Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 08:15 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Mennirnir fimm sem mættu á lögreglustöðina á Hverfisgötu í nótt voru í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í morgun. Mennirnir hafi verið fluttir á Sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg og málið sé nú skoðað út frá sóttvarnalögum. „Við vitum ekki öll smáatriði málsins. Við vorum að leita að fimm til sex svo við erum að sjá hvort að við séum búin að ná utan um og náð sambandi við alla þá sem við vildum.“ Leigubílstjórarnir í sóttkví Í tilkynningu frá lögreglunni sem send var á fjölmiðla í morgun sagði að fimm erlendir aðilar hafi brotið sóttvarnalög um klukkan tvö í nótt þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð við Hverfisgötu til að tilkynna um breyttan dvalarstað. „Aðspurðir af hverju þeir tilkynntu ekki um breyttan dvalarstað með símtali þá sögðust þau ekki hafa nennt því og töldu þessa leið einfaldari. Aðilarnir voru færðir til vistunar á sóttvarnarhótel. Einnig var haft upp á ökumönnum leigubifreiðanna og þeim tilkynnt að þeirra biði sóttkví,“ sagði í tilkynningunni. Leggst vel í Víði Sagt var frá því í gær að lögregla leitaði sex manna sem voru taldir tengjast þeim Rúmenum sem lýst var eftir og síðar haft upp á vegna brota á reglum um sóttkví. Víðir segir annars að dagurinn leggist vel í sig, en von er á nokkrum fjölda fólks til Keflavíkurflugvallar í átta vélum. „Það er allt tilbúið á Keflavíkurflugvelli og við erum tilbúin í þetta verkefni,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00 Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Mennirnir fimm sem mættu á lögreglustöðina á Hverfisgötu í nótt voru í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í morgun. Mennirnir hafi verið fluttir á Sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg og málið sé nú skoðað út frá sóttvarnalögum. „Við vitum ekki öll smáatriði málsins. Við vorum að leita að fimm til sex svo við erum að sjá hvort að við séum búin að ná utan um og náð sambandi við alla þá sem við vildum.“ Leigubílstjórarnir í sóttkví Í tilkynningu frá lögreglunni sem send var á fjölmiðla í morgun sagði að fimm erlendir aðilar hafi brotið sóttvarnalög um klukkan tvö í nótt þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð við Hverfisgötu til að tilkynna um breyttan dvalarstað. „Aðspurðir af hverju þeir tilkynntu ekki um breyttan dvalarstað með símtali þá sögðust þau ekki hafa nennt því og töldu þessa leið einfaldari. Aðilarnir voru færðir til vistunar á sóttvarnarhótel. Einnig var haft upp á ökumönnum leigubifreiðanna og þeim tilkynnt að þeirra biði sóttkví,“ sagði í tilkynningunni. Leggst vel í Víði Sagt var frá því í gær að lögregla leitaði sex manna sem voru taldir tengjast þeim Rúmenum sem lýst var eftir og síðar haft upp á vegna brota á reglum um sóttkví. Víðir segir annars að dagurinn leggist vel í sig, en von er á nokkrum fjölda fólks til Keflavíkurflugvallar í átta vélum. „Það er allt tilbúið á Keflavíkurflugvelli og við erum tilbúin í þetta verkefni,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00 Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00
Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50
Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39