Þorsteinn eftir leik: Sköpuðum slatta af færum, vorum ekki að nýta þau Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 16:00 Þorsteinn hefði viljað sjá sitt lið klára leikinn fyrr í dag. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Breiðablik vann í dag FH 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna. Blikar komust snemma yfir en þurftu að bíða þangað til í uppbótartíma til að bæta við fleiri mörkum. Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks var eins og við mátti búast ánægður eftir leikinn. „Ég er sáttur. Við sköpuðum okkur slatta af færum. Við vorum bara ekki að nýta þau. Það var ágætis hreyfing á liðinu og það var jákvætt. Við vorum mikið að fá mikið af færum. Svona er þetta að það getur stundum verið strembið að skora en ég er að ánægður að hafa unnið og þetta snýst alltaf aðallega um það,” sagði Þorsteinn ánægður eftir leikinn. Það var kafli í seinni hálfleik þar sem það mætti halda að það væru einhver álög yfir markinu hjá FH. Blikar óðu í færum en ekkert fór inn fyrr en í uppbótartímanum. „Við sköpuðum okkur töluvert mikið af góðum færum þarna í seinni hálfleik. Við fengum einhver tvö til þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik en síðan held ég að ég geti sagt frá einhverjum sjá ef ekki átta dauðafærum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að nýta eitt af þessum færum fyrr í hálfleiknum.” Á 58. mínútu fékk Alexandra Jóhannsdóttir gullt spjald fyrir leikaraskap eftir flottan sprett upp vinstri vænginn. Það sást að Blikar voru ekki sáttir með þann dóm en einhverjir hefðu eflaust viljað sjá vítaspyrnu dæmda. „Ég sé það ekki almennilega. Ég er alveg 80 metrum frá þessu en ég á mjög erfitt með að sjá að þetta hafi verið dýfa. Þetta er stundum svona en mér fannst þetta skrítinn dómur.” Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði í dag sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Hún kom spræk inn í liðið og ógnaði makrinu hjá FH trekk í trekk. „Sveindís var góð. Hún tætti upp kantinn hægri, vinstri og skapaði færi. Hún var líkleg allan tímann og hún er bara góð viðbót fyrir okkur.” Mikið af færum Blikana kom úr innköstum frá Sveindísi en hún getur kastað vel inn í markteig. Þetta er eitthvað sem Blikar hafa verið að æfa og ætla að nýta sér í sumar. „Hún kastar alveg ótrúlega langt og við höfum æft það. Vonandi förum við að skora úr þeim bara. ” Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ein af mörgum landsliðskonum Blika var ekki í dag. Hún er vanalega fastamaður í byrjunarliðinu en í dag var hún ekki í hóp. „Áslaug er meidd. Hún verður frá í einhvern tíma í viðbót en hún verður allavega ekki með næstu tvær vikurnar.” Næsta fimmtudag fara Blikar á Selfoss til að spila við bikarmeistarana. Sá leikur verður eflaust gríðarlega spennandi en Selfoss eru búnar að bæta við sig hörku leikmönnum í vetur. „Það er hörkuleikur. Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild. Ef við ætlum að fara að nálgast hvern leik fyrir sig allt öðruvísi þá lendum við í vandræðum. Við nálguðumst þennan leik með mikilli virðingu fyrir FH liðinu. Það er ástæðan fyrir að við unnum í dag. Við mættum með rétta stemningu inn í leikinn. Við þurfum klárlega líka að vera klár í alvöru leik á móti Selfossi og vera með rétta hugarfarið þar,” sagði Þorsteinn að lokum. Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Breiðablik vann í dag FH 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna. Blikar komust snemma yfir en þurftu að bíða þangað til í uppbótartíma til að bæta við fleiri mörkum. Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks var eins og við mátti búast ánægður eftir leikinn. „Ég er sáttur. Við sköpuðum okkur slatta af færum. Við vorum bara ekki að nýta þau. Það var ágætis hreyfing á liðinu og það var jákvætt. Við vorum mikið að fá mikið af færum. Svona er þetta að það getur stundum verið strembið að skora en ég er að ánægður að hafa unnið og þetta snýst alltaf aðallega um það,” sagði Þorsteinn ánægður eftir leikinn. Það var kafli í seinni hálfleik þar sem það mætti halda að það væru einhver álög yfir markinu hjá FH. Blikar óðu í færum en ekkert fór inn fyrr en í uppbótartímanum. „Við sköpuðum okkur töluvert mikið af góðum færum þarna í seinni hálfleik. Við fengum einhver tvö til þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik en síðan held ég að ég geti sagt frá einhverjum sjá ef ekki átta dauðafærum í seinni hálfleik. Við hefðum átt að nýta eitt af þessum færum fyrr í hálfleiknum.” Á 58. mínútu fékk Alexandra Jóhannsdóttir gullt spjald fyrir leikaraskap eftir flottan sprett upp vinstri vænginn. Það sást að Blikar voru ekki sáttir með þann dóm en einhverjir hefðu eflaust viljað sjá vítaspyrnu dæmda. „Ég sé það ekki almennilega. Ég er alveg 80 metrum frá þessu en ég á mjög erfitt með að sjá að þetta hafi verið dýfa. Þetta er stundum svona en mér fannst þetta skrítinn dómur.” Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði í dag sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Hún kom spræk inn í liðið og ógnaði makrinu hjá FH trekk í trekk. „Sveindís var góð. Hún tætti upp kantinn hægri, vinstri og skapaði færi. Hún var líkleg allan tímann og hún er bara góð viðbót fyrir okkur.” Mikið af færum Blikana kom úr innköstum frá Sveindísi en hún getur kastað vel inn í markteig. Þetta er eitthvað sem Blikar hafa verið að æfa og ætla að nýta sér í sumar. „Hún kastar alveg ótrúlega langt og við höfum æft það. Vonandi förum við að skora úr þeim bara. ” Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ein af mörgum landsliðskonum Blika var ekki í dag. Hún er vanalega fastamaður í byrjunarliðinu en í dag var hún ekki í hóp. „Áslaug er meidd. Hún verður frá í einhvern tíma í viðbót en hún verður allavega ekki með næstu tvær vikurnar.” Næsta fimmtudag fara Blikar á Selfoss til að spila við bikarmeistarana. Sá leikur verður eflaust gríðarlega spennandi en Selfoss eru búnar að bæta við sig hörku leikmönnum í vetur. „Það er hörkuleikur. Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild. Ef við ætlum að fara að nálgast hvern leik fyrir sig allt öðruvísi þá lendum við í vandræðum. Við nálguðumst þennan leik með mikilli virðingu fyrir FH liðinu. Það er ástæðan fyrir að við unnum í dag. Við mættum með rétta stemningu inn í leikinn. Við þurfum klárlega líka að vera klár í alvöru leik á móti Selfossi og vera með rétta hugarfarið þar,” sagði Þorsteinn að lokum.
Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Nýliðarnir áttu aldrei möguleika í Kópavogi Breiðablik vann nýliða FH örugglega 3-0 á Kópavogsvelli þó mörkin hafi komið seint. 13. júní 2020 14:55