Óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga hægi á árangri Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. júní 2020 16:09 Fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga hefst 22. júní. vísir/vilhelm Fjöldi þeirra sem dvelja í meira en sólarhring á Bráðamóttöku Landspítalans þrefaldaðist á milli áranna 2018 og 2019. Staðan er öllu betri í ár að sögn yfirlæknis, þá einna helst vegna opnunar hjúkrunarrýma á Sléttuvegi. Hann óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga stefni þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Í ársskýrslu spítalans sem kom út í gær kemur fram að 8.474 einstaklingar hefðu dvalið í meira en sólarhring á bráðamóttöku í fyrra, það eru að meðaltali 23 á dag. Árið 2018 voru það 6646 manns. Þetta er fjölgun um 26,7 prósent á milli ára. Staðan var áfram slæm í byrjun árs en 914 manns dvöldu í meira en sólarhring á bráðamóttökunni í janúar og 858 manns í febrúar. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir, segir að þetta hafi verið algjört ófremdarástand. „Það voru sjúklingar sem dvöldu hjá okkur í meira en viku þegar þetta var sem verst,“ segir Jón Magnús, en plássin eru um 35. Covid hægði á vinnunni Heilbrigðisráðherra setti á fót átakshóp í byrjun árs til að fjalla um vandann. Átakshópurinn skilaði tillögum sínum í lok febrúar og var strax farið að vinna að þeim að sögn Jóns Magnúsar. „Fyrsta skrefið var það að það var tekin ákvörðun innan Landspítalans um það að sjúklingar eigi ekki að dvelja lengur en sex klukkutíma á bráðamóttöku. Það er smám saman verið að vinna í undirhópum til þess að breyta ferlunum og kerfinu til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta gerist aftur,“ segir Jón Magnús. „Núna á vormánuðum hefur Covid fengið það mikla athygli að við erum kannski ekki komin eins langt og við hefðum viljað á þessum tíma.“ 35 pláss eru á bráðamóttökunni.Vísir/vilhelm Staðan gjörbreyttist á bráðamóttökunni í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Í mars dvöldu 255 manns í meira en sólarhring á bráðamóttökunni, 80 manns í apríl og 89 í maí. „Þetta er ekki langtímalausn, í sjálfu sér hefur ekki enn verið gert nóg til þess að koma í veg fyrir þetta gerist aftur.“ Jón Magnús hefur þó áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings í 15 mánuði og að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 22. júní. „Ef kemur til verkfalls hjúkrunarfræðinga að þá mun það stefna þessum árangri í hættu. Það mun líka seinka þeirri vinnu sem er í gangi við það að breyta ferlunum, og þá eru meiri líkur til þess að þetta endurtaki sig.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56 Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20 Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30 Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Fjöldi þeirra sem dvelja í meira en sólarhring á Bráðamóttöku Landspítalans þrefaldaðist á milli áranna 2018 og 2019. Staðan er öllu betri í ár að sögn yfirlæknis, þá einna helst vegna opnunar hjúkrunarrýma á Sléttuvegi. Hann óttast að fyrirhugað verkfall hjúkrunarfræðinga stefni þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Í ársskýrslu spítalans sem kom út í gær kemur fram að 8.474 einstaklingar hefðu dvalið í meira en sólarhring á bráðamóttöku í fyrra, það eru að meðaltali 23 á dag. Árið 2018 voru það 6646 manns. Þetta er fjölgun um 26,7 prósent á milli ára. Staðan var áfram slæm í byrjun árs en 914 manns dvöldu í meira en sólarhring á bráðamóttökunni í janúar og 858 manns í febrúar. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir, segir að þetta hafi verið algjört ófremdarástand. „Það voru sjúklingar sem dvöldu hjá okkur í meira en viku þegar þetta var sem verst,“ segir Jón Magnús, en plássin eru um 35. Covid hægði á vinnunni Heilbrigðisráðherra setti á fót átakshóp í byrjun árs til að fjalla um vandann. Átakshópurinn skilaði tillögum sínum í lok febrúar og var strax farið að vinna að þeim að sögn Jóns Magnúsar. „Fyrsta skrefið var það að það var tekin ákvörðun innan Landspítalans um það að sjúklingar eigi ekki að dvelja lengur en sex klukkutíma á bráðamóttöku. Það er smám saman verið að vinna í undirhópum til þess að breyta ferlunum og kerfinu til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta gerist aftur,“ segir Jón Magnús. „Núna á vormánuðum hefur Covid fengið það mikla athygli að við erum kannski ekki komin eins langt og við hefðum viljað á þessum tíma.“ 35 pláss eru á bráðamóttökunni.Vísir/vilhelm Staðan gjörbreyttist á bráðamóttökunni í mars og apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Í mars dvöldu 255 manns í meira en sólarhring á bráðamóttökunni, 80 manns í apríl og 89 í maí. „Þetta er ekki langtímalausn, í sjálfu sér hefur ekki enn verið gert nóg til þess að koma í veg fyrir þetta gerist aftur.“ Jón Magnús hefur þó áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings í 15 mánuði og að öllu óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 22. júní. „Ef kemur til verkfalls hjúkrunarfræðinga að þá mun það stefna þessum árangri í hættu. Það mun líka seinka þeirri vinnu sem er í gangi við það að breyta ferlunum, og þá eru meiri líkur til þess að þetta endurtaki sig.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56 Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20 Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30 Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. 11. júní 2020 10:56
Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisráðherra segir unnið að því á bæði óformlegum og formlegum fundum að ná samningum við hjúkrunarfræðinga svo ekki komi til aðgerða þeirra hinn 22. júní. 9. júní 2020 19:20
Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. 12. júní 2020 11:30
Erfiðar viðræður en ágætur fundur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt. 11. júní 2020 18:23