Reyndi að svipta sig lífi í kjölfar sýknudóms yfir stuðningsfulltrúanum Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. júní 2020 18:35 Fórnarlamb manns, sem Landsréttur dæmdi í vikunni í fimm ára fangelsi vegna kynferðisbrota gegn þremur börnum, segist varla trúa því að réttlætinu séð náð. Sýkna mannsins í Héraðsdómi hafi haft þau áhrif á hann að hann reyndi að binda enda á líf sitt. Hann vinnur nú úr áföllunum og langar að hjálpa öðrum brotaþolum. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur þegar hann var handtekinn í upphafi árs 2018, mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur honum og vann áfram með börnum á því tímabili. Allt bárust níu kærur vegna meintra brota mannsins gegn börnum. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði verið tilkynnt um grunsemdir um kynferðisbrot hans árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök og tilkynnti það ekki til barnaverndar. Þá viðurkenndi lögregla mistök í málinu þegar ekki var brugðist við þegar fyrsta kæran á hendur manninum barst. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn fimm börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði hann í júlí 2018 en í vikunni sakfelldi Landsréttur hann fyrir þrjú brot af fimm. Meðal annars fyrir brot gegn ungum manni sem kærði hann haustið 2017 er hann var tvítugur. Ungi maðurinn kærði hann fyrir ítrekuð gróf kynferðisbrot frá 8 til 14 ára aldurs. Sum áttu sér stað eftir að tilkynning barst borginni og segist ungi maðurinn mjög dapur yfir því að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta af brotunum. „Ég var mjög dapur, ég var mjög reiður, ég er enn þá reiður, það er bara þessi ótakmarkaða reiði sem ég finn fyrir.“ Foreldrar unga mannsins fengu manninn til að taka strákinn til sín um helgar til að hjálpa við nám og fleira, enda starfaði hann sem stuðningsfulltrúi. Brotin áttu sér flest stað á heimili mannsins sem jafnframt var stuðningsheimili fyrir börn rekið af Reykjavíkurborg. Ofbeldið ítrekað og gróft Ungi maðurinn segir mikilvægt að brugðist sé við um leið og minnsti grunur vaknar um kynferðisbrot gegn barni. Hann rifjar upp miklar þjáningar á tímabilinu. „Mér leið svo illa að ég fór oftast inn á baðherbergi og grét“ Ofbeldið var ítrekað og gróft og er hann enn að vinna úr því. „ Ég veit ekki hversu marga sálfræðinga eða geðlækna ég hef hitt. Ég er búinn að fara í endurhæfingu og í hvítabandið.“ Hann segir það hafa verið mikið áfall þegar maðurinn var sýknaður í héraði. „Stuttu eftir þessa niðurstöðu þá var ég búin að ákveða mig að lífið væri búið. Hann fær bara að komast upp við þetta. Kerfið ætlar ekki að gera neitt í þessu og mér leið bara eins og enginn trúi því sem ég væri að segja þannig ég ákvað bara að reyna að enda líf mitt.“ Vinnur að höfðun skaðabótamáls Eftir dóm Landsréttar sé réttlætinu loks náð. „Mér leið vel en á sama tíma var þetta draumkennt, erfitt að trúa þessu.“ Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður unga mannsins, segir í samtali við fréttastofu að farin sé af stað vinna við að höfða skaðabótamál á hendur gerandanum og borginni. „Ég er bara reyni að byggja mig upp á góðan máta. ég er að vinna í stefnu með tveimur þingmönnum til að reyna hjálpa öðrum brotaþolum og koma með tillögur til barnaverndar Reykjavíkur hvernig þeir geta breytt starfseminni sinni eða hvernig þeir nálgast svona mál,“ segir ungi maðurinn. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Fórnarlamb manns, sem Landsréttur dæmdi í vikunni í fimm ára fangelsi vegna kynferðisbrota gegn þremur börnum, segist varla trúa því að réttlætinu séð náð. Sýkna mannsins í Héraðsdómi hafi haft þau áhrif á hann að hann reyndi að binda enda á líf sitt. Hann vinnur nú úr áföllunum og langar að hjálpa öðrum brotaþolum. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur þegar hann var handtekinn í upphafi árs 2018, mörgum mánuðum eftir að lögreglu barst kæra á hendur honum og vann áfram með börnum á því tímabili. Allt bárust níu kærur vegna meintra brota mannsins gegn börnum. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði verið tilkynnt um grunsemdir um kynferðisbrot hans árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök og tilkynnti það ekki til barnaverndar. Þá viðurkenndi lögregla mistök í málinu þegar ekki var brugðist við þegar fyrsta kæran á hendur manninum barst. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn fimm börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði hann í júlí 2018 en í vikunni sakfelldi Landsréttur hann fyrir þrjú brot af fimm. Meðal annars fyrir brot gegn ungum manni sem kærði hann haustið 2017 er hann var tvítugur. Ungi maðurinn kærði hann fyrir ítrekuð gróf kynferðisbrot frá 8 til 14 ára aldurs. Sum áttu sér stað eftir að tilkynning barst borginni og segist ungi maðurinn mjög dapur yfir því að mögulega hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta af brotunum. „Ég var mjög dapur, ég var mjög reiður, ég er enn þá reiður, það er bara þessi ótakmarkaða reiði sem ég finn fyrir.“ Foreldrar unga mannsins fengu manninn til að taka strákinn til sín um helgar til að hjálpa við nám og fleira, enda starfaði hann sem stuðningsfulltrúi. Brotin áttu sér flest stað á heimili mannsins sem jafnframt var stuðningsheimili fyrir börn rekið af Reykjavíkurborg. Ofbeldið ítrekað og gróft Ungi maðurinn segir mikilvægt að brugðist sé við um leið og minnsti grunur vaknar um kynferðisbrot gegn barni. Hann rifjar upp miklar þjáningar á tímabilinu. „Mér leið svo illa að ég fór oftast inn á baðherbergi og grét“ Ofbeldið var ítrekað og gróft og er hann enn að vinna úr því. „ Ég veit ekki hversu marga sálfræðinga eða geðlækna ég hef hitt. Ég er búinn að fara í endurhæfingu og í hvítabandið.“ Hann segir það hafa verið mikið áfall þegar maðurinn var sýknaður í héraði. „Stuttu eftir þessa niðurstöðu þá var ég búin að ákveða mig að lífið væri búið. Hann fær bara að komast upp við þetta. Kerfið ætlar ekki að gera neitt í þessu og mér leið bara eins og enginn trúi því sem ég væri að segja þannig ég ákvað bara að reyna að enda líf mitt.“ Vinnur að höfðun skaðabótamáls Eftir dóm Landsréttar sé réttlætinu loks náð. „Mér leið vel en á sama tíma var þetta draumkennt, erfitt að trúa þessu.“ Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður unga mannsins, segir í samtali við fréttastofu að farin sé af stað vinna við að höfða skaðabótamál á hendur gerandanum og borginni. „Ég er bara reyni að byggja mig upp á góðan máta. ég er að vinna í stefnu með tveimur þingmönnum til að reyna hjálpa öðrum brotaþolum og koma með tillögur til barnaverndar Reykjavíkur hvernig þeir geta breytt starfseminni sinni eða hvernig þeir nálgast svona mál,“ segir ungi maðurinn. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira