Þakkar Íslendingum fyrir að kaupa svona mikið af blómum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2020 13:03 Feðgarnir Sveinn Sæland og Axel Sæland sem reka garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Sala á afskornum íslenskum blómum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eftir að kórónuveiran kom upp og kom blómabændum skemmtilega á óvart. Rauðar rósir eru alltaf vinsælastar. Þó að kórónuveiran hafi gert mörgum erfitt fyrir og orðið til þess að fyrirtæki hafi farið í þrot og margir misst vinnuna þá eru líka til jákvæðir hlutir, sem rekja má til veirunnar. Gott dæmi um það er sala á blómum frá íslenskum blómabændum, sem hefur rokið upp eftir að veikin kom fram. Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er með stærri blómagarðyrkjustöðum landsins þar sem Axel Sæland er einn eigandi stöðvarinnar. Hann er hæstánægður með það hvað Íslendingar eru duglegir að kaupa afskorin blóm. „Það er bara mikil sala og mikil neysla. Útskriftir urðu úr skólum, það hélt sér en við stílum mikið inn á útskriftir á hverju ári, fermingar og útskriftir. Fermingarnar duttu reyndar út. Allir Íslendingarnir sem voru erlendis komu heim, þeir voru greinilega duglegir að kaupa blóm, ásamt þeim sem voru hér fyrir. Covid-19 hefur komið vel fyrir okkur, þetta hefur verið mjög skemmtilegur vinkill á þetta ástand. Við urðum náttúrlega mjög smeyk eins og allir aðrir í byrjun og gerðum ýmsar ráðstafanir til að minnka samdráttinn sem við bjuggumst við en svo varð svo sannlega engin samdráttur og mikið meiri sala en við áttum von á,“ segir Axel. Rauðar rósir eru lang vinsælustu afkornu blómin á Íslandi en það er mikið ræktað af þeim á Espiflöt.Magnús Hlynur En hverju þakkar Axel þessari miklu sölu á blómum? „Íbúum landsins, þeir nota blóm, bæði til að gleðja sjálfan sig og aðra í þessu ástandi og það er í rauninni bara íbúunum að þakka.“ Á Espiflöt eru eingöngu ræktuð afskorin blóm í blandaðri ræktun og sérhæfir fyrirtækið sig í tilbúnum blómvöndum sem er hægt að grípa með sér í blómabúðum eða stórverslunum. En af hverju ættum við að gefa hvort öðru blóm? „Það er bara gott tilefni, þau gleðja og þau lífga upp á litabrigði á heimilinu og yfirleitt er góður hugur á bakvið blómin þegar þau eru gefin,“ segir Axel og bætir við að rósir, ekki síst rauðar rósir, séu alltaf lang vinsælustu blómin, sem fólk kaupir. Garðyrkja Bláskógabyggð Neytendur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Sala á afskornum íslenskum blómum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil eftir að kórónuveiran kom upp og kom blómabændum skemmtilega á óvart. Rauðar rósir eru alltaf vinsælastar. Þó að kórónuveiran hafi gert mörgum erfitt fyrir og orðið til þess að fyrirtæki hafi farið í þrot og margir misst vinnuna þá eru líka til jákvæðir hlutir, sem rekja má til veirunnar. Gott dæmi um það er sala á blómum frá íslenskum blómabændum, sem hefur rokið upp eftir að veikin kom fram. Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er með stærri blómagarðyrkjustöðum landsins þar sem Axel Sæland er einn eigandi stöðvarinnar. Hann er hæstánægður með það hvað Íslendingar eru duglegir að kaupa afskorin blóm. „Það er bara mikil sala og mikil neysla. Útskriftir urðu úr skólum, það hélt sér en við stílum mikið inn á útskriftir á hverju ári, fermingar og útskriftir. Fermingarnar duttu reyndar út. Allir Íslendingarnir sem voru erlendis komu heim, þeir voru greinilega duglegir að kaupa blóm, ásamt þeim sem voru hér fyrir. Covid-19 hefur komið vel fyrir okkur, þetta hefur verið mjög skemmtilegur vinkill á þetta ástand. Við urðum náttúrlega mjög smeyk eins og allir aðrir í byrjun og gerðum ýmsar ráðstafanir til að minnka samdráttinn sem við bjuggumst við en svo varð svo sannlega engin samdráttur og mikið meiri sala en við áttum von á,“ segir Axel. Rauðar rósir eru lang vinsælustu afkornu blómin á Íslandi en það er mikið ræktað af þeim á Espiflöt.Magnús Hlynur En hverju þakkar Axel þessari miklu sölu á blómum? „Íbúum landsins, þeir nota blóm, bæði til að gleðja sjálfan sig og aðra í þessu ástandi og það er í rauninni bara íbúunum að þakka.“ Á Espiflöt eru eingöngu ræktuð afskorin blóm í blandaðri ræktun og sérhæfir fyrirtækið sig í tilbúnum blómvöndum sem er hægt að grípa með sér í blómabúðum eða stórverslunum. En af hverju ættum við að gefa hvort öðru blóm? „Það er bara gott tilefni, þau gleðja og þau lífga upp á litabrigði á heimilinu og yfirleitt er góður hugur á bakvið blómin þegar þau eru gefin,“ segir Axel og bætir við að rósir, ekki síst rauðar rósir, séu alltaf lang vinsælustu blómin, sem fólk kaupir.
Garðyrkja Bláskógabyggð Neytendur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira