Einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður í hverju liði Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 10:05 Troy Deeney hefur skorað sex mörk fyrir Watford á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni sem ljúka á í sumar. VÍSIR/GETTY Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að sennilega sé að minnsta kosti einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður leikmaður í hverju fótboltaliði og að nú sé betra en nokkru sinni fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. Samkynhneigð virðist alltaf hafa verið mikið leyndarmál í fótbolta karla og sáralítið er um að leikmenn á hæsta stigi komi út úr skápnum, öfugt við fótbolta kvenna þar sem að sumar af stærstu stjörnum íþróttarinnar eru samkynhneigðar og óhræddar við að aðrir viti af því. Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, talaði til að mynda ekki um það fyrr en árið 2014, eftir að skórnir voru komnir á hilluna, að hann væri samkynhneigður. Deeney segir ljóst að menn séu hræddir við að taka af skarið og verða fyrstu opinberu hommarnir í fótboltanum. Hundrað manns myndu fylgja í kjölfarið í fyrstu viku „Ég held að þeir sem séu samkynhneigðir eða úr því samfélagi séu mjög hikandi við að þurfa að axla þá ábyrgð að vera fyrstir til að koma út úr skápnum. Ég tel að þegar sá fyrsti kemur út þá muni fjöldi manna fylgja í kjölfarið,“ sagði Deeney í hlaðvarpsþætti hjá BBC. „Ég er viss um að ef einhver tæki af skarið þá myndu fyrstu vikuna á eftir að minnsta kosti 100 manns segja „ég líka“. Bara vegna þess að þeir vilja ekki vera í forsvari fyrir þetta,“ sagði Deeney, sem lék æfingaleik með Watford á laugardag og verður líklega með liðinu þegar það mætir Leicester á laugardag í fyrsta leiknum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Deeney telur að nú sé auðveldara en áður fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. „Ég held að umhverfið fyrir samkynhneigt íþróttafólk úr öllum greinum sé betra en nokkru sinni fyrr. Ég velti því líka fyrir mér af hverju fólk klárar ferilinn sinn í fótbolta, ruðningi eða annarri íþrótt og segist svo vera samkynhneigt. Mér finnst eins og að það hljóti að vera rosaleg byrði að bera, að leyna því í gegnum allan íþróttaferilinn,“ sagði Deeney. Enski boltinn Fótbolti Hinsegin Tengdar fréttir „Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að sennilega sé að minnsta kosti einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður leikmaður í hverju fótboltaliði og að nú sé betra en nokkru sinni fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. Samkynhneigð virðist alltaf hafa verið mikið leyndarmál í fótbolta karla og sáralítið er um að leikmenn á hæsta stigi komi út úr skápnum, öfugt við fótbolta kvenna þar sem að sumar af stærstu stjörnum íþróttarinnar eru samkynhneigðar og óhræddar við að aðrir viti af því. Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, talaði til að mynda ekki um það fyrr en árið 2014, eftir að skórnir voru komnir á hilluna, að hann væri samkynhneigður. Deeney segir ljóst að menn séu hræddir við að taka af skarið og verða fyrstu opinberu hommarnir í fótboltanum. Hundrað manns myndu fylgja í kjölfarið í fyrstu viku „Ég held að þeir sem séu samkynhneigðir eða úr því samfélagi séu mjög hikandi við að þurfa að axla þá ábyrgð að vera fyrstir til að koma út úr skápnum. Ég tel að þegar sá fyrsti kemur út þá muni fjöldi manna fylgja í kjölfarið,“ sagði Deeney í hlaðvarpsþætti hjá BBC. „Ég er viss um að ef einhver tæki af skarið þá myndu fyrstu vikuna á eftir að minnsta kosti 100 manns segja „ég líka“. Bara vegna þess að þeir vilja ekki vera í forsvari fyrir þetta,“ sagði Deeney, sem lék æfingaleik með Watford á laugardag og verður líklega með liðinu þegar það mætir Leicester á laugardag í fyrsta leiknum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Deeney telur að nú sé auðveldara en áður fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. „Ég held að umhverfið fyrir samkynhneigt íþróttafólk úr öllum greinum sé betra en nokkru sinni fyrr. Ég velti því líka fyrir mér af hverju fólk klárar ferilinn sinn í fótbolta, ruðningi eða annarri íþrótt og segist svo vera samkynhneigt. Mér finnst eins og að það hljóti að vera rosaleg byrði að bera, að leyna því í gegnum allan íþróttaferilinn,“ sagði Deeney.
Enski boltinn Fótbolti Hinsegin Tengdar fréttir „Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00
Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30