenn til að sýna fagnaðarlæti eða eitthvað annað sniðugt. AGF Aarhus, the first team in the world to use Zoom to bring fans and players together during matches played behind closed doors, share their learnings after two games.Read full article here... https://t.co/BnaFtiCPQz— XpoNorth (@XpoNorth) June 8, 2020 Nokkrir leikvangar eins og til dæmis Anfield eru ekki með stóran sjónvarpsskjá og Liverpool ætlar ekki að breyta því þrátt fyrir þetta ástand. Það verður því ekki settur upp tímabundinn risaskjár á Anfield. Aðeins 300 manns mega verða viðstödd á hverjum leik og það verða því engir boltakrakkar til að sækja boltana. Leikmenn munu síðan fá eina mínútu í vatnspásu um miðjan hvorn hálfleik en leikirnir fara nú fram um mitt sumar og því gæti verið mun heitara en vanalega á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Varsjáin verður áfram í notkun en nú þarf að skipta VAR-dómurunum upp í fleiri herbergi til að tryggja smitvarnir.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira