Víkingar sakna Guðmundar: „Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 09:30 Guðmundur Andri Tryggvason var Víkingum afar mikilvægur í fyrra. VÍSIR/VILHELM „Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ spurðu sérfræðingarnir sig í Pepsi Max stúkunni, þegar þeir ræddu um sóknarleik Víkings eftir að liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis í gærkvöld. „Ég get alveg viðurkennt það að ég bjóst við Víkingssigri, sérstaklega þegar þeir skoruðu frekar snemma, klaufalegt mark. Þá hugsaði ég með mér að Víkingarnir tækju þetta nokkuð þægilega. Ég bjóst alveg við að þetta yrði svipaður leikur og Breiðablik-Grótta varð,“ sagði Hjörvar Hafliðason en innslagið má sjá hér neðst í greininni. Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-0 Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-1 Víkingar komust yfir með marki Óttars Magnúsar Karlssonar úr aukaspyrnu en Arnór Breki Ásþórsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson skipti þremur mönnum inn á í kjölfarið, á 60. mínútu, þegar sóknarmennirnir Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen komu inn á, sem og bakvörðurinn Dofri Snorrason. Kristall Máni Ingason kom svo inn á korteri fyrir leikslok. Enginn af þeim er kantmaður og Davíð Þór Viðarsson sagði augljóst að þar vantaði upp á hjá Víkingum: Vantar náttúrulega vængmenn „Arnar er svo sem búinn að tala um það sjálfur, að hann er ekki með neina náttúrulega vængmenn. Í svona leik, þar sem að þú ert mjög mikið með boltann, að þá er rosalega mikilvægt að vera með smá breidd. Auðvitað ertu með bakverðina sem geta komið fram, en hann tekur Loga út af og setur Dofra inn á. Dofri er ekki að fara að gefa þér breiddina vinstra megin. Davíð Örn Atlason er mjög góður hægri bakvörður en það voru nokkrar fyrirgjafir frá honum sem fóru bara í handboltahöllina þarna. Þetta er eitthvað sem þeir þurfa að finna lausn við. Þeir verða að fá þessa breidd því það er bara auðvelt að verjast, hvort sem það eru fjórir framherjar eða tveir framherjar og tveir framliggjandi miðjumenn, ef þeir eru allir á sama svæðinu,“ sagði Davíð. Guðmundur Andri hélt sóknarleiknum uppi Sérfræðingarnir voru sammála um að fyrir utan Óttar gæti Nikolaj Hansen helst skorað mörk fyrir Víkinga en erfitt væri að sjá hver fyllti skarðið sem að Guðmundur Andri Tryggvason skildi eftir sig þegar hann fór aftur til Noregs. Guðmundur Andri skoraði sjö mörk í 16 deildarleikjum í fyrra. „Helgi á eitt ár í Fram þar sem hann skoraði. Hinir hafa ekkert skorað. Ágúst Hlynsson er hrikalega góður í fótbolta en hann á enga sögu um mörk. Það er enginn þarna til að skora. Þegar þetta fór að tikka, þetta Víkingsbatterí, í ágúst og september í fyrra þá var það auðvitað Guðmundur Andri sem hélt uppi sóknarleik liðsins. Hann var feykilega mikilvægur,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um sóknarleik Víkings Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33 Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ spurðu sérfræðingarnir sig í Pepsi Max stúkunni, þegar þeir ræddu um sóknarleik Víkings eftir að liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis í gærkvöld. „Ég get alveg viðurkennt það að ég bjóst við Víkingssigri, sérstaklega þegar þeir skoruðu frekar snemma, klaufalegt mark. Þá hugsaði ég með mér að Víkingarnir tækju þetta nokkuð þægilega. Ég bjóst alveg við að þetta yrði svipaður leikur og Breiðablik-Grótta varð,“ sagði Hjörvar Hafliðason en innslagið má sjá hér neðst í greininni. Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-0 Klippa: Víkingur - Fjölnir 1-1 Víkingar komust yfir með marki Óttars Magnúsar Karlssonar úr aukaspyrnu en Arnór Breki Ásþórsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Arnar Gunnlaugsson skipti þremur mönnum inn á í kjölfarið, á 60. mínútu, þegar sóknarmennirnir Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen komu inn á, sem og bakvörðurinn Dofri Snorrason. Kristall Máni Ingason kom svo inn á korteri fyrir leikslok. Enginn af þeim er kantmaður og Davíð Þór Viðarsson sagði augljóst að þar vantaði upp á hjá Víkingum: Vantar náttúrulega vængmenn „Arnar er svo sem búinn að tala um það sjálfur, að hann er ekki með neina náttúrulega vængmenn. Í svona leik, þar sem að þú ert mjög mikið með boltann, að þá er rosalega mikilvægt að vera með smá breidd. Auðvitað ertu með bakverðina sem geta komið fram, en hann tekur Loga út af og setur Dofra inn á. Dofri er ekki að fara að gefa þér breiddina vinstra megin. Davíð Örn Atlason er mjög góður hægri bakvörður en það voru nokkrar fyrirgjafir frá honum sem fóru bara í handboltahöllina þarna. Þetta er eitthvað sem þeir þurfa að finna lausn við. Þeir verða að fá þessa breidd því það er bara auðvelt að verjast, hvort sem það eru fjórir framherjar eða tveir framherjar og tveir framliggjandi miðjumenn, ef þeir eru allir á sama svæðinu,“ sagði Davíð. Guðmundur Andri hélt sóknarleiknum uppi Sérfræðingarnir voru sammála um að fyrir utan Óttar gæti Nikolaj Hansen helst skorað mörk fyrir Víkinga en erfitt væri að sjá hver fyllti skarðið sem að Guðmundur Andri Tryggvason skildi eftir sig þegar hann fór aftur til Noregs. Guðmundur Andri skoraði sjö mörk í 16 deildarleikjum í fyrra. „Helgi á eitt ár í Fram þar sem hann skoraði. Hinir hafa ekkert skorað. Ágúst Hlynsson er hrikalega góður í fótbolta en hann á enga sögu um mörk. Það er enginn þarna til að skora. Þegar þetta fór að tikka, þetta Víkingsbatterí, í ágúst og september í fyrra þá var það auðvitað Guðmundur Andri sem hélt uppi sóknarleik liðsins. Hann var feykilega mikilvægur,“ sagði Hjörvar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um sóknarleik Víkings
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33 Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. 15. júní 2020 20:33
Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 15. júní 2020 20:04
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar. 15. júní 2020 20:50