Mannleg mistök orsök strands við Helguvík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 18:24 Fjordvik strandaði í Helguvík í nóvember 2018. Vísir/Jóhann K. Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess. Svo hljóða niðurstöður rannsóknarnefndar samgönguslysa sem koma fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag. Þá segir í skýrslunni að þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki hafst sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa. Skipið var að koma frá Nordskala í Færeyjum til Helguvíkur þegar það strandaði eftir að því var siglt röngu megin við varnargarð með þeim afleiðingum að það strandaði með bakborðssíðu utan í grjótgarði. Verulegar skemmdir urðu á skipinu og kom mikill leki í kjölfarið. Skipið var dregið af strandstað sex dögum síðar til Keflavíkur þar sem það var búið til frekari flutnings. Þá var skipið dregið til Hafnarfjarðar þar sem því var komið í flotkví og í kjölfar skoðunar var það dæmt óviðgerðarhæft og flutt til Belgíu þar sem það var rifið niður. Þá telur nefndin ríka ástæðu til að gera tillögur í öryggisátt til útgerðar og skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs. Skipstjóri skuli undantekningarlaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá skuli skipstjóri þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo komið sé í veg fyrir misskilning. Nefndin beinir tilmælum einnig til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn. Þeir skuli meðal annars afla sér upplýsinga um viðkomandi skip ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum. Hann skuli skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni auk fleiri tilmæla. Samgönguslys Strand í Helguvík Reykjanesbær Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess. Svo hljóða niðurstöður rannsóknarnefndar samgönguslysa sem koma fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag. Þá segir í skýrslunni að þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki hafst sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa. Skipið var að koma frá Nordskala í Færeyjum til Helguvíkur þegar það strandaði eftir að því var siglt röngu megin við varnargarð með þeim afleiðingum að það strandaði með bakborðssíðu utan í grjótgarði. Verulegar skemmdir urðu á skipinu og kom mikill leki í kjölfarið. Skipið var dregið af strandstað sex dögum síðar til Keflavíkur þar sem það var búið til frekari flutnings. Þá var skipið dregið til Hafnarfjarðar þar sem því var komið í flotkví og í kjölfar skoðunar var það dæmt óviðgerðarhæft og flutt til Belgíu þar sem það var rifið niður. Þá telur nefndin ríka ástæðu til að gera tillögur í öryggisátt til útgerðar og skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs. Skipstjóri skuli undantekningarlaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá skuli skipstjóri þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo komið sé í veg fyrir misskilning. Nefndin beinir tilmælum einnig til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn. Þeir skuli meðal annars afla sér upplýsinga um viðkomandi skip ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum. Hann skuli skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni auk fleiri tilmæla.
Samgönguslys Strand í Helguvík Reykjanesbær Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira